Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 54
UMRÆÐUR O G A F LÆKNUM F R É T T I R Starfsánægja lækna á Landspítala í lágmarki Læknaráð Landspítala efndi til opins fundar þann 18. febrúar um niðurstöður könnunar á starfsánægju innan spítalans. Þorbjörn Jónsson formaður læknaráðs hafði fyrstur framsögu og Björn Zoega, Eyjólfur Þorkelsson, Þorbjörn Jónsson og Runólfur Pálsson. benti á að læknar væru sú stétt spítalans sem lýsti minnstri starfsánægju og væri það sannarlega um- hugsunarefni. Hann brá upp mynd af vítahring þar sem óánægja með starfsaðstöðu og kjör leiddi af sér landflótta lækna og hvatti til þess að brugðist yrði við hið fyrsta, áður en í óefni væri komið. Runólfur Pálsson tók undir þetta og benti jafnframt á hversu mikilvægt væri að skýra markmið og stefnu spítalans innan deilda og í heild. Eyjólfur Þorkelsson benti á að kandídatar og almennir læknar væru langóánægðastir allra lækna, þar þyrfti að snúa við blaðinu. Bjöm Zoéga forstjóri tók síðastur til máls og kvaðst ekki jafn svartsýnn, samanburður við kannanir á sænskum spítölum væri ekki óhagstæður en staðan væri sú að ef auka ætti þjónustu í einni grein yrði að skera niður annars staðar á spítalanum. Fjölmennt læknahlaup Læknahlaupið var haldið í annað sinn í lok Lækna- daga laugardaginn 29. janúar, með þátttöku yfir 80 hlaupara. Hlaupinn var fimm kílómetra hringur í Laugardalnum, sem hófst og endaði við Laugar- dalslaugina. Sigurvegari í karlaflokki var Stefán Guðmunds- son læknanemi og í kvennaflokki sigraði Hrönn Guðmundsdóttir. Skilyrði til hlaups voru ekki hin bestu, hálka og bleyta á köflum en almennt vom þátttakendur á því að vel hefði tekist til og Læknahlaupið væri orðinn ómissandi þáttur í dagskrá Læknadaga. í lok hlaups bauð lækn- ingavörufyrirtækið Metronics þátttakendum upp á hressingu í anddyri Lauga. Sigurvegararnir Stefán Guðmundsson og Hrönn Guðmundsdóttir. 186 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.