Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 54

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 54
UMRÆÐUR O G A F LÆKNUM F R É T T I R Starfsánægja lækna á Landspítala í lágmarki Læknaráð Landspítala efndi til opins fundar þann 18. febrúar um niðurstöður könnunar á starfsánægju innan spítalans. Þorbjörn Jónsson formaður læknaráðs hafði fyrstur framsögu og Björn Zoega, Eyjólfur Þorkelsson, Þorbjörn Jónsson og Runólfur Pálsson. benti á að læknar væru sú stétt spítalans sem lýsti minnstri starfsánægju og væri það sannarlega um- hugsunarefni. Hann brá upp mynd af vítahring þar sem óánægja með starfsaðstöðu og kjör leiddi af sér landflótta lækna og hvatti til þess að brugðist yrði við hið fyrsta, áður en í óefni væri komið. Runólfur Pálsson tók undir þetta og benti jafnframt á hversu mikilvægt væri að skýra markmið og stefnu spítalans innan deilda og í heild. Eyjólfur Þorkelsson benti á að kandídatar og almennir læknar væru langóánægðastir allra lækna, þar þyrfti að snúa við blaðinu. Bjöm Zoéga forstjóri tók síðastur til máls og kvaðst ekki jafn svartsýnn, samanburður við kannanir á sænskum spítölum væri ekki óhagstæður en staðan væri sú að ef auka ætti þjónustu í einni grein yrði að skera niður annars staðar á spítalanum. Fjölmennt læknahlaup Læknahlaupið var haldið í annað sinn í lok Lækna- daga laugardaginn 29. janúar, með þátttöku yfir 80 hlaupara. Hlaupinn var fimm kílómetra hringur í Laugardalnum, sem hófst og endaði við Laugar- dalslaugina. Sigurvegari í karlaflokki var Stefán Guðmunds- son læknanemi og í kvennaflokki sigraði Hrönn Guðmundsdóttir. Skilyrði til hlaups voru ekki hin bestu, hálka og bleyta á köflum en almennt vom þátttakendur á því að vel hefði tekist til og Læknahlaupið væri orðinn ómissandi þáttur í dagskrá Læknadaga. í lok hlaups bauð lækn- ingavörufyrirtækið Metronics þátttakendum upp á hressingu í anddyri Lauga. Sigurvegararnir Stefán Guðmundsson og Hrönn Guðmundsdóttir. 186 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.