Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 51
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LÆKNAKENNSLA læknanemar fá talsvert fleiri tækifæri til að meðhöndla sjúklinga en læknanemar við ýmsa háskóla erlendis. Við höfum fengið hingað erlenda skiptinema sem eru hissa á því hvað þeir fá að gera mikið. En þetta stefnir í sama horf hér og annars staðar." Læknanáminu lýkur aldrei Kristján segir að vegna þessara miklu breytinga sem orðið hafa á læknanáminu séu gerðar mun meiri kröfur en áður til tæknilegs búnaðar við kennsluna. „Nemendur sjá að nokkru leyti um sig sjálfir hvað þetta varðar, með sínar fartölvur en við þurfum að standa okkur betur en hingað til. Námsefnið og kennsluaðferðir eru í sífelldri endurskoðun og við þurfum stöðugt að vera á tánum. Sannarlega eru fyrirlestrar ódýrasta kennsluaðferðin en er í dag alls ekki sú besta. Þeir sem eru hvað framsæknastir tala um að leggja fyrirlestrana alveg niður. Fyrir litla einingu eins og okkar læknadeild er mjög kostnaðarsamt að breyta þessu og við höfum um nokkurt skeið haft aðgang að hugbúnaði erlendis sem veitir nemendum tækifæri til þjálfunar í sýndarveruleika. Læknadeildin á búnað til að veita nemendum þjálfun í saumum, setja upp nálar og þræða öndunarleggi, og í hjúkrunarfræðideild er ennfremur til mjög fullkomin dúkka, Her- mann að nafni, sem hefur gjörbreytt klínískri þjálfun í hjúkrunarnáminu. Með hinu nýja heilbrigðisvísindasviði háskólans opnast ýmsir möguleikar á samnýtingu kennslutækja fyrir nemendur í heilbrigðisgreinunum í anda þverfag- legrar samvinnu og þverfræðilegs náms." Fyrri hluti sérnáms í ýmsum greinum læknis- fræði er nú í boði á Landspítala en læknar fara utan til að ljúka seinni hluta sémámsins. „Flestir em sammála um að þetta sé nokkuð gott fyrirkomulag og ekki ástæða til að lengja sérnámið hér heima. Fyrir vikið hefur ekki orðið knýjandi þörf fyrir flókinn og dýran kennslubúnað, eins og til dæmis skurðherma, þar sem okkar læknar fá aðgang að þeim í sémámi sínu erlendis. A hinn bóginn eru kröfurnar í dag orðnar slíkar að læknanámi lýkur í rauninni aldrei. Læknar þurfa að vera í stöðugri endurnýjun sinnar þekkingar og viðhalda þjálfun sinni, og í Bandaríkjunum þurfa sérfræðilæknar að gangast undir próf í sérgreininni á fimm ára fresti. Eflaust er það bara tímaspursmál hvenær við þurfum að taka á því með afgerandi hætti. Þó endumýjun og viðhaldsmenntun íslenskra lækna sé ekki mjög skipulögð held ég að okkar læknar séu mjög meðvitaðir um þetta og nýti sér öll tækifæri sem bjóðast til að viðhalda og endurnýja þekkingu sína og þjálfun. Staða okkar er því góð þó eflaust megi gera betur." „/dag er stundum sagt að sjúklingarnir séu farnir af spítölunum en læknanemarnir séu þar enn," segir Kristján Erlendsson formaður kennsluráðs læknadeildar. dáleiðslunámskeið á hótel holti í reykjavík samtals 8 dagar 6.-10. maí og 3. -7. júní, 2011 Kennt er alla dagana frá 10 -17, stundum til 18 eftlr atvikum. Námskeidið er á ensku. Kennari er John Sellars, Clinical Hypnotherapist, FHS, Dip.(Hyp), SHS(Acc), NRH sem hefur starfað við dáleiðslu og kennt hana í 30 ár i Bretlandi Honum til aðstoðar er Sarah Bartlett, Clinical Hypnotherapist og hjúkrunarfraeðingur Námskeiðið er vottað (Accredited) af stærstu samtökum dáleiðenda í Bretlandi, Hvpnotherapv Scocietv Námskeið John Sellars þykja vera með bestu námskeiðum (dáleiðslu íyrir lækna er dálelðsla frábzert t«ki. Aðferðir John Sellars eru fljótvlrkar og þaer munu ekki tefja tímann heldur gera þér kleift að vinna hraðar auk þess að ná betrl árangri og gera sjúklinga ánaegðari. Og allt í etnu geta laeknar náð árangri við vefjagigt, IBS og fjölmargt annað sem ekki hefur svarað annarri meðferð, og þá um leið dregið úr eða haett lyfjagjöf. allar frekari upplýsingai' á http://4.is/dtl LÆKNAblaðið 2011/97 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.