Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mynd 4. Aldursstaðlað nýgengi eistnakrabbameins á hverja 100.000 karla á Norðurlöndunum 2000- 2007. ísland er sýnt með svörtum lit. Upplýsingar fengnar úr heimild nr. 3. leitt í svæfingu, þar sem eistað var fjarlægt ásamt kólfi eistans. Farið var í gegnum náraskurð nema í einu tilfelli þar sem eistað var fjarlægt í gegnum skurð á pung. I öðru tilfelli var eista í kviðarholi fjarlægt með kviðarholsspeglun. Aðgerðimar tóku að meðaltali 44 mínútur (húð til húðar) (bil 20-100). 154 aðgerðanna var komið fyrir ígræði úr sílikoni, en hjá tveimur varð að fjarlægja þau, hjá öðmm vegna sýkingar og hjá hinum vegna verkja sem raktir voru til örvefsstrengs. I töflu I eru sýndar vefjagerðir æxlanna. Þriðjungur E-SFK æxlanna voru blandæxli (33,0%) og voru fósturvísisæxli (embryonal carcinoma) og frumkímsæxli (teratoma) algengust, bæði í blönduðu æxlunum (87,5 og 75,0%) og þeim sem vom af einni vefjagerð (11,3 og 6,2%). Meðalstærð æxlanna var 4,0 ± 2,1 cm, en minnsta æxlið reyndist 0,7 cm og það stærsta 10,0 cm. Flvorki fannst marktækur munur á stærð né vefjagerð á fyrra og seinna tímabili rannsóknar. í 12 æxlum greindist æðaíferð, þar af vom níu af ekki-sáðfmmugerð (p=0,12). Við greiningu hafði 21 sjúklingur meinvörp og vom þau oftast staðsett í aftanskinueitlum, eða hjá 19 þeirra. Enginn þessara sjúklinga þurfti skurðaðgerð á aftskinurými við grein- ingu en sjö sjúklingar með E-SFK (öll með frumkímisæxlisþætti) fóm í slíka aðgerð síðar Tafla III. Boden-Gibb stigun sjúklinga með eistnakrabbameini á Islandi frá 1970 til 2009. Borin eru saman tímabilin 1970-1977, 1978-1999 og 2000-2009. Tölur Or fyrstu tveimur tímabilunum eru fengnar úr heimild nr. 9. Gefinn er upp fjöldi og % fsviga. 1970-1977 1978-1999 2000-2009 Stig n (%) n (%) n (%) I 12(52,2) 103(70,5) 76 (78,4) IIA 5(21,7) 21 (14,4) 10(10,3) IIB 2 (8,7) 10(6,8) 3 (3,1) III 0(0) 4 (2,7) 1 (1.0) IV 4(17,4) 8 (5,4) 7 (7,2) Alls 23 (100) 146 (100) 97 (100) vegna síðkominna eða illvígra eitilmeinvarpa. Algengustu fjarmeinvörpin greindust í lungum, eða átta talsins, og tveir sjúklingar greindust auk lungnameinvarpa með heila- og lifrarmeinvörp. Meinvörpin greindust í 17 tilfellum hjá sjúklingum með E-SFK og í fjómm tilfellum af SFK (80,9 sbr. 19,1%, p=0,005). Enginn sjúklingur með SFK greindist með fjarmeinvörp. Æxlisvísar voru mældir hjá öllum nema tveimur sjúklingum en þó vantaði upplýsingar um LD hjá 28 (29,5%) þeirra. Fiækkun mældist hjá 54 (56,8%) sjúklingum og voru 16 með hreint SFK. í töflu II er sýnd Boden-Gibb stigun sjúk- linganna, bæði fyrir SFK og E-SFK. Fyrir allan hópinn voru 78,4% sjúklinga á stigi I, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III-IV. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (91,7 sbr. 65,3% á stigi I; p=0,003). Fimm ára heildarlífshorfur fyrir allan hóp- inn voru 95,1% (mynd 3). Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu, þar af tveir úr eistnakrabbameini, sem í báðum tilfellum voru af ekki-sáðfrumugerð. Báðir sjúklingarnir voru komnir með meinvörp í lungu, heila og lifur við greiningu. Hinir tveir létust af óskyldum orsökum, annar úr kransæðasjúkdómi en hinn úr ristilkrabbameini. Sjúkdómasértækar lífshorfur mældust 97,8% fyrir allan hópinn, 100,0% á stigi l-II og 75,0% á stigi III-IV (p=0,0001). Umræða Nýgengi eistnakrabbameins mældist 5,9 á hverja 100.000 karla á rannsóknartímabilinu, sem er svipað og tvo áratugina þar á undan.9 Greinileg aukning sást á áttunda og níunda áratugnum (mynd 3) en 1990-1994 fór nýgengið hæst í 6,6/100.000 karla en hefur lítið breyst síðan. Á mynd 4 sjást nýgengistölur frá hinum Norðurlöndunum á árunum frá 2000 til 2007. Nýgengi eistnakrabbameins á Island er svipað og í Svíþjóð en í Noregi og Danmörku er nýgengi hærra. Hér á landi og í Danmörku hefur nýgengi sjúkdómsins haldist stöðugt en í Svíþjóð og Noregi er sjúkdómurinn enn vaxandi.3 Nýgengi er einnig breytilegt á milli svæða, til dæmis er sjúkdómurinn mun sjaldséðari í S-Svíþjóð en hinum megin við Eyrarsundið á Kaupmannarhafnarsvæðinu.3'15 Flest bendir því til þess að umhverfisþættir og breytingar á lífsstíl komi við sögu í meingerð eistnakrabbameins, án þess þó að þessir þættir séu þekktir.6 í þessari rannsókn komu þekktir áhættuþættir eins og launeista og fjölskyldusaga sjaldan fyrir, eða í 8% og 1% tilfella. I öðrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á vægi fjölskyldusögu 146 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.