Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 14

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mynd 4. Aldursstaðlað nýgengi eistnakrabbameins á hverja 100.000 karla á Norðurlöndunum 2000- 2007. ísland er sýnt með svörtum lit. Upplýsingar fengnar úr heimild nr. 3. leitt í svæfingu, þar sem eistað var fjarlægt ásamt kólfi eistans. Farið var í gegnum náraskurð nema í einu tilfelli þar sem eistað var fjarlægt í gegnum skurð á pung. I öðru tilfelli var eista í kviðarholi fjarlægt með kviðarholsspeglun. Aðgerðimar tóku að meðaltali 44 mínútur (húð til húðar) (bil 20-100). 154 aðgerðanna var komið fyrir ígræði úr sílikoni, en hjá tveimur varð að fjarlægja þau, hjá öðmm vegna sýkingar og hjá hinum vegna verkja sem raktir voru til örvefsstrengs. I töflu I eru sýndar vefjagerðir æxlanna. Þriðjungur E-SFK æxlanna voru blandæxli (33,0%) og voru fósturvísisæxli (embryonal carcinoma) og frumkímsæxli (teratoma) algengust, bæði í blönduðu æxlunum (87,5 og 75,0%) og þeim sem vom af einni vefjagerð (11,3 og 6,2%). Meðalstærð æxlanna var 4,0 ± 2,1 cm, en minnsta æxlið reyndist 0,7 cm og það stærsta 10,0 cm. Flvorki fannst marktækur munur á stærð né vefjagerð á fyrra og seinna tímabili rannsóknar. í 12 æxlum greindist æðaíferð, þar af vom níu af ekki-sáðfmmugerð (p=0,12). Við greiningu hafði 21 sjúklingur meinvörp og vom þau oftast staðsett í aftanskinueitlum, eða hjá 19 þeirra. Enginn þessara sjúklinga þurfti skurðaðgerð á aftskinurými við grein- ingu en sjö sjúklingar með E-SFK (öll með frumkímisæxlisþætti) fóm í slíka aðgerð síðar Tafla III. Boden-Gibb stigun sjúklinga með eistnakrabbameini á Islandi frá 1970 til 2009. Borin eru saman tímabilin 1970-1977, 1978-1999 og 2000-2009. Tölur Or fyrstu tveimur tímabilunum eru fengnar úr heimild nr. 9. Gefinn er upp fjöldi og % fsviga. 1970-1977 1978-1999 2000-2009 Stig n (%) n (%) n (%) I 12(52,2) 103(70,5) 76 (78,4) IIA 5(21,7) 21 (14,4) 10(10,3) IIB 2 (8,7) 10(6,8) 3 (3,1) III 0(0) 4 (2,7) 1 (1.0) IV 4(17,4) 8 (5,4) 7 (7,2) Alls 23 (100) 146 (100) 97 (100) vegna síðkominna eða illvígra eitilmeinvarpa. Algengustu fjarmeinvörpin greindust í lungum, eða átta talsins, og tveir sjúklingar greindust auk lungnameinvarpa með heila- og lifrarmeinvörp. Meinvörpin greindust í 17 tilfellum hjá sjúklingum með E-SFK og í fjómm tilfellum af SFK (80,9 sbr. 19,1%, p=0,005). Enginn sjúklingur með SFK greindist með fjarmeinvörp. Æxlisvísar voru mældir hjá öllum nema tveimur sjúklingum en þó vantaði upplýsingar um LD hjá 28 (29,5%) þeirra. Fiækkun mældist hjá 54 (56,8%) sjúklingum og voru 16 með hreint SFK. í töflu II er sýnd Boden-Gibb stigun sjúk- linganna, bæði fyrir SFK og E-SFK. Fyrir allan hópinn voru 78,4% sjúklinga á stigi I, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III-IV. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (91,7 sbr. 65,3% á stigi I; p=0,003). Fimm ára heildarlífshorfur fyrir allan hóp- inn voru 95,1% (mynd 3). Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu, þar af tveir úr eistnakrabbameini, sem í báðum tilfellum voru af ekki-sáðfrumugerð. Báðir sjúklingarnir voru komnir með meinvörp í lungu, heila og lifur við greiningu. Hinir tveir létust af óskyldum orsökum, annar úr kransæðasjúkdómi en hinn úr ristilkrabbameini. Sjúkdómasértækar lífshorfur mældust 97,8% fyrir allan hópinn, 100,0% á stigi l-II og 75,0% á stigi III-IV (p=0,0001). Umræða Nýgengi eistnakrabbameins mældist 5,9 á hverja 100.000 karla á rannsóknartímabilinu, sem er svipað og tvo áratugina þar á undan.9 Greinileg aukning sást á áttunda og níunda áratugnum (mynd 3) en 1990-1994 fór nýgengið hæst í 6,6/100.000 karla en hefur lítið breyst síðan. Á mynd 4 sjást nýgengistölur frá hinum Norðurlöndunum á árunum frá 2000 til 2007. Nýgengi eistnakrabbameins á Island er svipað og í Svíþjóð en í Noregi og Danmörku er nýgengi hærra. Hér á landi og í Danmörku hefur nýgengi sjúkdómsins haldist stöðugt en í Svíþjóð og Noregi er sjúkdómurinn enn vaxandi.3 Nýgengi er einnig breytilegt á milli svæða, til dæmis er sjúkdómurinn mun sjaldséðari í S-Svíþjóð en hinum megin við Eyrarsundið á Kaupmannarhafnarsvæðinu.3'15 Flest bendir því til þess að umhverfisþættir og breytingar á lífsstíl komi við sögu í meingerð eistnakrabbameins, án þess þó að þessir þættir séu þekktir.6 í þessari rannsókn komu þekktir áhættuþættir eins og launeista og fjölskyldusaga sjaldan fyrir, eða í 8% og 1% tilfella. I öðrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á vægi fjölskyldusögu 146 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.