Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 47
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR OFBELDI GAGNVART BÖRNUM sáttir við foreldra sína þrátt fyrir refsingarnar. Sá eini sem ekki var sáttur lýsir í rauninni allt annarri og alvarlegri reynslu, þar sem um var að ræða tilefnislaust, alvarlegt og síendurtekið líkamlegt og andlegt ofbeldi." Breyttar refsingar Jónína segir að viðmælendur hafi einnig verið spurðir ítarlega úti í uppeldi eigin barna og hvort þeir hafi beitt þau líkamlegum refsingum. „Ég á reyndar eftir að taka þær niðurstöður endanlega saman en hef lesið viðtölin mjög vandlega. Það er þó alveg ljóst að margir viðmælendur segjast hafa byrjað að beita sömu refsingum og þeir voru beittir í æsku en hafi hætt því, enda umburðarlyndi samfélagsins fyrir slíku á undanhaldi og nú séu slíkar refsingar bannaðar. Einn ungur maður, fæddur á 8. áratugnum, segir frá því að hann hafi alist upp hjá móður sinni sem beitti hann líkamlegum refsingum, endurteknum flengingum eins og hann lýsti sjálfur, og þegar harrn svo eignaðist sjálfur böm byrjaði hann að refsa þeim með flengingum að hætti móður sinnar. Þá var hún farin að vinna með börn og sagði honum að það þætti ekki gott lengur að flengja börnin. Hann fór að hennar ráðum og lokaði börnin inni í refsingarskyni í staðinn. Mamman sagði þá við son sinn að það væri heldur ekki gott að loka böm irrni og enn tók hann sönsum og segist nú refsa þeim með því að taka af þeim leikjatölvuna og farsímann. Þessi frásögn lýsir ágætlega breytingaferlinu sem verður í samfélaginu gagnvart líkamlegum refsingum. En það sem er skemmtilegt við þessa frásögn er að það er móðir föðurins sem stjómar ferðinni." Að sögn Jónínu gerist viðhorfsbreytingin í samfélaginu til líkamlegra refsinga mjög hratt. „í dag er annars konar refsingum beitt við uppeldi. Algengt er að foreldrar svipti börn einhverjum hlutum eða forréttindum. Mér heyrist að skammarkrókurinn í breyttri mynd sé að koma aftur sem aðferð til að aga börn heima. Hafa ber í huga að ofangreind rannsókn um reynslu íslendinga af ofbeldi og refsingum er eigindleg og því ekki hægt að yfirfæra niðurstöður hennar á þjóðina í heild. Megindleg rannsókn er í vinnslu og byggist hún á úrtaki úr þjóðskrá. Það væri mjög áhugavert að skoða hvernig þetta er í dag." Afleiðing ofbeldis Jónína bendir á að það þurfi að fræða og upplýsa fólk um breytt lagaumhverfi og áhrif ofbeldis hverskonar á heilsu bama. Önnur rannsókn sem Jónína og Geir hafa unnið í samvinnu við Álfgeir Loga Kristjánsson og Ingu Dóru Sigfúsdóttur snýr að áhrifum þess á heilsu og vellíðan 14 og 15 ára unglinga að hafa orðið vitni að deilum og ofbeldi á milli foreldra eða forsjáraðila sinna. Þetta var stór rannsókn þar sem upplýsingum frá 3515 unglingum var safnað árið 2003 af Rannsóknum og greiningu og bíður birtingar í Child Abuse & Neglect. „Tölurnar úr þessari rannsókn segja okkur að um fimmtungur unglinganna höfðu orðið vitni að alvarlegu rifrildi foreldranna og um þriðjungur hafði rifist alvarlega við foreldra sína. Um 7% höfðu orðið vitni að líkamlegum átökum fullorðinna á heimilinu og 6% höfðu sjálf lent í líkamlegum átökum við fullorðna á heimili sínu. Reynsla unglinganna af þessu jók líkur á einkennum um þunglyndi, reiði eða kvíða, auk þess að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd unglinganna. Slík reynsla barna hefur því langtímaáhrif á heilsu og vellíðan þeirra. Það er því full ástæða til að huga sérstaklega vel að velferð og líðan barna og unglinga þar sem vitað er að ofbeldi og líkamleg átök hafa átt sér stað eða eiga sér stað á heimilum þeirra." „Langflestir töldu að þeir hefðufengið ósköp hefðbundið íslenskt uppeldi," segir jónína Einarsdóttir prófessor í mannfræði um rannsókn á reynslu íslendinga af refsingum í uppeldi. LÆKNAblaðið 2011/97 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.