Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 41
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Morfín sem var fyrsta lyfið er dælt var í hold sjúklinga er enn í fullu gildi. Verður tæpast bent á nokkurt annað lyf sem hefur haldið gildi sínu svo vel og lengi. Raunar töldu læknar lengi vel að morfín gefið undir húð ylli ekki ávana og fíkn, þótt ópíum um munn gerði það. Af ritgerð Allbutts frá 187026 (og viðauka við hana) má skilja að misnotkun morfíns af völdum lækna hafi víða verið alvarlegt vandamál á síðari hluta 19. aldar. Ætla má þó að þessa hafi ekki gætt hér á landi vegna þess hve íslenskir læknar tóku almennt seint að nota lyfjadælur og holnálar við lækningar. Prentaðar heimildir um stungulyf eða notkun þeirra á íslandi hafa ekki fundist fyrr en nálgast tekur aldamótin 1900. Þessu til stuðnings er að lyfjadælur og holnálar hafa væntanlega ekki verið til í helsta spítala landsins árið 1878.12 Ekki er þetta síst athyglisvert vegna þess að þeir þrír læknar (Jón Hjaltalín, Tómas Hallgrímsson, Jónas Jónassen) sem báru uppi kennslu við Læknaskólartn frá upphafi 1867 og fram yfir 1890, voru allir menntaðir utan landsteinanna. Tveir þeirra voru að auki læknar við aðalspítala landsins. Skurðlækningar í nútímaskilningi námu hér land á síðasta tug 19. aldar og upp úr aldamótunum 1900. Leiddi það án efa smám saman til aukinnar notkunar á verkjadeyfandi lyfjum til innstungu. Ný staðdeyfingarlyf (í stað kókaíns) ruddu sér og til rúms í byrjun 20. aldar og síðar. Ef dæma má af þeim heimildum sem fyrir liggja um fjölda stungulyfja hér á markaði, hefur þessi þróun þó verið ærið hæg (mynd 9). Skýrslur spítala eru ótrúlega fáorðar fram eftir árum um notkun stungulyfja og geta varla um notkun annarra lyfja en svæfingarlyfja og staðdeyfingarlyfja. Skýrslur spítala hafa því í heild lítið heimildagildi um notkun stungulyfja á því tímabili er hér um ræðir. Auglýsingar hafa talsvert heimildagildi um það sem auglýst er. Því er það í ljósi sögunnar mjög bagalegt að Lyfjaverslun ríkisins skyldi aldrei auglýsa stungulyf né önnur lyf og það engu síður þótt til þess gætu hafa legið gild rök. Ein fyrsta auglýsing ótvírætt um stungulyf í Læknablaðinu (um norskt sérlyf með morfínlíka verkun) er frá árinu 1932.68 Sú auglýsing, ásamt fyrstu auglýsingum um lyfjadælur og holnálar nokkru fyrr,14- 15 benda eindregið til þess að breiðari markaður stungulyfja hafi þá verið að verða til. Það styður ennfremur þessa ályktun að mikil fjölgun stungulyfja hér á markaði varð á árunum 1929-1936 (mynd 9). Engin augljós skýring er hins vegar á fækkun stungulyfja árið 1951 í samanburði við árið 1936. Athygli vekur hve mörg apótek framleiddu stungulyf á árabilinu frá ca. 1940-1970. í þennan flokk bættust þrjár lyfjagerðir og heildsölur. Það vekur jafnframt athygli að burðarásinn í framleiðslu nær allra þessara fyrirtækja voru B- og C-vítamínstungulyf. Þau framleiddu einnig flest eða öll prókaínstungulyf. Einungis tveir stærstu framleiðendurnir, Reykjavíkurapótek og Lyfjaverslun ríkisins, buðu upp á stórt úrval stungulyfja. Heimildir um innlenda framleiðslu stungulyfja eru af skomum skammti. Samt má ætla að framleiðsla B- og C-vítamínstungulyfja (og prókaínstungulyfja) hafi á tímabili verið sérlega arðbær (vegna mikillar notkunar?), en sá hagnaður síðar horfið og þar með sá grundvöllur sem verið hafði til framleiðslu á stungulyfjum eða jafnvel öðrum lyfjum í lyfjabúðum. Auknar kröfur til lyfjagerðar hafa og án efa skipt verulegu máli. Skömmu áður en lyfjaframleiðslu lauk í Reykjavíkurapóteki voru þessi mál skoðuð með formlegum hætti þar. Niðurstaðan var einföld: Framleiðsla lyfja með sama hætti og verið hafði stóð ekki undir sér. Apótekið treysti sér heldur ekki til að verða við auknum kröfum um góða framleiðsluhætti á lyfjum („Good pharmaceutical manufacturing practice")-69 Þótt þessi staða sé uppi um framleiðslu á stungulyfjum eða á öðrum lyfjum í lyfjabúðum, kann annað að gilda um framleiðslu lyfja á vegum ríkisins í ljósi sérstöðu lyfjamarkaðar og þeirrar fákeppni sem hér ríkir. Það er viðurkennt að hefðbundin markaðs- lögmál gilda ekki nema að litlu leyti á lyfjamarkaði. Þetta mótast af því að sá sem ávísar lyfjum (læknir) þarf ekki að greiða þau, og sá sem notar lyfin (sjúklingur), þarf að jafnaði einungis að greiða þau að hluta (30-40%), en ríkissjóður greiðir meirihlutann.70 Því er það illskiljanlegt að ríkissjóður skyldi einkavæða Lyfjaverslun ríkisins og flytja með þeirri ákvörðun sem næst alla framleiðslu á stungulyfjum (eða öðrum lyfjum), sem teljast samheitalyf (lyfjasamsetningar, sem ekki eru varðar einkaleyfum upphafslegs framleiðanda) á hendur eins framleiðanda, Actavis. Þar á ofan hefur þessi framleiðandi nánast ákvörðunarvald um það hvort lyf séu framleidd í landinu eða ekki og getur í krafti stöðu sinnar ráðið lyfjaverði eins og bent hefur verið á.71 Þakkarorð Heimildamönnum, sem auðkenndir eru með fæðingarári í heimildaskrá, er þakkað þeirra framlag. Dr. Kristínu Björgu Guðmundsdóttur, dýralækni, Tryggva Ásmundssyni, lækni, og Wemer Rasmussyni, fyrrum lyfsala, eru færðar þakkir fyrir að lesa yfir handritið og gagnrýna. Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur, Lækningaminjasafninu, er þakkað fyrir að leyfa LÆKNAblaðið 2011/97 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.