Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 13

Læknablaðið - 15.03.2011, Síða 13
F RÆÐIGREINAR RANNSÓKN var ákveðið að sleppa blóðmæligildum fyrir LD því slíkar mælingar hafa ekki verið gerðar með skipulögðum hætti hér á landi. Við tölfræðilega útreikninga var beitt kí- kvaðratsprófi (hlutfallsbreytur) og t-prófi við samanburð á hópum (samfelldar breytur). Heild- arlífshorfur (overall survival) og sjúkdóma-sértækar lífshorfur (cancer specific survival) sjúklinga voru reiknaðar með Kaplan-Meier aðferð og miðast útreikningar við 1. maí 2010. Við samanburð á lífshorfum hópa var notast við log-rank próf. Tölfræðileg marktækni miðast við p-gildi <0,05. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og frá framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Alls greindust 97 karlar með kímfrumukrabba- mein í eistum á rannsóknartímabilinu sem náði yfir 10 ár; 48 SFK (49,5%) og 49 E-SFK (50,5%). Öll æxlin greindust í pung nema hjá einum sjúklingi þar sem eistað var staðsett í kviðarholi. Ekki var marktækur munur á fjölda æxla í hægra og vinstra eista (46,4 vs. 53,6%, p=0,39), en enginn greindist með æxli í báðum eistum. Aldursstaðlað nýgengi fyrir allan hópinn var 5,9 á hverja 100.000 karla á rannsóknartímabilinu, en nýgengi E-SFK hækkaði úr 2,7 í 3,6 en nýgengi SFK lækkaði úr 3,0 í 2,5 á fyrra og seinna fimm ára tímabili rannsóknarinnar (p=0,09). Á mynd 1 er sýnt hvernig nýgengi eistna- krabbameins hefur breyst hér á landi frá 1970, þar á meðal á síðustu 10 árunum sem þessi rann- sókn tók til. Lægst var nýgengið 1970-1974, eða 2,4/100.000 karla á ári en hæst 1990-1994 þegar það var 6,6/100.000 karla á ári. Síðan virðist nýgengið hafa haldist stöðugt hér á landi. Aldursdreifing er sýnd á mynd 2 en meðalaldur við greiningu var 35,6 ± 12,0 og aldursbil 15-76 ár. Sjúklingar með SFK voru að meðaltali 11,5 árum eldri við greiningu samanborið við sjúklinga með E-SFK (41,6 sbr. 30,1 ár; p<0,0001). Af þekktum áhættuþáttum reyndust átta sjúklingar (8,2%) vera með fyrri sögu um launeista og höfðu allir nema einn gengist undir aðgerð vegna þess. Einn sjúklingur (1,0%) var með þekkta fjölskyldusögu en faðir hans hafði greinst með eistnakrabbamein. Allir sjúklingarnir 97 greindust vegna einkenna eistnakrabbameins. Fyrirferð í eista (94,8%) og verkir (43,3%) voru langalgengustu einkennin en 55 sjúklingar höfðu fyrirferð án verkja (56,7%). Sjö höfðu einkenni meinvarpa, oftast kviðverki sem raktir voru til eitilmeinvarpa í aftanskinurými. Önnur einkenni meinvarpa voru hósti og tak- Tafla I. Vefjafræðileg flokkun kímfrumuæxla íeistum á íslandi 2000-2009. Um tveirþriðju ekki-sáðfrumukrabbameina voru blönduð æxli. Gefinn erupp fjöidi og % i sviga. Vefjaflokkur Fjöldi (%) Sáðfrumukrabbamein 48 (49,5) Ekki-sáðfrumukrabbamein 49 (50,5) Blönduð æxli 32 (33,0) Fósturvísisæxli (embryonal carcinoma) 11 (11,3) Frumkímsæxli (teratoma) 6 (6,2) Æðabelgsæxli (choriocarcinoma) 0(0) Blómbelgsæxli (yolk sac tumour) 0(0) Alls 97 (100) verkir vegna lungnameinvarpa og slappleiki. Hjá fjórum sjúklingum greindist brjóstastækkun (gynecomastia). Helmingur sjúklinganna (51,1%) greindist innan fjögurra vikna, þar af 12 innan viku frá upphafi einkenna. Fimmtungur (20,0%) sjúklinga hafði haft einkenni í einn til þrjá mánuði fyrir greiningu og 17,8% í meira en hálft ár, þar af 11 lengur en eitt ár. í sjö tilfellum vantaði upplýsingar um tímalengd einkenna. Allir sjúklingamir gengust undir aðgerð, yfir- Mynd 3. Heildarlífshorfur 97 karla sem greindust með eistnakrabbamein á íslandi 2000-2009. Þann 1. maí 2010 höfðufjórir sjúklingar látist, þar af tveir úr ekki- sáðfrumukrabbameini en enginn úr sáðfrumukrabba- meini. Brotnu línurnar sýna 95% öryggismörk. Tafla II. Boden-Gibb stigun sjúkiinga sem greindust með sáðfrumukrabbamein og ekki- sáðfrumukrabbbamein á Islandi 2000-2009. Gefinn erupp fjöldi og % ísviga. Stig Lýsing Sáðfrumu- krabbamein Ekki-sáðfrumu- krabbamein Alls n (%) n (%) I Æxli takmarkað við eista 44 (91,7) 32 (65,3) 76 (78,4) IIA Meinvörp <5 cm í aftanskinueitlum 3 (6,2) 7(14,3) 10(10,3) IIB Meinvörp >5 cm í aftanskinueitlum 1 (2,1) 2 (4,1) 3 (3,1) III Eitlameinvörp ofan þindar 0(0) 1 (2,0) 1 (1,0) IV Liffærameinvörp utan eitla 0(0) 7 (14,3) 7 (7,2) Alls 48 (100) 49 (100) 97 (100) LÆKNAblaðið 2011/97 145

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.