Læknablaðið - 15.02.2013, Side 12
RANNSÓKN
Tafla I. Einkenni þátttakenda í rannsókninni (meðaltöl og staðalfrávik).
Allir Karlar Konur
n=61 n=41 n=20
Aldur (ár) 61,9 ±17,8 60,1 ± 19,1 64,5 ± 14,7
Þyngd (kg) 80,5 ±18,0 83,1 ± 18,3 75,3 ±16,6
Hæð (m) 1,72 ± 0,09 1,76 ±0,07 1,65 ±0,09
Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 27,3 ± 5,3 27,0 ± 5,5 27,7 ± 4,9
vegna rifbrota eða annarra brjóstholsáverka. Upplýsingar um kyn,
aldur, þyngd, hæð og ástæðu innlagnar voru fengnar úr sjúkra-
skrám sjúklinga.
Rannsóknaráætlun hlaut samþykki siðanefndar Landspítala
(erindi 29/2011), lækningaforstjóra Landspítala (tilv. 16, 04.05.2011)
og tilkynning vegna vinnslunnar var send til Persónuverndar (til-
vísunarnúmer: S5264).
Orku- og próteinneysla
Næringargildi, þar með talið orku- og próteininnihald, allra mál-
tíða sem framreiddar eru frá eldhúsi Landspítala hefur verið áætlað
með aðstoð íslenska gagnagrunnsins um efnainnihald matvæla.23
Daglegar máltíðir eru 5 talsins; morgunverður, hádegisverður, síð-
degishressing, kvöldverður og kvöldhressing. Þannig var hægt að
áætla orku- og próteininnihald hverrar máltíðar fyrir sig sem borin
var fram fyrir þátttakendur í rannsókninni. Við lok hverrar mál-
tíðar voru matarbakkar þátttakenda færðir inn í býtibúr þar sem
rannsóknaraðilar vigtuðu (Philips Essence HR 2393) allan mat og
drykk sem skilinn var eftir á bakkanum. Vigtun og skráning fór
fram í þrjá daga samfellt fyrir hvern þátttakanda. Neysla matar og
drykkjar sem ekki tilheyrðu aðalmáltíðum dagsins (millibitar) var
skráð sérstaklega, þar með talið neysla næringardrykkja. Skrán-
ing á neyslu millibita var fyrst og fremst í höndum starfsfólks
deildarinnar, en eins fóru rannsakendur yfir skráninguna með
þátttakendum til að ganga úr skugga um að ekkert hefði gleymst.
Rannsakendur voru á deildinni þegar meginmáltíðir dagsins voru
bornar fram og voru þar af leiðandi í góðum tengslum við þátttak-
endur í rannsókninni. Fæðisskráning hófst með skráningu morg-
unverðar þegar liðnar voru að minnsta kosti 48 klukkustundir frá
aðgerð. Neyslan endurspeglar því orku- og próteinneyslu á þriðja
til 5. degi eftir aðgerð. Niðurstöður fæðuskráningar voru færðar
inn í næringarútreikningaforritið Kostplan (AIVO AB, Stockholm,
1996, útgáfa 1,0) sem geymir næringarefnainnihald allra máltíða
sem bornar eru fram á Landspítala. Næringarefnainnihald upp-
skrifta byggir á íslenska gagnagrunninum um næringarefnainni-
hald matvæla.23
Áætluð orku- og próteinþörf
Upplýsingar um hæð og þyngd þátttakenda voru fengnar úr
sjúkraskrá. Ef margar mælingar höfðu verið gerðar á líkamsþyngd
þátttakanda á mismunandi tímum var miðað við þyngd við inn-
skrift, fyrir aðgerð. Orku- og próteinþörf var áætluð samkvæmt
klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala.19
í klínísku leiðbeiningunum er áætlað að orkuþörf sé á bilinu 25-
30 hitaeiningar á hvert kíló líkamsþyngdar á sólarhring og pró-
teinþörf 1,2-1,5 grömm á hvert kíló líkamsþyngdar á sólarhring.
Utreikningar í þessari grein miðast við neðri mörk áætlaðrar
orku- (25 hitaeiningar/kg/sólarhring) og próteinþarfar (1,2 g/kg).
Þar sem viðmiðin eiga einungis við ef viðkomandi sjúklingur er
í kjörþyngd, var þyngd sjúklinga með líkamsþyngdarstuðul >25
kg/m2 leiðrétt áður en jöfnunni var beitt. Þetta þýðir að í stað
raunverulegrar líkamsþyngdar í kílóum var sú líkamsþyngd sem
samsvaraði líkamsþyngdarstuðli 25 kg/m2 notuð við áætlun orku-
og próteinþarfar.
Mat á næringarástandi
Næringarástand sjúklinga var metið með 7 spurninga gildismetnu
eyðublaði sem mælt er með að notað sé við mat á næringarástandi
sjúklinga.1'2,19 Eyðublaðið inniheldur spurningar um líkamsþyngd-
arstuðul, ósjálfrátt þyngdartap, lystarleysi, skurðaðgerð og aðra
þætti sem tengjast næringarástandi. Stig eru gefin eftir svörun
spurninga og fyrir þann sjúklingahóp sem rannsóknin náði til
gefa 0-2 stig til kynna litlar líkur á vannæringu (skilgreindir sem
„vel nærðir" í niðurstöðum þessarar greinar), 3-4 stig bera vott um
ákveðnar líkur á vannæringu (skilgreindir sem „í hættu á van-
næringu" í niðurstöðum) og a5 stig gefur til kynna sterkar líkur á
vannæringu (skilgreindir sem „vannærðir" í niðurstöðum).1
Úrvinnsla
Skráning gagna var gerð í Excel (Microsoft Office Excel, útgáfa
2007) en við tölfræðilegar greiningar var stuðst við tölfræðiforritið
SPSS (IBM, Statistical Package for the Social Sciences, útgáfa 20).
Orku- og próteinjafnvægi vel og vannærðra sjúklinga var borið
saman með t-prófi. Tölfræðileg marktækni var sett við p<0,05.
Niðurstöður
Helsta ástæða fyrir brottfalli var ófullkomin skráning mataræðis,
annaðhvort vegna þess að skráning einstakra máltíða hafði mis-
farist, eða að sjúklingur útskrifaðist fyrr en áætlað var. Einn hætti
þátttöku áður en rannsókn lauk og upplýsingar um hæð eða þyngd
vantaði fyrir þrjá einstaklinga. Tafla I sýnir aldur, þyngd og hæð
þeirra þátttakenda sem greiningarnar byggja á (n=61) auk líkams-
þyngdarstuðuls. Rannsókninni luku alls 39 hjartaskurðsjúklingar
og 12 lungnaskurðsjúklingar, auk 10 sjúklinga sem lagðir voru inn
af ýmsum ástæðum. Ekki var marktækur munur á áætlaðri orku-
og próteinþörf þátttakenda né metinni orku- og próteinneyslu eftir
sjúklingahópum og því var ákveðið að birta niðurstöðurnar fyrir
allan hópinn saman.
Neysla 84% þátttakenda í rannsókninni var minni en sem
svarar 25 hitaeiningum á hvert kíló líkamsþyngdar á dag (miðað
við kjörþyngd) sem eru neðri mörk áætlaðrar orkuþarfar inniliggj-
andi sjúklinga (tafla II). Neysla 89% þátttakenda var minni en 1,2
grömm af próteinum á hvert kíló líkamsþyngdar á dag, sem eru
neðri mörk æskilegrar próteinneyslu samkvæmt klinískum leið-
beiningum.19 Hvorki reyndist marktækur munur á orkuneyslu né
próteinneyslu þátttakenda á þriðja og 5. skráningardegi. Á 5. degi
eftir aðgerð náðu einungis 18% þátttakenda að fullnægja áætlaðri
orkuþörf ef miðað er við neðri mörk (25 hitaeiningar/kg/dag)
áætlaðrar orkuþarfar inniliggjandi sjúklinga. Enginn þeirra sjúk-
linga sem tóku þátt í rannsókninni fékk næringu í æð eða gegnum
sondu.
Meðalorkuinnihald máltíðanna 5 sem framreiddar voru til
þátttakenda í rannsókninni frá eldhúsi Landspítala var 1747 hita-
einingar á dag og veittu þær að jafnaði 79 grömm af próteinum á
dag. Eins og sjá má í töflu II var heildarorkuneysla dagsins 1370
72 LÆKNAblaðiS 2013/99