Læknablaðið - 15.02.2013, Qupperneq 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR
ingaratriði. Þá segir Ingi Steinar að verið
sé að skoða hvort Embætti landlæknis
geti ekki greitt fyrir opnun á aðgangi að
Heilsugátt fyrir aðila utan Landspítala.
„Með aðgangi að nýja lyfjagagna-
grunninum, sem er rauntímagrunnur,
geta læknar fljótlega í fyrsta skipti skoðað
óafgreidda lyfseðla í lyfseðlagáttinni, séð
stöðu á fjölnota lyfseðlum og séð alla af-
greidda lyfseðla. Upplýsingarnar takmark-
ast við þrjú ár aftur í tímann en einnig er
unnið að aðgangi fyrir almenning. Sam-
hliða þessari vinnu er unnið að ýmsum
endurbótum á lyfseðlagáttinni, til dæmis
munu læknar geta ógilt lyfseðla í gátt-
inni, þeir fá aðvörun ef sending lyfseðils
tekst ekki eða gleymist, birting upplýsinga
á lyfseðli hjá lækni og apóteki verður
samræmd og undanþágulyfseðlum verður
komið í rafrænt umhverfi."
Að sögn Inga Steinars er þetta allt
liður í þeirri þróun rafrænnar upplýsinga-
miðlunar innan heilbrigðisþjónustunnar
sem ætlað er að vinna að sameiningu og
samhæfingu þeirra margvíslegu og flóknu
upplýsinga sem unnið er með.
„Verið er að innleiða nýja útgáfu af
Sögukerfinu sem felur í sér breytingalista
upp á 82 blaðsíður. Það er margt nýtt í
þessari útgáfu og henni verður fylgt eftir
um allt landið með kynningu fyrir heil-
brigðisstarfsfólk. Unnið er að sérstökum
Road Map-samningi um Sögukerfið til
næstu þriggja ára þar sem betra notenda-
viðmót, yfirsýn og leitarmöguleikar verða
meginmarkmiðin. Við höfum einnig
verið að vinna að þróun RAI-kerfisins
en á síðasta ári var RAI-mælitæki fyrir
heimaþjónustu og hjúkrunarheimili klárað
og á þessu ári verður unnið að ýmsum
verkefnum, en samþætting RAI-kerfa við
önnur kerfi er stærsta verkefnið."
Ingi Steinar nefnir að lokum ýmis
önnur verkefni, svo sem tengingu ytri
kerfa einsog RISK og EXPEDA inn í Sögu,
sjúklingagátt og miðlæga mæðraskrá. „Ég
gæti nefnt fleira en látum þetta nægja að
sinni," segir Ingi Steinar að lokum.
1P
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Yfirlæknir sjúkrasviðs
Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirlæknis við sjúkrasvið HSu á Selfossi.
Staðan er laus frá 1. júní 2013 eða eftir samkomulagi. Stöðuhlutfall er 100% eða samkomulag, auk vakta.
Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands.
Leitað er eftir lækni með sérmenntun í lyflækningum og áhersla er lögð á hæfileika á sviði samskipta,
samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Stjórnunarmenntun og/eða reynsla er kostur.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2013.
Upplýsingar veitir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, í síma 868-1488
eða á netfanginu oskar@hsu.is.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Óskari Reykdalssyni,
framkvæmdastjóra lækninga.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands varstofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sel-
fossi. Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 20.000 ibúa á Suðurlandsundirlendinu.
Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 28 legu- og dagdeildarrúmum og
40 hjúkrunarrúmum. Stofnunin sinnir ennfremur heilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni.
Alls eru um 225 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
LÆKNAblaðið 2013/99 91