Læknablaðið - 15.02.2013, Page 36
Undirbúningsnefnd Læknadagannci var klappað lof í lófa fyrir vel unnið starf Frá vinstri: Össur Ingi Emilsson, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Ólafur H. Samúelsson, Gerður Grön-
dal, Arna Guðmundsdóttir og Margrét Aðalsteinsdóttir.
Læknadagar 2013
Öflugt og
vandað
vísindaþing
Árlegum Læknadögum í Hörpu lauk
föstudaginn 25. janúar eftir fimm daga
törn; að vanda rak spekingaglíman
endahnútinn á þétta og fjölbreytta dag-
skrána sem staðið hafði sleitulaust frá
því í bítið á morgnana og fram á kvöld
alla dagana. Læknafélag Reykjavíkur
efndi síðan til árshátíðar á laugardags-
kvöldið með glæsilegum matseðli,
gamanmálum og dansi.
„Ég er mjög sátt við þessa síðustu Lækna-
daga sem ég stýri," sagði Arna Guð-
mundsdóttir en hún tilkynnti á síðasta
ári að hún vildi láta af starfi sem fram-
kvæmdastjóri Fræðslustofnunar Lækna-
félags íslands. Við starfinu tekur Gunnar
Bjarni Ragnarsson sem starfaði við hlið
Örnu að skipulagi þessara Læknadaga og
kvaðst hann taka við góðu búi. „Lækna-
dagar eru í góðum farvegi og hafa fest sig
í sessi hér í Hörpu. Húsið hentar okkur
mjög vel og ég geri ekki ráð fyrir breyt-
ingum á fyrirkomulagi þeirra. Ég sé fyrir
mér að við munum leggja enn frekari
áherslu en áður á tæknilegu hliðina og
munum reyna að taka upp á myndbönd
sem mest af fyrirlestrum og málþingum
Margrét Aöalsteinsdóttir og Arna Guömundsdóltir ánægðar meö árangurinn.
Gísli Vigfússon og Haukur Hjaltason Itöfðu margt aö spjalla.
96 LÆKNAblaðið 2013/99