Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Reynsla fullorðinna íslendinga af líkamlegum refsingum og ofbeldi í æsku Geir Gunnlaugsson1 læknir, Jónína Einarsdóttir2 mannfræðingur ÁGRIP Inngangur: Líkamlegar refsingar barna og ofbeldi geta haft neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan þeirra, Markmið rannsóknarinnar var að skoða reynslu fullorðinna íslendinga af líkamlegu ofbeldi í æsku, meta umfang hennar, réttlætingu þolenda og áhrif á mat á uppeldi. Efniviður og aðferðir: Af slembiúrtaki 1500 fullorðinna íslendinga úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, tóku 977 (65%) þátt. Þeir voru spurðir í símtali um mat á uppeldi sínu, og reynslu af 5 tilteknum formum líkamlegra refs- inga og umfang þeirra, auk opinnar spurningar um önnur form. Niðurstöður: Af 968 svarendum mátu 810 (84%) að uppeldi þeirra hafi verið gott. Alls 465 þátttakendur (48%) sögðu frá bernskureynslu af að minnsta kosti einu formi líkamlegra refsinga og voru flengingar algeng- astar (29%). Svarendur sem voru þrjátíu ára og eldri voru 1,9 sinnum líklegri til að hafa slíka reynslu borið saman við þá sem voru yngri (95% Cl 1,4-2,6) og karlar voru 1,6 sinnum líklegri en konur (95% Cl 1,2-2,0) til að segja frá slíkri reynslu. Þeim sem var refsað oft töldu marktækt oftar að refsingin hafi aldrei verið réttlætanleg (OR=6,5; 95% Cl 1,8-22,9) og voru líklegri til að telja uppeldi sitt hafi verið slæmt eða ásættanlegt (OR=10,2; 95% Cl 4,7-21,9) borið saman við þá sem höfðu enga slíka reynslu. Ályktun: Líkamlegum refsingum var marktækt minna beitt í æsku svarenda sem voru fæddir um og eftir 1980 en þeirra sem fæddust fyrr. Vaxandi umræða og skilningur á réttindum barna og breyttar hugmyndir um uppeldi þeirra hefur stutt við slíka þróun. ’Embætti landlæknis og Háskólanum í Reykjavík, 2félags- og mannvísindadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Geir Gunnlaugsson geirQlandlaeknir. is Greinin barst 3. nóvember 2012, samþykkt til birtingar 27. mars 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur ísland er eitt af 33 ríkjum heims sem hafa bannað lík- amlegar refsingar.1 Það bann endurspeglar breytingar hér á landi á viðhorfum til refsinga barna frá því að „Tilskipan um húsagann á íslandi" var sett árið 1746.2 Með henni var íslenskum foreldrum gert skylt að refsa börnum sínum „með hendi og vendi eftir ásigkomulagi yfirsjónarinnar." Húsagatilskipanin markaði tímamót í lagasetningu um uppeldi barna á íslandi. I Svíþjóð hafa viðhorf til líkamlegra refsinga breyst mikið á hálfri öld, en algengi þeirra hefur minnkað verulega síðan þær voru bannaðar með lögum árið 1979 3,4 gngU aQ sl'ður er ofbeldi gegn börnum þar enn vandamál.5 Spurningakannanir sem lagðar voru fyrir ungt fólk þar í landi sýna að árið 1995 höfðu 30% verið flengdir en um 13% á tímabilinu 2000-2006. Niður- stöður rannsókna sem byggja á frásögnum foreldra eru þær að nánast öllum sænskum börnum hafi verið refsað líkamlega árið 1960, um helmingi þeirra árið 1980 og 14% árið 2000.6 í Bandaríkjunum er alvarlegt líkamlegt ofbeldi gegn börnum á undanhaldi.7 Kannanir frá 1975, 1985, 1995 og 2002 sýna þó að flengingar barna á leik- skólaaldri eru þar víða viðtekin venja og algengt er að börn séu barin með ýmiss konar áhöldum.3-8 Ofbeldi gegn börnum og illri meðferð á þeim hefur verið skipt í fjóra meginflokka: líkamlegt ofbeldi, and- legt (eða tilfinningalegt) ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu.9-11 Á allra síðustu árum er farið að skil- greina reynslu barna sem lenda í eldlínu átaka foreldra sem fimmtu tegund ofbeldis gagnvart þeim.11 Rann- sóknir hafa sýnt að reynsla af ofbeldi í æsku hefur nei- kvæð áhrif á heilsu og vellíðan einstaklinga til skemmri og lengri tíma.61I1J Mörk ofbeldis og refsinga barna geta þó verið óljós og einnig hvað telst vera ásættanleg harka við beitingu líkamlegra refsinga.15'16 I 19. grein Barnasáttmálans er aðildarríkjum uppá- lagt að vernda börn gegn hvers konar ofbeldi, meðal annars með því að efla löggjöf og stjórnsýslu.17 í samræmi við þá skyldu kveður V. kafli Barnalaga nr. 76/2003, 28. gr. á um að forsjá barns feli í sér „skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkam- legu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi." í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar íslands frá 22. janúar 2009 (nr. 506/2008)18 sem sýknaði sambýlismann móður af ákæru um að hafa beitt tvo syni hennar kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi, samþykkti Alþingi 16. apríl árið 2009 breytingar á Barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þar með var tekinn af allur vafi um að óheimilt er að beita börn slíku ofbeldi. Á síðustu árum hefur kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hér á landi fengið vaxandi athygli en minna fjallað um aðrar tegundir ofbeldis.19 Þegar ofbeldi gegn börnum varð viðfangsefni rannsókna í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar, var athygli beint að misþyrm- ingu á börnum (battered baby syndrome).20 Talið var að slíkt ofbeldi væri fátítt hér á landi, enda fá skráð til- felli.21 í rannsókn frá 1994 töldu 7% fjölskyldna líkam- legar refsingar ásættanlega uppeldisaðferð.22 Rannsókn meðal 14-15 ára unglinga á íslandi leiddi í ljós að um 7% þeirra höfðu orðið vitni að líkamlegu ofbeldi full- orðinna á heimili sínu og um 6% þeirra höfðu sjálf orðið fyrir slíku ofbeldi.23 í dag er hugtakið heimilisofbeldi vel þekkt meðal grunnskólabarna, en um 70% 10 ára barna og um 94% 14 ára unglinga þekkja til þess.24 Þessar niðurstöður endurspeglast í nýlegri samantekt LÆKNAblaðið 2013/99 235

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.