Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 30
UMFJÖLLUN O G GREINAR Sjúklingum með persónuleikaröskun fer fjölgandi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Borderline-persónuleikaröskun var lengi vel notað sem hálfgerð ruslakista fyrir sjúklinga sem þóttu erfiðir og ill- greinanlegir," segir Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir sem skipulagði ásamt fleirum málþing á Læknadögum í janúar um Borderline-persónuleikaröskun. „Á fjórða áratug síðustu aldar var banda- rískur geðlæknir og sálgreinir, Adolph Stein að nafni, sem taldi að þessi röskun væri forstigseinkenni geðklofa, og þaðan kemur heitið Borderline," segir Halldóra. „Stein veitti því athygli að sumt fólk sem kom í sálgreiningu og virtist nokkuð eðlilegt þegar það lagðist á bekkinn, varð hálfsturlað eða alsturlað og hann taldi þetta byrjunareinkenni eða vægt form af geðklofa. Það liðu þó ekki mörg ár þar til geðlæknar áttuðu sig á því að þetta var ekki geðklofi heldur annað fyrirbæri, en lengi var þetta notað sem hálfgerð rusla- kista fyrir sjúklinga sem þóttu erfiðir og var næstum því skammaryrði. Fyrir aldar- fjórðungi birtist grein í bresku læknablaði undir fyrirsögninni: Sjiíklingarnir sem geðlæknarnir þola ekki! Greinin var reyndar skrifuð til varnar sjúkdómnum en þessi neikvæðni hefur viljað loða við hugtakið sem í Bandaríkjunum er kallað Borderline Personality Disorder en í alþjóðlegum geðlæknisfræðum er það kallað Unstable Personality Disorder og er á íslensku nefnt persónuleikaröskun með óstöðugum geð- brigðum." Talsvert rannsakað á seinni árum Formlegar rannsóknir á persónuröskun hófust seint á sjöunda áratugnum í Banda- ríkjunum og þar var sjúkdómshugtakið staðfest árið 1980 og 12 árum síðar al- þjóðlega að sögn Halldóru. „Þannig hefur þetta þróast og flokkast með öðrum persónuleikaröskunum sem eru taldar alls 10 og er Borderline aðeins ein þeirra. Það er misjafnt hversu vel rannsakaðar þessar persónuleikaraskanir eru en Borderline hefur verið talsvert mikið rannsakað á seinni árum og einkennin eru talin 9 og 254 LÆKNAblaðið 2013/99 ef einstaklingurinn hefur 5 þeirra fellur hann undir greininguna." Halldóra segir að greining á persónu- leikaröskun sé oft mjög flókin og tímafrek. „Undirliggjandi orsakir geta verið marg- víslegar og flóknar þó einkennin séu greinileg. Þetta er því sumpart eins konar regnhlífarhugtak og gagnið af greining- unni er fyrst og fremst praktískt varðandi meðferð. Það hefur komið í ljós að sjúk- lingar í þessu ástandi sækja mjög í geð- þjónustuna og þeim virðist fara fjölgandi. Við erum því að sjá birtingarform pers- ónuleikaröskunar í æ meira mæli. Þessir sjúklingar hafa reynst heilbrigðis- og vel- ferðarkerfinu dýrir, þar sem margir þeirra lenda á örorku, þeir eru oft mjög veikir og okkur hefur gengið illa að lækna þá." Halldóra segir meðal helstu einkenna vera síendurtekið sjálfskaðandi atferli. „Sjúklingar skera sig eða brenna, taka of- skammta af lyfjum, þetta eru kannski ekki beinlínis sjálfsvígstilraunir heldur sjálfs- skaði. Margir aðrir sjúklingar sem ekki eru haldnir persónuleikaröskun gera þetta líka en þetta er þó eitt algengasta einkennið. Áður fyrr var talið að þetta væri merki um athyglissýki sjúklingsins en rannsóknir hafa sýnt að sjúklingurinn gerir þetta til að létta á innri spennu og draga með því úr mjög sárri vanlíðan. Annað einkenni er mjög óstöðug geð- brigði. Sjúklingar sveiflast mjög hratt á milli stórra geðbrigða, úr reiði í gleði, gleði í depurð, en þetta er ekki eins og hjá geð- hvarfasjúklingum þar sem sveiflurnar eru lengri og meira viðvarandi. Hjá persónu- leikaröskuðum einstaklingi eru sveifl- urnar mjög snöggar og þær valda því að hugsunin verður á köflum ansi órökrétt. Reiðiköst og hvatvísi gera samskipti við aðra oft mjög erfið og langvarandi innri vanlíðan með miklu vonleysi geta gert ein- staklinginn ófæran um að eiga eðlilegt líf." Erfðir og umhverfi Fleiri konur en karlar leita meðferðar á geðdeildum við persónuleikaröskun en sá munur birtist ekki jafnskýrt í faralds- fræðilegum rannsóknum að sögn Hall- dóru. „Konurnar eiga auðveldara með að leita sér hjálpar. Karlmenn með persónu- leikaröskun lenda oftar í útistöðum við yfirvöld, ofbeldiskennd hegðun kemur þeim í fangelsi og einnig virðast þeir nota meira af fíkniefnum en konurnar. Þetta er þó ekki fullrannsakað og það má einnig greina skörun á milli andfélagslegrar rösk- unar og persónuleikaröskunar sem gerir útistöður við lög og reglur líklegri en ella." Þegar fer saman persónuleikaröskun og fíknisjúkdómur segir Halldóra að mjög erfitt sé að meðhöndla sjúklinginn nema hann nái sér útúr fíkniefnaneyslunni. „Það er eiginlega útilokað að meðhöndla pers- ónuleikaraskaðan einstakling sem er á kafi í eiturlyfjum. Það segir sig nánast sjálft. Það eru um 30% persónuleikaraskaðra ein- staklinga sem glíma við alvarlegan fíkni- vanda líka. Þeir sem eru leiðandi á þessu sviði hafa þróað sérstök úrræði fyrir þessa einstaklinga og þau úrræði sem við getum boðið gagnast þessum einstaklingum ekki. Ef þessu er snúið á hinn veginn þá gengur líka illa að meðhöndla persónuleikarask- aða einstaklinga við fíknivanda, þannig að þetta er mjög erfitt og vandmeðfarið." Arfgengi persónuleikaröskunar er talsvert og hefur verið staðfest með rann- sóknum að sögn Halldóru. „Skapgerðar- einkenni sem fylgja persónuleikaröskun eru arfgeng, einnig taugaþroskaraskanir, einkum ADHD, en talsvert stór hluti af persónuleikaröskuðum einstaklingum eru líka með ADHD. Á hinn bóginn eru flestir sem eru með ADHD ekki með persónu- leikaröskun, þannig að skörunin er mest á annan veginn. Umhverfisþættir vega þungt, en um 60% sjúklinga hafa verið misnotaðir kynferðislega. Við sjáum í þessum hópi fólk með langvinna áfallastreitu, allt frá því það var börn, og hana þarf þá að með- höndla samhliða." Þrátt fyrir oft á tíðum flókna og erfiða greiningu segir Halldóra að notast sé við mjög ítarleg og gagnleg greiningarpróf og stöðluð rannsóknarviðtöl sem leiði yfirleitt hið rétta í ljós. „Oft blasir þetta þó bara við i

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.