Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN
á rannsóknum á ofbeldi gegn börnum á grunnskólaaldri.25 Hún
sýnir að mörg þeirra hafa reynslu af ofbeldi á heimilum sínum
sem hefur neikvæð áhrif á heilsu þeirra og líðan.
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða reynslu fullorðinna
íslenskra ríkisborgara af líkamlegu ofbeldi og refsingum í æsku,
meta umfang hennar, réttlætingu þolenda og áhrif slíkrar reynslu
á mat á uppeldi.
Efniviður og aðferðir
Tekið var 1500 manna slembiúrtak íslendinga 18 ára og eldri
úr þjóðskrá. Spyrlar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla
íslands hringdu í þá sem voru í úrtakinu á tímabilinu 19. október
til 10. nóvember 2010. Alls tóku 977 þátt í könnuninni (65%) en
hún var hluti af svokölluðum spurningavagni stofnunarinnar. í
slembiúrtakinu var hlutfall karla og kvenna, aldur og búseta þeirra
sambærileg við hlutfall svarenda. Svarhlutfall í aldurshópnum 60
ára og eldri var þó heldur lægra en í hinum aldurshópunum (61%
borið saman við 65-67% í öðrum aldurshópum).
Fyrst var spurt hvort svarandi teldi sig hafa fengið gott, ásættan-
legt eða slæmt uppeldi. Þá fylgdu spurningar um líkamlegar refs-
ingar, refsingar af sálrænum toga og upplifun af vanrækslu. Hér
verður eingöngu fengist við niðurstöður er varða líkamlegar refs-
ingar. Hafa ber í huga að refsingar sem áður þóttu sjálfsagðar eru í
dag bannaðar með lögum og teljast til ofbeldis. Því var spurt með
þeim hætti að svarendur gæfu upp reynslu sína hvort sem þeir litu
sjálfir á þá meðferð sem þeir urðu fyrir sem refsingu eða ofbeldi.
Svarandi var beðinn um að segja til um reynslu sína af 5 form-
um líkamlegra refsinga (flenging, kinnhestur, vera hristur, slegið
á fingur og snúið upp á eyru) auk opinnar spurningar um aðra
reynslu. Þá var spurt um umfang þeirra og voru valmöguleikarnir
aldrci, einu sinni, nokkrwn sinnum, oft og mjög oft fyrir hvert form
fyrir sig. Ef um var að ræða aðra reynslu af líkamlegu ofbeldi en
spurt var um, var viðkomandi beðinn um að lýsa þeirri refsingu
með eigin orðum. í framhaldinu var spurt hver hefði beitt refsing-
unum, það er faðir, móðir eða einhver annar forsjáraðili. Einnig
var spurt um mat viðmælenda á því hvort refsingarnar hefðu verið
réttlætanlegar, með svarmöguleikunum alltaf oft, stundum, sjaldan
eða aldrei.
Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við SPSS (vl7,0 fyrir Win-
dows og vl9,0 fyrir Apple) og JMP v6 fyrir Macintosh. Lýsandi töl-
fræði var notuð og marktektarprófið kí-kvaðrat notað til að meta
hvort tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) væri á hlutföllum
mismunandi hópa. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta
áhrif bakgrunnsbreyta. Líkindahlutfall (OR) var reiknað með 95%
öryggisbili (CI).
Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Ekki er um pers-
ónugreinanleg gögn að ræða og vilji til að svara spurningunum
var tekinn sem upplýst samþykki um þátttöku.
Tafla I. Bakgrunnur svarenda.
N n (%)
Kyn 977
Karl 471 (48)
Kona 506 (52)
Aldur (ár) 977
18-29 214(22)
30-39 160 (17)
40-49 172 (18)
50-59 199(20)
60- 232 (23)
Búseta 977
Höfuðborgarsvæði 599 (61)
Landsbyggð 378 (39)
Menntun 964
Grunnskóli 276 (29)
Framhaldsskóli 355 (37)
Háskóli 333 (34)
Hjúskaparstaða 959
Gift/ur 506 (53)
Sambúð 189(20)
Ógift/ur 195(20)
Fráskilin/n 33(3)
Ekkill/ekkja 36(4)
Tekjur (þúsund krónur) 792
<150 174(22)
150-299 219(28)
300-549 306 (38)
550- 93 (12)
Líkamlegar refsingar
Af 977 einstaklingum sem tóku þátt í könnuninni svöruðu 12 (1%)
ekki spurningum um líkamlegar refsingar. Samtals 465 svarendur
(48%) gáfu upp að þeir hefðu reynslu af að minnsta kosti einu
formi líkamlegra refsinga. Enginn marktækur munur var á bak-
grunni svarenda (tafla I) sem höfðu reynslu af líkamlegum refs-
ingum og þeim sem höfðu enga slíka reynslu, nema hvað varðar
aldur. Meðalaldur þeirra sem höfðu verið beittir líkamlegum refs-
ingum var 48,2 ár miðað við 44,4 ár hjá þeim sem sögðust ekki
hafa slíka reynslu (p=0,0007). Um helmingur í hverjum aldurshópi
hafði reynslu af líkamlegum refsingum, nema í yngsta aldurs-
hópnum þar sem rétt rúmur þriðjungur svaraði því játandi (tafla
II). Þeir sem voru 30 ára og eldri voru nær tvöfalt líklegri til að hafa
reynslu af líkamlegum refsingum borið saman við þá sem voru
yngri (OR=l,9; 95% CI 1,4-2,6). Karlmenn voru 1,6 sinnum líklegri
til að segja frá reynslu af líkamlegum refsingum en konur (95 %
CI1,2-2,0).
Niðurstöður
Meðalaldur þátttakenda var 46,3 ár (miðgildi 46,0; spönn 18-94).
Sá elsti var fæddur árið 1916 en þeir yngstu árið 1992. Bakgrunni
þátttakenda er lýst í töflu I.
Tafla II Hlutfall svarenda med reynslu af líkamlegum refsingum iæsku.
Svöruðu já, %
Yngri en 30 ára (n=110) 36
30-49 ára (n=329) 49
50-69 ára (n=328) 53
70 ára og eldri (n=98) 52
236 LÆKNAblaöið 2013/99
i