Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Heilfjölskylda af járnkörlum. Sara Elísabct,
Anna Kristín, Jón Hinrik og ættfaðirinn
Höskuldur Kristvinsson.
bróðir Barböru. „Við vorum búin að reikna
út að ég þyrfti um 300 kaloríur og 0,6-07
lítra af vökva á klukkustund. Ég var að
borða banana, samlokur, heita súpu og
hnetusmjör meðan ég var að hjóla en eftir
að hlaupið byrjaði minnkaði matarlystin
en þá var Anna dugleg við að koma kalorí-
unum ofan í mig. Ég hefði aldrei klárað
þetta án aðstoðar þeirra."
Þegar talið berst að framtíðarplönum
verður Höskuldur dularfullur á svip.
Langar hann kannski til að taka þre-
faldan? Eða fimmfaldan? Jafnvel tífaldan?
Þetta er allt í boði. Eða eitthvað allt annað?
„Ég hef nú ekki tekið neina ákvörðun
um það ennþá. En mér finnst gaman að
þessu og einhverra hluta vegna á það
ágætlega við mig að vera að svona lengi.
Maður kemst í eitthvað hugarástand sem
erfitt er að lýsa með orðum en tíminn er
merkilega fljótur að líða við þessar að-
stæður."
Anna Kristín skýtur inn að líklega
væri ekki rétt að mamma hennar læsi í
Læknablaðinu að Höskuldur hygði á enn
frekari landvinninga. „Nei, það stendur
heldur ekki til," segir hann en bætir því
við að hann sé með annað markmið fyrir
næsta ár. „Mig langar að taka þátt í sex
daga hlaupi þar sem endanleg vegalengd
eftir sex sólarhringa ræður úrslitum.
Svona hlaup er skipulagt í New York og
reyndar víðar en ekki alls staðar með
sama sniði. Svona keppni naut vinsælda í
Bandaríkjunum og Evrópu fyrir meira en
100 árum og hefur á síðustu árum notið
aukinna vinsælda að nýju."
Dóttirin heilluö af þríþrautinni
Anna Kristín segir að þau systkinin hafi
alltaf vanist því að stunda hreyfingu og
tekið þátt í ýmsum íþróttum á grunn-
skólaaldri. „í menntaskólanum byrjaði ég
að hlaupa og hjólaði líka talsvert en mér
leist samt ekkert á blikuna þegar pabbi og
Jón Hinrik voru að æfa fyrir járnkarlinn í
Wisconsin 2009. Það var svo þegar ég var
að fylgjast með þeim í keppninni á netinu
sem það hvarflaði að mér í fyrsta sinn að
gaman væri að taka þátt í svona keppni."
Hún segir þau hafa skráð sig ári fyrr
í járnkarlinn í Wales í september 2012 og
æfingar hófust í janúar. „Ég var í ágætu
formi en hafði litla þjálfun í sundi og hjól-
reiðum. Ég gat til dæmis ekki synt meira
en 50 metra á skriðsundi í upphafi. Við
fórum á skriðsundnámskeið og síðan var
æft stíft og það skilaði sér því sundtíminn
minn í keppninni var 1 klukkstund og 10
mínútur, sem var mun betra en ég hafði
gert ráð fyrir. Það reyndist svo töluvert
öðruvísi að keppa í sundi í járnkarlinum
en að æfa í sundlaug. Þarna ruddust tvö
þúsund manns út í vatnið samtímis og
það er miskunnarlaust synt yfir mann
og sparkað ef maður er fyrir. Ég byrjaði
reyndar frekar aftarlega til að forðast
þvöguna og eftir fyrstu mínúturnar var
þetta orðið ágætt og ég gat synt mitt
sund."
Anna Kristín segist hiklaust ætla að
keppa aftur í járnkarli en þá verði valin
léttari braut. „I sumar ætla ég að hlaupa
Laugaveginn í fimmta sinn en síðan
er stefnan sett á járnkari á næsta ári
kannski."
Er ráðstefna framundan?
Alhliða skipulagning ráðstefna ogfunda
Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is
REYKJAVIK
258 LÆKNAblaðið 2013/99