Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 25
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Það mikilvægast við rannsóknarvinnuna er að fá að taka þátt íað skapa nýja þekkingu en það lilýtur að vera eitt af lykilhlutverkum háskólasjúkralniss sem vill standa undir nafni," segir Davíð O. Arnar handhafi vísindastyrks úr verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar í ár. ég að einstaklingar vilji að hjartað vinni sína vinnu án þess að þeir verði varir við það. Þessi tilfinning að vera meðvitaður um hjartsláttinn er mörgum mjög óþægi- leg. Gáttatif getur sömuleiðis valdið mæði og úthaldsskerðingu sem getur verið mjög lúmsk. Afleiðingar gáttatifs til lengri tíma geta verið mjög slæmar og meðal annars valdið skemmdum á hjartavöðvanum, svokallaðri hjartabilun." Heilablóðfall er þekkt afleiðing gáttatifs og Davíð segir skýringuna að finna í því að blóðtappi geti myndast í gáttunum þegar þær dragist ekki saman. Við gáttatif hverfur gáttasamdrátturinn, blóðsegar myndast í hjartanu, sér í lagi í vinstri gáttar eyranu og seginn getur losnað og mögulega farið til heilans og valdið heila- áfalli með tilheyrandi lömunareinkennum. Heilaáfall veldur oft og tíðum verulegri færniskerðingu og getur dregið úr getu aldraðra til að búa áfram heima hjá sér." Til að fyrirbyggja blóðtappamyndun hjá gáttatifssjúklingum eru þeim gefin blóðþynningarlyf. Davíð segir að þetta sé mjög áhrifarík meðferð en vandmeðfarin þar sem blóðþynning geti sömuleiðis aukið hættuna á alvarlegum blæðingum. „Því þarf að velja þá sem eiga að fá blóðþynn- ingu vel og við styðjumst við ákveðin skil- merki í því tilliti. Kostirnir umfram galla meðferðarinnar eru þó í flestum tifellum ótvíræðir. í rannsókn sem við gerðum á Landspítala og á heilsugæslunni Sólvangi og birtum árið 2003 kom í ljós að mun færri gáttatifssjúklingar voru í blóðþynn- ingarmeðferð en áttu að vera það sam- kvæmt skilmerkjum þess tíma. Sambæri- legar niðurstöður komu fram í hollenskri rannsókn sem gerð var fyrir fjórum árum. Við teljum sennilegt að þessi mál séu í betri farvegi núna en kannski er tímabært að endurtaka þessa rannsókn til að komast að því hvort við höfum í raun bætt okkur á undanförnum tíu árum." Algengi gáttatifs mun þrefaldast Davíð hefur einnig starfað með Hjarta- vernd að rannsóknum á gáttatifi. Hefur hann, ásamt Hrafnhildi Stefánsdóttur lækni, meðal annars staðið fyrir stórri faraldsfræðilegri rannsókn á gáttatifi með gagnagrunn sinn af Landspítala. Spá- líkan um fjölgun tilfella gáttatifs á næstu áratugum, byggt á gögnum Hjartaverndar, sýnir sláandi niðurstöður. „Okkar spár benda eindregið til þess að algengi gáttatifs muni allt að þrefaldast á næstu 40 árum og höfuðástæðan er fjölgun aldr- aðra meðal þjóðarinnar en það er stærsti áhættuhópurinn." Sömuleiðis hafa þau Hrafnhildur unnið með vísindamönnum Hjartaverndar með gögn úr Öldrunarrannsókninni sem Hjartavernd stendur fyrir ásamt National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Þær rannsóknir snúa að afleiðingum gáttatifs á miðtaugakerfi, meðal annars á heilarúm- mál og heilablóðflæði. í þessum rannsókn- um hefur í fyrsta sinn verið sýnt fram á tengsl gáttatifs við heilarýrnun óháð heila- drepi. „Langvinnt gáttatif getur ýtt undir heilarýrnun og vitræna skerðingu sem er samsvarandi einu og hálfu ári í öldrun heilans. Þessar niðurstöður benda til áður óþekktrar afleiðingar gáttatifs og eru mjög athyglisverðar. Þessum niðurstöðum LÆKNAblaðið 2013/99 249

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.