Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 29
UMFJOLLUN O G GREINAR
standa jafnfætis löndunum í kringum
okkur og nýta þau tæki sem sannað hafa
gildi sitt og bætt árangur við aðgerðir og
stytt bataferli sjúklinga," segir Eiríkur.
„Okkar fólk sem stundar sérfræðinám
erlendis er að vinna með svona búnað
og ef við ætlum að gera okkur vonir um
að fá það hingað heim til starfa verðum
við að geta boðið sambærilegar vinnuað-
stæður og tæki og þau hafa vanist í sínu
námi. Fyrst og fremst erum við lágtækni-
sjúkrahús í þeim skilningi að við byggjum
á mannauðnum. Málið snýst því ekki
bara um nýja tækni, heldur einnig að
laða hingað hæfa einstaklinga, búa þeim í
hendur áhöld sem nú teljast staðalbúnaður
og þannig bjóða upp á samkeppnishæfa
heilbrigðisþjónustu.
Við verðum einfaldlega að bregðast við
þróuninni í sérgreinunum með þessum
hætti og útvega þann búnað sem sér-
fræðingarnir þurfa á að halda. Það er
lag núna því við höfum þegar fengið
til starfa Katrínu Kristjánsdóttur kven-
sjúkdómalækni, sem hefur hlotið þjálfun
í notkun aðgerðaþjarksins í sérnámi sínu
í Bandaríkjunum og í haust fáum við
til starfa Rafn Hilmarsson, sérfræðing
í þvagfæraskurðlækningum sem hefur
verið leiðandi í notkun tækisins í Svíþjóð
á undanförnum árum. Mér finnst því
málið vera mjög einfalt þar sem það snýst
eingöngu um peninga núna; þekkingin
er til staðar. Tækið kostar um 350 millj-
ónir og það er vissulega há upphæð og
mikil fjárfesting og kostnaður við hverja
aðgerð er töluverður, en á móti kemur að
kostnaður við legudaga sjúklinga minnkar
talsvert og einnig má meta samfélagslegan
ábata þar sem einstaklingurinn kemst
„Málið snýsl því ekki bara um nýja tækni, Iteldur
einnig að laða Itingað hæfa einstaklinga, búa þeim
í hendur áltöld sem nú teljast staðalbúnaður og
þanttig bjóða upp á samkeppnishæfa heilbrigðisþjón-
ustu," segir Eiríkur Jónsson t/firlæknir á þvagfæra-
skurðdeild Landspítala.
fyrr til vinnu en ella. Ýmis önnur jákvæð
hliðaráhrif eru af notkun tækisins sem
ekki skyldi heldur vanmeta, þar sem nýtt
fólk með nýja þekkingu og mælanlegur
bættur árangur hvetur okkur öll til dáða
til að gera enn betur og fylgjast betur með
á öllum sviðum læknisfræðinnar."
Metnaðarmál okkar allra
Það er Ijóst að spítalinn hefur ekki bol-
magn til að kaupa tækið af eigin ramm-
leik. Því hefur verið stofnaður sjóður um
tækjakaupin með þátttöku fyrirtækja og
einstaklinga. í stjórn sjóðsins sitja Brynj-
ólfur Bjarnason framkvæmdastjóri, Ólafur
Nilsson endurskoðandi, Emma R. Mar-
inósdóttir viðskiptafræðingur Landspítala,
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Lands-
virkjunar og Ágúst Jóhannesson endur-
skoðandi KPMG.
„Það er KPMG sem hefur góðfúslega
tekið að sér að sjá um vörslu sjóðsins og
margir hafa tekið vel í þessa umleitan
svo ég er bjartsýnn á að okkur takist að
safna fyrir allt að helmingi kostnaðar við
kaupin á tækinu. Líftími sjóðsins er eitt
ár, svo ef þetta tekst ekki innan þess tíma
verður peningunum einfaldlega skilað og
sjóðurinn lagður niður. Ég hef hins vegar
fulla trú á að okkur takist þetta þar sem
það er vilji stjórnenda spítalans að sækja
þá peninga sem vantar upp á, enda er
þetta metnaðarmál okkar allra sem hér
störfum," segir Eiríkur Jónsson yfirlæknir.
LÆKNAblaðið 2013/99 253
L