Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 28
UMFJÖLLUN O G GREINAR NÝJUNGAR í LÆKNISFRÆÐI da Vinci f- Notagildi þessa tækis er mjög fjölbreytt og mun nýtast mörg- um sérgreinum skurðlækninga þófyrst og fremst sé það ætlað til aðgerða á þvagfærum karla og í grindarholi kvenna. Staðalbúnaður á samkeppnishæfu sjúkrahúsi - segir Eiríkur Jónsson um Da Vinci-þjarkann Á síðustu árum hefur notkun svokallaðra aðgerðaþjarka rutt sér til rúms á sjúkra- húsum víða um veröldina. Mest er tækið notað við þvagfæraskurðlækningar en notkun þess við fjölmargar annars konar skurðaðgerðir fer vaxandi með mjög góð- um árangri. Eiríkur Jónsson yfirlæknir þvagfæraskurðdeildar Landspítala hefur haft forgöngu um söfnun fjár til kaupa á slíku tæki sem stefnt er að að verði komið í notkun á næsta ári. „Þetta er aðgerðatæki sem við köllum á íslensku þjarka þó enska heitið sé robot. Robot eða vélmenni hefur yfirleitt fyrir- fram forritaðar hreyfingar en þetta tæki er eins konar framlenging handa skurð- læknisins sem er með fingur á stjórnborði tækisins og stýrir fjórum örmum tækisins við aðgerðina. Þrír armanna eru aðgerðar- armar en sá fjórði er myndavélin sem sýnir aðgerðasvæðið og skurðlæknirinn horfir á. Að nokkru leyti er þetta eins og hefðbundin kviðsjáraðgerð en munurinn er sá að skurðlæknirinn hefur betri sýn á aðgerðasvæðið og áhöldin eru mun fíngerðari og nákvæmari. Þetta er því fremur stigsmunur en eðlismunur á opinni aðgerð, með miklu nákvæmari sýn og 252 LÆKNAblaðið 2013/99 áhöldin gera hreyfingar mun fjölbreyttari en hægt er með höndunum því hver armur getur snúist um 360°. Fyrir skurðlækninn er aðgerðin líkamlega auðveldari, sem er einnig mjög jákvæður kostur fyrir alla hlutaðeigandi. Með þessu tæki er inngripið mun minna og bataferlið því skjótara en ella og þá má vænta þess að hlífa betur við- kvæmri starfsemi líffæra eins og til dæmis þegar um er að ræða brottnám á blöðru- hálskirtli hjá karlmönnum eða þvagblöðru. Þetta eykur mjög líkur á að hægt sé að hlífa æðum og taugum sem sjá um stinn- ingu limsins og starfsemi ytri þvagloku. I höndum þeirra sem hafa góða færni í notkun tækisins má reikna með að stinn- ingarvandi sjúklinga minnki úr 40-50% tilfella í 20%." Um 300 aðgerðir á ári Eiríkur segir að á undanförnum 10 árum hafi aðgerðaþjarkinn komið til sögunnar á flestum stærri sjúkrahúsum austan hafs og vestan. „Þjarkinn hefur í raun tekið við víðast hvar og þykir sjálfsagður búnaður í dag. Mest er tækið notað á þvagfæra- skurðdeildum, einnig við aðgerðir á nýrum og nýrnaleiðara en það er líka mikið notað af kvensjúkdómalæknum við aðgerðir í grindarholi, einnig við almennar kviðarhols- og brjóstholsskurðaðgerðir hjá börnum og fullorðnum. Þá má telja aðgerðir vegna krabbameins í endaþarmi, hlutabrottnámi lungna og jafnvel aðgerðir í munnholi og koki. Notagildi tækisins er því mjög fjölbreytt og það mun nýtast mörgum sérgreinum skurðlækninga þó fyrst og fremst sé það ætlað til aðgerða á þvagfærum karla og í grindarholi kvenna." Eiríkur segir að þegar tækið verði komið í fulla notkun megi reikna með að aðgerðafjöldi á ári sem tækið nýtist við sé vel á þriðja hundrað. „Árlega fara á milli 50-60 karlar í aðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Aðgerðir vegna brott- náms þvagblöðru og hluta nýra eru í kringum 50 á ári og fjöldi aðgerða í grindarholi kvenna er um 100 á ári. Aðrar aðgerðir gætu orðið á milli 50 og 100 á ári." Staðalbúnaður nútímasjúkrahúsa „Það má spyrja hvers vegna við hér á Landspítalanum séum að vasast í því að kaupa svo dýr tæki. Svarið er að við viljum J

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.