Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 19
1.0-
ac
3096 -
2096 -
1096 -I
Agatston skor
1 Lokað
■ 70-9996
■ 50-6996
■ 30-4996
□ 1-2996
□ Opið
E
(«
0.8“
0.6-
0.4-
0^4 0^6
1 - Sértæki
— Heildar Agatstonskor
---Viðmiðunarllna
Mynd 2. Súlurit sem sýnir hvernig hlutfall kransæðaþrenginga skiptisl eftir því hvort
tölvusneiðmynd afkransæðum (TS) eða hjartaþræðing (þræðing) greinir þrenginguna
við mishátt Agalston-skor.
>400. Kalkmagn í kransæðum jókst með aldri eins og mynd 1
sýnir. Miðgildi Agatston-skors var hæst í LAD, þá RCA, LCX og
lægst í LM, bæði hjá körlum og konum. Meðaltími á milli TS og
hjartaþræðingar var 67 dagar (±47 dagar).
Veik en marktæk fylgni (tafla II) var á mældum kransæða-
þrengslum milli TS og hjartaþræðingar miðað við sex stiga flokk-
un (kappa-gildi, = 0,29 (p 0,001)). Mynd 2 sýnir hversu vel TS og
hjartaþræðingu ber saman þegar greina á kransæðaþrengingar í
1668 kransæðasvæðum við mismunandi Agatston-skor. Allt í allt
greindi TS 638 kransæðasvæði án þrenginga en hjartaþræðing 821.
Af þeim voru rúm 55% (TS) og rúm 58% (hjartaþræðing) með Agat-
ston-skor hærra en 100. Kransæðasvæði með 50-100% þrengingu
voru alls 554 samkvæmt TS en 448 samkvæmt hjartaþræðingu. Af
þeim höfðu um 52% (TS) og 54% (hjartaþræðing) Agatston-skor
yfir 400. Samkvæmt TS voru 23 kransæðasvæði alveg lokuð en
fleiri samkvæmt hjartaþræðingu, eða 43. Þegar kransæðasvæði
var greint alveg lokað var Agatston-skor einstaklings í flestum til-
fellum hátt, en þó undir 10 í fimm tilvikum.
Alls voru 252 einstaklingar af 417 (60,4%) með a50% kransæða-
þrengingu í einu eða fleiri kransæðasvæðum samkvæmt hjarta-
þræðingu. Af þessum 252 einstaklingum var þrenging á einu
kransæðasvæði í 51,6% tilfella, í 29,4% tilfella voru þrengingar
á tveimur svæðum, í 12,7% tilfella á þremur svæðum og í 6,3%
tilfella á öllum fjórum kransæðasvæðunum. Af þeim sem höfðu
a50% kransæðaþrengingu voru 79,8% (201 einstaklingur) með
þrengingu yfir 70% samkvæmt hjartaþræðingu.
Tafla III sýnir hve vel greiningu með TS ber saman við niður-
stöðu hjartaþræðingar. Annars vegar þegar einstaklingur er rétt
greindur með kransæðaþrengingu (a50%, eitt eða fleiri svæði) og
hins vegar þegar hvert og eitt kransæðasvæði er rétt greint a50%
þrengt. Þegar horft er á einstakling óháð kransæðasvæði er næmi
mikið (91,7%) en sértæki lítið (33.3%), en þegar hvert og eitt svæði
um sig er skoðað snýst þetta við.
Tafla IV sýnir áhrif kalks í kransæðum á hæfni TS til að greina
rétt a50% kransæðaþrengingu. Sértæki minnkar og neikvætt for-
spárgildi lækkar með hærra Agatston-skori. Sértæki fer úr 89,8%
þegar skor er núll og niður í 63,5% þegar skorið er yfir 750, og
neikvætt forspárgildi fer úr 93,0% þegar skor er núll og niður í
Mynd 3. ROC-kúrfa (receiver operating characteristic) sem sýnir hversu vel Agat-
ston-skor spáirfyrir um z50% kransæðaþrengingu. Bláa línan táknar skor ein-
staklinga en próf sem fellur að grænu viðmiðunarlínunni er gagnslaust til greiningar.
Besti Agatston-skor þröskuldurinn til að spáfyrir um z50% kransæðaþrengingu er
363 ogflatarmál undirferlinum er þá 0,664, enfyrirfullkomið próf væriflatarmálið
undir ferlinum 1,0.
Tafla III. Hæfni TS til að greirta z50% kransæðaþrengingu íeinstaklingi (óháð
kransæðasvæði) og á hverju kransæðasvæði um sig.
Næmi Sértæki PPV NPV Nákvæmni
i50% kransæðaþrenging
Einstaklingur 91,7 33,3 67,7 72,4 68,6
Kransæðasvæði 70,1 79,9 55,4 88,2 77,3
PPV = Jákvætt forspárgildi, NPV = Neikvætt forspárgildi
Tafla IV. Hæfni TS til að greina rétt s50% kransæðaþrengingu við mismunandi Agatston-skor.
Agatston-skor N Næmi Sértæki PPV NPV Nákvæmni
0 132 42,9 89,8 33,3 93,0 84,8
0,1-10 84 64,7 91,0 64,7 91,0 85,7
10,1-100 320 62,1 88,2 53,7 91,3 83,4
100,1-400 536 67,3 79,0 44,4 90,6 76,7
400,1-750 320 70,2 73,8 59,7 81,7 72,5
>750 276 79,7 63,5 65,4 78,3 71,0
N = fjöldi, PPV = jákvætt forspárgildi, NPV = Neikvætt forspárgildi
78,3% þegar Agatston-skor er yfir 750. Á hinn bóginn vex næmi og
jákvætt forspárgildi hækkar með hærra skori.
Agatston-skor var marktækt hærra hjá þeim sem greindust með
kransæðaþrengingu (miðgildi 358) heldur en hjá þeim sem höfðu
ekki marktæka þrengingu (miðgildi 135) (p-gildi 0,001). Á mynd 3
sést hve nákvæmlega skorið spáir fyrir um a50% kransæðaþreng-
ingu. Agatston-skorið sem best spáði fyrir um 2:50% kransæða-
þrengingu var 363 með 49,6% næmi, 80,0% sértæki og jákvætt og
neikvætt forspárgildi 79,1% og 51,0%. Flatarmálið undir ferlinum
er 0,664.
Umræða
Þessi rannsókn staðfestir það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt1819 að
þegar TS og hjartaþræðingu ber ekki saman er þrenging oftast of-
LÆKNAblaðið 2013/99 243