Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi TS-kransæðarannsóknar Valdís Klara Guðmundsdóttir1 geislafræðingur, Karl Andersen23 læknir, Jónína Guðjónsdóttir24 geislafræðingur ÁGRIP Inngangur: Þekkt er að kalk í kransæðum veldur truflunum í tölvusneiðmyndarannsókn (TS) sem torveldar mat á kransæðaþrengslum. Markmið rannsóknarinnar var að meta nánar áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi 64 sneiða TS á kransæðum í íslensku þýði, með hjarta- þræðingu sem viðmið. Efniviður og aðferðir: Þessi afturskyggna rannsókn náði til 417 ein- staklinga sem bæði höfðu komið ÍTS-kransæðarannsókn og hjartaþræð- ingu með 6 mánaða millibili. Einstaklingum var skipt eftir Agatston-skori (kalkmagn í kransæðum): [Oj, [0,1-10], [10,1-100], [100,1-400], [400,1-750] og [>750]. Hæfni TS-kransæðarannsóknar til að greina >50% kransæða- þrengingu var metin með hjartaþræðingu sem viðmið. Þá voru tengsl á milli Agatston-skors og 250% kransæðaþrengingar skoðuð. Niðurstöður: Alls voru rannsökuð 1668 kransæðasvæði í 417 ein- staklingum (68,6% karlar og meðalaldur 60,2 ± 8,9 ár). Agatston-skor var að meðaltali 420 (spönn frá 0-4275). Næmi tölvusneiðmyndarannsóknar við greiningu 250% kransæðaþrengingar í kransæð var 70,1%, sértæki 79,9%, jákvætt forspárgildi 55,4% og neikvætt forspárgildi 88,2%. Nei- kvætt forspárgildi lækkaði úr 93,0% fyrir Agatston-skor núll og niður í 78,3% fyrir Agatston-skor >750. Agatston-skor 363 spáði best fyrir um 250% kransæðaþrengingu með 49,6% næmi. Ályktun: Greiningargildi TS-kransæðarannsóknar er almennt gott með háu neikvæðu forspárgildi og sértæki. Kalk hefur töluverð áhrif á grein- ingargildið en neikvætt forspárgildi skerðist lítið fyrir Agatston-skor allt að 400. Agatston-skor er ekki gott til að spá fyrir um 250% kransæðaþreng- ingu í þessu þýði. Ekkert ákveðið Agatston-skor gildi fannst sem spáði fyrir um ónothæfa æðarannsókn með TS. ’Myndgreiningardeild, Landspítala, ?læknadeild Háskóla íslands, 3hjartadeild Landspítala, 4Röntgen Domus, Domus Medica. Fyrirspurnir: Valdís Klara Guðmundsdóttir valdisklara@gmail. com Rannsókn unnin í Röntgen Domus í Domus Medica og á hjartadeild Landspítala. Greinin barst 6.janúar 2013, samþykkt til birtingar 17. apríl 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Hjarta- og æðasjúkdómar eru leiðandi orsök dauðsfalla í hinum vestræna heimi og koma við sögu hjá milljónum einstaklinga árlega.1-2 Hér á landi hefur dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma fækkað á undanförnum árum og það má þakka því hve mikið hefur dregið úr áhættuþáttum, ásamt bættri greiningu og meðferð.3 Mikilvægt er að til séu aðferðir sem greina krans- æðasjúkdóm hratt og örugglega til að koma í veg fyrir dauðsföll og frekari sjúkdóm og eru hjartaþræðing og tölvusneiðmyndarannsókn (TS) af kransæðum meðal þeirra rannsóknaraðferða sem notaðar eru í dag. Hjarta- þræðing hefur verið notuð sem viðmiðunarstaðall fyrir kransæðaþrengingard5 Hjartaþræðing notar þó tvívíða myndgreiningartækni, sem er takmarkandi við rann- sóknir á flóknum líffærum.6 TS af kransæðum er tiltölulega nýleg tækni sem er í stöðugri framþróun og hefur í völdum tilvikum komið í stað kransæðaþræðingar.7 Tæknilegar framfarir við TS-rannsóknir hafa aukið næmi þessara rannsókna en aukið næmi getur þó komið niður á sértæki og neikvæðu forspárgildi, sem hefur verið allt upp í 90-100% við að útiloka marktækar kransæðaþrengingar.8-9 Þetta kallar á samanburð við greiningarhæfni hefðbundinnar hjarta- þræðingar. TS af kransæðum er tvíþætt rannsókn, fyrst er gert kalkskann en síðan æðarannsókn með skuggaefni. Tölulegt mat á kalki í kransæðum er gert með aðferð Agatstons10 sem gefur Agatston-skor. Þekkt er að þéttar kalkanir í kransæðum geta leitt til ofmats kransæðaþrenginga í TS af kransæðum, sem gerist vegna þess að ef það sem myndað er hefur mikla eðlisþéttni virðist það stærra á mynd en það í raun er!1 Eldri rannsóknir hafa sýnt að hátt Agatston-skor veldur myndgöllum í TS og falskt jákvæðum niðurstöðum fjölgar. Það er því álitamál hvort TS æðarannsókn er gagnleg þegar mikið kalk er í kransæðum!215 Líkur á kransæðaþrengingum aukast einnig eftir því sem kransæðakalk er meira!6 Skiptar skoðanir eru þó um hvort til sé þröskuldur fyrir Agatston-skor sem segir til um hvort vert sé að framkvæma TS-æðarannsókn, og þá hver hann sé!7 Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi 64 sneiða TS-æða- rannsóknar í íslensku þýði, með hjartaþræðingu sem viðmið. Kannað var hversu vel Agatston-skor spáir fyrir um s50% kransæðaþrengingu við hjartaþræðingu. Að lokum var reynt að ákvarða þröskuldsgildi Agatston- skors sem gefur til kynna að frekari TS-æðarannsókn verði ónothæf vegna myndgalla. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og fólst í að bera saman niðurstöður og myndir allra einstaklinga sem höfðu komið í TS-kransæðarannsókn og hjartaþræðingu með <.6 mánaða millibili á tímabilinu janúar 2007 til nóvember 2010. TS-kransæðarannsóknirnar voru fram- kvæmdar í Læknisfræðilegri myndgreiningu (Röntgen Domus) og gerðar með 64 sneiða tæki, Toshiba Aquilion (Toshiba Medical Systems, Tokyo, Japan). TS-krans- LÆKNAblaðið 2013/99 241

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.