Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 24
UMFJÖLLUN O G GREINAR Ný þekking er markmiðið - segir Davíð O. Arnar ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Það má velta því fyrir sér af hverju læknar eru að stunda vísindarannsóknir þar sem meira en nóg er að gera við að sinna sjúklingum hér á Landspítalanum, segir Davíð O. Arnar sérfræðingur í hjartalækningum og handhafi vísinda- styrks árið 2013 úr Verðlaunasjóði í læknisfræði sem Árni Kristinsson og Þórður Harðarson standa fyrir og var afhentur á ársfundi Landspítalans. Styrkurinn er þrjár og hálf milljón króna og er einn sá stærsti sem veittur er hér- lendis á sviði heilbrigðisvísinda. Aðeins Hvatningarstyrkur Landspítala er hærri, en Davíð hlaut þann styrk síðastliðið haust. Davíð hlýtur styrkinn nú fyrir merkar rannsóknir sínar á hjartsláttar- trufluninni gáttatifi, en þær hefur hann stundað um árabil í samstarfi við bæði ís- lenska erfðagreiningu og Hjartavernd auk erlendra samstarfsaðila. „Þetta er mikil viðurkenning og hvatn- ing til mín og minna samstarfsmanna fyrir þær rannsóknir sem við höfum lagt stund á. Þessir fjármunir munu örugg- lega nýtast vel í ýmsa þætti tengda rann- sóknunum, meðal annars til að ráða fólk í afmörkuð verkefni innan rannsóknanna og einnig hugsanlega að kaupa sér frítíma frá spítalanum til að einbeita sér alfarið að rannsóknum um hríð. Það er sérstaklega jákvætt að Árni og Þórður skuli sjá mikil- vægi þess að styðja við vísindarannsóknir af þessu tagi og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir það," segir Davíð. Merkar rannsóknir Davíð O. Arnar lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands. Hann 248 LÆKNAblaðið 2013/99 stundaði sérfræðinám við University of Iowa í Bandaríkjunum í lyflækningum, hjartalækningum og raflífeðlisfræði hjartans. Hann hefur lokið doktorsprófi frá læknadeild Háskóla íslands og meistara- prófi í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu frá Háskólanum í Reykjavík. Davíð er sérfræðingur í lyflækningum, hjartalækningum og heilbrigðisstjórnun. Hann er yfirlæknir Hjartagáttar og settur yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítala. I sérfræðinámi sínu við háskólann í Iowa í Bandaríkjunum vann hann við rannsóknir á hlutverki Purkinje-kerfis hjartans í tilurð hjartsláttartruflana frá sleglum í dýramódeli. Þessar rannsóknir vörpuðu nýju ljósi á hlutverk kerfisins í alvarlegum takttruflunum við bráða blóð- þurrð og endurflæði í kransæðum. Þessi vinna var grunnur að doktorsritgerð Dav- íðs The Cardiac Purkinje System and Tachy- arrhythmias oflschemia and Reperfusion. Frá heimkomu til íslands um aldamótin hefur Davíð byggt upp rannsóknarferil þar sem hin algenga hjartsláttartruflun gáttatif hefur verið rauði þráðurinn. „Gáttatif er algeng takttruflun og hafa rannsóknir okkar hérlendis sýnt að yfir 5000 íslendingar hafa greinst með þennan sjúkdóm. Auk þess höfum við gert spá um þróun algengis gáttatifs sem sýnir að búast megi við þreföldun á fjölda þeirra sem greinast með sjúkdóminn á næstu fjórum áratugum. Gáttatif getur haft alvar- legar afleiðingar, þar á meðal heilaáfall, og er samfélaginu dýr. Um 1% af útgjöldum til heiibrigðismála á Vesturlöndum eru til komin vegna gáttatifs og afleiðinga þess. Til viðbótar eru meðferðarkostir takmark- aðir og mikilvægt að þróa nýjar leiðir í þeim efnum. í því tilliti er mjög mikil- vægt að skilja betur meinalífeðlisfræði sjúkdómsins en það er mjög margt sem við vitum ekki hvað það varðar," segir Davíð. Samstarf við íslenska erfðagreiningu og Hjartavernd Davíð hefur verið í samstarfi við Islenska erfðagreiningu um áratugar skeið á sviði rannsókna á erfðafræði hjartsláttartrufl- ana. „Sú samvinna hefur gengið mjög vel og skilað frábærum árangri. Þar á bæ vinnur gríðarlega öflugt fólk sem hefur verið frábært að kynnast og fá að vinna með. í raun hefur þessi vinna verið í farar- broddi á heimsvísu í rannsóknum á ætt- lægni og erfðafræði gáttatifs. Þetta hefur kannski ekki ennþá skilað sér í bættri meðferð en það er ferli sem hefur tekið lengri tíma en reiknað var með í upphafi. Ég tel eigi að síður að vitneskjan sem við höfum aflað muni með tíð og tíma skila sér bæði í betri skilningi á sjúkdómnum og þróun nýrra meðferðarkosta. Við höf- um fundið allnokkra erfðabreytileika sem auka áhættu á gáttatifi. Frekari rann- sóknir munu byggja á ítarlegri svipgerðar- greiningu en áður og nýta nýrri tækni í formi raðgreiningar. Gáttatif er algengast hjá eldra fólki en það kemur þó einnig fram hjá yngra fólki sem oft er hraust að öðru leyti. Þáttur ættlægni og erfðabreyti- leika er sennilega talsvert sterkari hjá yngra fólki en þeim sem eldri eru. Hlutfall gáttatifssjúklinga undir 60 ára aldri er þó tiltölulega lágt." Lífsgæði þeirra sem þjást af gáttatifi skerðast verulega og einkennin eru marg- vísleg að sögn Davíðs. „Hjartsláttartruflanir eru þau einkenni sem flestir verða varir við. Allajafna held J

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.