Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2013, Síða 13

Læknablaðið - 15.05.2013, Síða 13
RANNSÓKN Tafla III. Reynsla svarenda af mismunandi formum líkamlegra refsinga, n (%). Form refsingar N Aldrei Einu sinni Nokkrum sinnum Ofteða mjög oft Flengd/ur 959 679 (71) 124 (13) 134 (14) 22(2) Kinnhestur 962 822 (85) 77(8) 53(6) 10(1) Hrist/ur 952 812 (85) 20(2) 110(12) 10(1) Slegið á fingur 949 830 (88) 18(2) 91 (9) 10(1) Snúið upp á eyrun 961 935 (97) 6(1) 14(1) 6(1) Annað 960 933 (97) 4(1) 14(1) 9(1) Samtals 434 svarenda (94%) tilgreindu geranda líkamlegra refsinga. Faðir var gerandi hjá 155 svarendum (36%), móðir hjá 142 (33%), bæði faðir og móðir hjá 106 (24%) og aðrir fullorðnir for- sjáraðilar hjá 31 (7%). Feður voru marktækt líklegri til að hafa beitt syni sína líkamlegum refsingum en dætur (p=0,005) og mæður refsuðu dætrum sínum marktækt oftar en sonum (p=0,005). Mismunandi form líkamlegra refsinga Reynsla af flengingum í æsku var algengust en 29% svarenda höfðu reynslu af þeim (tafla III). Marktækt fleiri karlmenn sögðu frá slíkri reynslu borið saman við konur (OR=l,5; 95% CI1,2-2,0) en ekki var marktækur munur á meðalaldri þeirra sem höfðu slíka reynslu (47,1 ár) og þeirra sem voru án hennar (45,8 ár) (p=0,28). Einstaklingar sem voru 30 ára og eldri voru þó marktækt líklegri til að hafa verið flengdir en þeir sem voru yngri (OR=l,6; 95% CI 1,1-2,3). Næstalgengasta form líkamlegra refsinga var kinnhestur og að vera hristur (tafla III). Þeir sem voru 30 ára og eldri höfðu marktækt oftar reynslu af kinnhesti (OR=2,4; 95% CI 1,4-4,1) og að vera hristir (OR=2,l; 95% CI 1,2-3,5) en yngri svarendur. Ekki var marktækur munur á því hvort karlmenn eða konur í þessum aldurshópum sögðu frá því að hafa fengið kinnhest (p=0,51) eða verið hrist (p=0,09). Feður voru rúmlega tvisvar sinnum líklegri til að flengja börn sín borið saman við mæður (OR=2,l; 95% CI 1,3-3,4). Mæður refs- uðu marktækt oftar en feður með því að gefa kinnhest (OR=2,5; 95% CI 1,5-4,2) og slá á fingur (OR=2,l; 95% CI 1,2-3,9). Ekki var marktækur munur á hvort foreldri hristi börn sín oftar (p=0,13). Alls 27 svarendur (3%) sögðu frá öðrum formum líkamlegra refsinga en þeim sem sérstaklega var spurt um. Dæmi um refsing- ar voru að hafa verið ýtt, hrint, fengið spark í sig, munnur sápu- þveginn, köld sturta, drekkingarathafnir eða að vera barinn með áhöldum (til dæmis herðatré, skóflu eða belti). Réttmæti refsinga og mat á uppeldi Af 465 viðmælendum með reynslu af líkamlegum refsingum svör- uðu 419 (90%) spurningu um réttmæti þeirra refsinga sem þeir höfðu reynslu af. Rétt um þriðjungur (n=134; 32%) taldi að þær hefðu alltaf verið réttlætanlegar og aðeins færri (n=124; 30%) að sú hefði aldrei verið raunin. Ekki var marktækur kynjamunur á upplifun svarenda um réttmæti refsingar (OR=0,7; 95% CI 0,5-1,2). Þeir sem töldu refsinguna aldrei hafa verið réttlætanlega voru rúmlega 6,5 sinnum líklegri til að hafa verið refsað líkamlega oft eða mjög oft (95% CI 1,8-22,9) borið saman við þá sem fannst refsingin alltaf hafa verið réttlætanleg. Þeir sem fannst refsingin Tafla IV. Mat svarenda á gæðum uppeldis eftir reynslu af mismunandi formum líkamlegra refsinga, % (n). Reynsla af mismunandi formum refsinga Engin Eitt Tvö Þrjú form Meðaltal forma form form eða fleiri (95% vikmörk) Þeir sem mátu 58 28 10 4 0,61 uppeldi gott (458) (237) (82) (29) (0,56-0,67) Þeir sem mátu 31 28 28 13 1,34 uppeldi ásættanlegt (43) (38) (38) (20) (1,13-1,55) Þeir sem mátu 17 17 22 44 2,47 uppeldi slæmt (3) (3) (4) (7) (1,46-3,49) aldrei hafa verið réttlætanleg voru rúmlega 10,2 sinnum líklegri (95% CI 4,7-21,9) til að telja uppeldi sitt hafa verið annaðhvort ásættanlegt eða slæmt, borið saman við þá sem fannst refsingin alltaf hafa verið réttlætanleg. Sextán (14%) af 117 viðmælendum sem töldu refsinguna sem þeir fengu aldrei hafa verið réttlætan- lega var refsað líkamlega oft eða mjög oft borið saman við þrjá (2%) af þeim 126 viðmælendum sem fannst að refsingar þeirra hefðu verið réttlætanlegar. Svarendur sem töldu sig hafa fengið gott uppeldi voru 3,2 sinnum líklegri (95% CI 2,2-4,6) til að neita að þeir hefðu reynslu af líkamlegum refsingum, borið saman við þá sem töldu uppeldi sitt hafa verið ásættanlegt eða slæmt. Ekki var marktækur munur ef svaranda hafði verið refsað líkamlega einu sinni, borið saman við þann sem hafði aldrei verið refsað. Eftir því sem reynsla af mismunandi formum líkamlegra refsinga var fjölbreyttari, þeim mun líklegra var að uppeldið væri talið ásættanlegt eða slæmt (p<0,0001) fremur en gott (tafla IV). Þeir sem höfðu reynslu af þremur eða fleiri formum líkamlegra refsinga voru 5,6 sinnum líklegri (95% CI3,2-9,8) til að meta uppeldi sitt sem ásættanlegt eða slæmt, borið saman við þá sem höfðu enga slíka reynslu eða hafði verið refsað með allt að tveimur formum refsinga. Svarendur sem voru yngri en 30 ára voru marktækt líklegri til að telja uppeldi sitt gott, borið saman við þá sem voru eidri (OR=2,3; 95% CI 1,4-3,8). Umræða Hér eru birtar í fyrsta sinn tölulegar upplýsingar um algengi reynslu fullorðinna Islendinga af líkamlegum refsingum og ofbeldi í æsku af hálfu foreldra eða forsjáraðila. Um er að ræða slembiúrtak úr þjóðskrá með 65% svörun. Ekki er munur á bak- grunnsbreytum einstaklinga sem svöruðu og þeirra sem höfnuðu þátttöku. Svarendur könnunarinnar endurspegla því nokkuð vel íslensku þjóðina. Því má leiða líkur að því að niðurstöður rann- sóknarinnar varpi ljósi á beitingu slíkra refsinga og algengi líkam- legs ofbeldis gegn börnum á íslandi fyrir þá aldurshópa sem hér eru til skoðunar. Rétt tæplega helmingur svarenda sagði að þeir hefðu verið beittir líkamlegri refsingu og voru eldri þátttakendur marktækt líklegri til að segja frá henni en þeir sem voru yngri. Samanburður á algengi líkamlegra refsinga á milli landa er flókinn vegna mismunandi aðferðafræði við öflun gagna. Al- þjóðleg rannsókn í 32 löndum þar sem háskólanemar voru spurðir hvort þeir hefðu mikla reynslu af flengingum eða því að vera slegnir fyrir 12 ára aldur sýnir að í flestum landanna hafði meira en helmingur nemanna slíka reynslu.15 Algengi var lægst meðal hollenskra (15%) og sænskra háskólanema (17%) en var verulega LÆKNAblaðið 2013/99 237

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.