Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Síða 4

Læknablaðið - 15.09.2013, Síða 4
^ 9. tölublað 2013 LEIÐARAR í 379 Þórarinn Ingólfsson Þjónustu- samningar viö heimilislækna - bætt þjónusta viö almenning Ótal skýrslur um „efl- ingu“ heilsugæslunnar eru í skrifborðsskúffum ráðuneytisins. Ekki er þörf á fleiri skýrslum, nú þurfa yfirvöld að vinna af alvöru með heimilislækn- um að framtíðarskipulagi heilsugæslunnar. 381 Halldóra Jónsdóttir Nútímavæðing á niðurskurðar- tímum - opnun bráðageðdeildar við Hringbraut Fyrirmynd að deildinni er sótt til Bretlands, en þar hafa slíkar deildir verið starfandi í 30 ár og verið í stöðugri þróun til að mæta aðstæðum og þörfum á hverjum stað. FRÆÐIGREINAR 383 Helga Hansdóttir, Pétur G. Guðmannsson Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á íslandi árin 2002-2004 Mikil þörf er á rannsóknum á lyfjameðferð á hjúkrunarheimilum til að skilja betur áhrif lyfja á þennan sérstaka hóp sem er viðkvæmari en aðrir og að nálgast lífslok. Markmið lyfjameðferðar er oft að bæta lífsgæði og er mikil- vægt að rannsaka áhrif lyfja á lífsgæði ekki síður en á lífslengd. Það veltir upp þeirri spurningu hvort nægilega sé hugað að því að fara yfir ástæður lyfjanotkunar og hvort lyf séu að skila ætluðu gagni, bæði fyrir og eftir flutning á hjúkrunarheimili. 391 ÓlafurÁrni Sveinsson, IngvarH. Ólafsson, Ólafur Kjartansson, Einar Már Valdimarsson Sjálfsprottin heilavefsblæðing - yfirlitsgrein Milli 10 og 15% allra heilablóðfalla stafa af sjálfsprottinni heilavefsblæðingu (spontaneous intracerebral hemorrhage). Árlega veikjast um 30-50 ein- staklingar af heilavefsblæðingu á Islandi. Dánartíðnin er afar há (30 daga dánartíðni er 25-50%). Háþrýstingur er algengasta orsökin en hafa ber í huga sértækari orsakir, einkum hjá yngra fólki. Árangur af skurðaðgerðum hefur ekki náðst nema í sérstökum tilvikum eins og stórum blæðingum í litla heila. Mikilvægt er að sjúklingar með heilavefsblæðingu séu vistaðir á gjörgæslu- deildum eða heilablóðfallseiningum þar sem fylgst er nákvæmlega með vökustigi, taugaeinkennum, blóðþrýstingi og vökvabúskap. Mynd: Vilhelmím Haraldsdóttir HRAFN SVEINBJARNARSON tók í taumana þegar Læknafélag íslands og Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hugðust minnast hans á Eyri við Arnarfjörð með dagskrá með ræðum, glærum og tónum. Sá gamli brást við með því að leggja farbann á vél Flugfélags íslands frá Reykjavíkurflug- velli og lagði þétt þokuteppi inn allan Skutulsfjörð og lendingarstaðinn við ísafjörð. Bróðurparturinn af þeim sem stóðu fyrir þinginu bifuðust ekki í áttina vestur, og dagskráin varð ekki flutt á Hrafnseyri nema til hálfs. Þar voru þó fyrir á fleti ýmsir gestir og gerðu góðan róm að því sem í boði var. Dagskráin verður flutt í heild sinni sunnan heiða seinna í haust. Á myndinni er Margrét Hallmundsdóttir forn- leifafræðingur að lýsa uppgreftri á Hrafnseyri. Til vinstri er gluggi sem Læknafélagið gaf til staðarins fyrir allmörgum árum. 376 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.