Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Síða 9

Læknablaðið - 15.09.2013, Síða 9
RITSTJÓRNARGREIN Nútímavæðing á niðurskurðartímum - opnun bráðageðdeildar við Hringbraut Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir við geðsvið Landspítala halldjon@landspitali. is Umræða um heilbrigðismál hefur undan- farin ár einkennst af fréttum af niður- skurði, slæmum aðbúnaði, gríðarlegu álagi og flótta fagfólks úr landi. Við höfum lítið séð af jákvæðari fréttum, því miður, en vissulega er heilbrigðiskerfið í þróun þrátt fyrir erfiða tíma síðustu ár. Á geðsviði Landspítala hefur verið skorið niður eins og annars staðar, en þó getum við stolt sagt að það hafi orðið mikil þróun í starfinu síð- ustu árin. Það hefur farið fram innri skoð- un á starfsemi geðsviðs og hvert beri að stefna í faglegu starfi þar. I nútímageðheil- brigðisþjónustu er lögð áhersla á að þungi meðferðar og endurhæfingar fari fram úti í samfélaginu og á göngudeildum, en einnig á aukna sérhæfingu þjónustu. Á geðsviði hefur verið stofnað samfélagsgeðteymi, FMB-teymi, til að þjónusta þungaðar konur og fjölskyldur með ung börn, starf á endur- hæfingarsviði hefur tekið miklum breyt- ingum, meðal annars með eflingu þjónustu við ungt fólk með geðrofssjúkdóma og ný og nútímaleg réttargeðdeild hefur verið opnuð. Öflugar legudeildir fyrir bráðveika sjúklinga verða þó áfram nauðsynlegar þegar önnur úrræði duga ekki. Nú á haustdögum opnar ný bráðageð- deild 32C við Hringbraut. Hafist hefur verið handa við breytingar á húsnæði móttöku- deildar 32C með tilliti til þarfa nýju deildar- innar sem er einskonar geðgjörgæsludeild. Á deildinni voru áður 17 rúm (auk tveggja bráðaplássa), en þar verða nú 10 einmenn- ingsherbergi (auk tveggja bráðaplássa) í tveimur kynjaskiptum álmum. Deildin er öll miklu rýmri en áður, með fleiri dag- stofum og herbergjum sem nýtast meðal annars til að róa órólega sjúklinga. Lögð er áhersla á öryggi sjúklinga og starfsfólks og á betri þjónustu í aðlaðandi umhverfi. Eitt af markmiðum starfsins á nýju deildinni er að draga úr truflandi atferli og ofbeldis- hættu og bæta þannig þjónustu við bráð- veika sjúklinga. Um leið skapast tækifæri til að bæta þjónustu við aðra inniliggjandi sjúklinga, þar sem öryggi á öðrum deildum eykst og vonandi svigrúm starfsfólks, þeg- ar þeir sjúklingar sem eru mest krefjandi dvelja á nýju bráðageðdeildinni. Bráðadeildin mun veita sérhæfða ein- staklingsmiðaða skammtímaþjónustu fyrir sjúklinga sem þurfa aukinn stuðning í öruggu umhverfi. Dæmi um sjúklinga sem deildin nýtist fyrir eru sjúklingar sem eru hættulegir sjálfum sér, öðrum og umhverfi, sjúklingar sem eru í verulegri strokhættu, þeir sem eru ófyrirsjáanlegir, með mikla hegðunartruflun eða marka- lausa hegðun. Helstu kostir slíkrar deildar eru aukin sérhæfing sem leiðir til bættrar þjónustu fyrir þá allra veikustu og aukið öryggi sjúklinga og starfsfólks, en einnig skýrara verklag, bæði á nýju deildinni og á móttökudeildunum. Einstaklingar í bráðu geðrofi, alvarlegu örlyndi og mikilli sjálfs- vígshættu þurfa sérhæfða meðferð, það þarf að tryggja þeim ró og draga úr áreiti til að bataferlið gangi betur og hraðar. Móttökugeðdeildir við Landspítala hafa verið reknar með sama sniði í fjölda ára. Þrjár almennar móttökudeildir og ein fyrir einstaklinga með tvígreiningar, það er geð- ræn vandamál og alvarlegan fíknisjúkdóm. Gangarnir þar sem veikustu sjúklingarnir dvelja eru þröngir og engin rými önnur en herbergi sjúklinga. í gegnum árin hafa starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar ef til vill ekki beint athyglinni nægilega að því hvernig sjúklingum líður inni á legu- deildum, hvernig umhverfið er. Upplifa inniliggjandi sjúklingar öryggi, geta þeir fundið næði og ró, stuðlar umhverfið að bættri líðan? Rannsóknir hafa sýnt að meiri þrengsli, stöðugt áreiti og skortur á „friði og ró" og persónulegu rými, eru þættir sem auka hættu á ofbeldi á geðdeildum.1-2 Það er löngu tímabært að bæta aðbúnað og þjónustu við bráðveikt fólk í erfiðu geðrofs- ástandi og það gerum við til muna með sér- hæfðri legudeild fyrir þennan hóp. Fyrirmyndin að deildinni er sótt til Bret- lands, en þar hafa slíkar deildir verið starf- andi í 30 ár og verið í stöðugri þróun til að mæta aðstæðum og þörfum á hverjum stað.3 í undirbúningi að opnun nýju deild- arinnar hefur starfsfólk heimsótt geðgjör- gæsludeildir í Bretlandi og sérfræðingar þaðan hafa sótt okkur heim og miðlað af sinni reynslu, auk þess að veita mikilvæga ráðgjöf um húsnæði nýju deildarinnar og þjálfa starfsfólk hennar. Að ráðast í breytingar og kostnaðar- samar endurbætur á deildum Landspítala á tímum aðhalds og niðurskurðar er ekki einfalt mál þótt viljinn sé fyrir hendi. Það er í raun ógerningur án utanaðkomandi stuðnings og aðstoðar. Með átakinu „Á allra vörum" verður safnað fé til að þessi nýja bráðageðdeild geti orðið að veruleika. Söfn- unarátakið hefst 12. september og stendur til 26. september. Við erum ákaflega þakk- lát fyrir að fá þennan góða stuðning og það er mikið tilhlökkunarefni að hefja starf- semi í húsnæði sem mætir nútímakröfum fyrir geðgjörgæsludeild. Deildin verður þó áfram í þróun næstu árin, í takt við þarfir sjúklinga og þróun samfélagsins. 1. Kumar S, Ng B. Crowding and violence on psychiatric wards: explanatory models. Can J Psychiatry 2001; 46: 433-7. 2. Virtanen M, Vahtera J, Batty GD, Tuisku K, Pentti J, Oksanen T, et al. Overcrowding in psychiatric wards and physical assaults on staff: data-linked longitudinal study. Br J Psychiatry 2011; 198:149-55. 3. Beer DM, Pereira S, Paton C. Psychiatric Intensive Care 2nd edition. Greenwich Medical Media London, 2008. Modernising when downsizing - Opening a Psychiatric Intensive Care Unit at Landspítali Halldóra Jónsdóttir, MD, PhD, psychiatrist, Division of Psychiatry Landspítali University Hospital LÆKNAblaðið 2013/99 381

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.