Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2013, Page 20

Læknablaðið - 15.09.2013, Page 20
Y F I R L I T Tafla I. Orsakir/áhættuþættir sjálfsprottinnar heilablæðingar. Langvarandi háþrýstingur Heilamýildisæðasjúkdómur Æðamissmíð Innankúpuæðagúll Blóðþynningarmeðferð, blóðflöguhemjandi meðferð Segaleysandi meðferð Meðfædd blæðingarhneigð Örvandi lyf og eiturlyfjanotkun Áfengisnotkun Heilaæxli Stokkasegi (S/'nus venous thrombosis) Moyamoya-sjúkdómur Æðabólgur (mynd 1), þær eru einnig algengar í stúku (thalamus), brú (pous) og litla heila. Langvinnur háþrýstingur hefur í för með sér fíbríndrep (fi- brinoid necrosis) og fituglæruhrörnun (lipohyalinosis) sem leiðir til hrörnunar í miðlagi (tunica medid) veggja slagæðanna. í kjölfar þessarar hrörnunar geta myndast smáæðagúlar (microaneurysm) sem geta rofnað og valdið blæðingu. Það sem styður enn frekar að háþrýstingur sé mikilvæg orsök sjálfsprottinnar heilablæðingar er að fjöldi rannsókna hefur sýnt með ábyggilegum hætti að lækkun blóðþrýstings dregur úr líkum á sjúkdómnum.13 í einni rannsókn minnkaði hætta á blæðingum um 46% hjá einstaklingum með háþrýsting sem fengu hefðbundna meðferð. Heilaæðamýlildissjúkdómur (cerebral amyloid angiopatliy) Heilaæðamýlildissjúkdómur (amyloid angiopathy) einkennist af útfellingum mýlildis (amyloid) í smáar og meðalstórar slagæðar heilabarkar og heilahimna. Mýlildisútfellingarnar valda skemmd- um á miðlagi og úthjúp æðanna (adventitid) sem leiða til veikingar og víkkunar slagæðanna. Þar myndast æðagúlar og þar verða blæðingarnar.14 Heilaæðamýlildissjúkdómur er talin algengasta orsök heila- vefsblæðinga hjá þeim sem komnir eru yfir sjötugt. Dæmigerð staðsetning slíkra blæðinga er eitthvert af blöðum (lobus) heilans (sjá mynd 2). íslensk arfgeng heilablæðing íslensk arfgeng heilablæðing, sem á ensku kallast Hereditary Cerebral Hemorrlwge with Amyloidosis, lcelandic type (HCHWA-I) og er einnig þekkt sem Hereditary Cystatin C Amyloid Angiopathy (HCCAA), er mjög sjaldgæfur sjúkdómur.15 Hann erfist ríkjandi og ókynbundið og veldur heilablæðingu hjá ungu fólki.15 Sjúkdóms- ins er fyrst getið í doktorsritgerð Árna Árnasonar héraðslæknis frá árinu 1935.15 Á sjöunda áratug síðustu aldar var ljósi varpað á meinafræðilega gerð sjúkdómsins. Vefjafræðilegar rannsóknir staðfestu mýlildissjúkdóm í heilaæðum. Erfðagallinn sem er or- sök þessa illvíga sjúkdóms fannst nokkru síðar. í ljós kom stökk- breyting í erfðavísi fyrir próteinið cystatin C. Stökkbreytingin veldur því að ein af 120 amínósýrum próteinsins er önnur en hjá heilbrigðum. Uppsöfnun gallaða próteinsins í veggjum slagæða heilans getur leitt til myndunar örsmárra æðagúla (microaneurysm) Mynd 1. Blæðing í djúplmoð afvöldum háprýstings, blætt liefur itm í heilahólfin. Birt með teyfi neuropathologyweb.org. Mynd 2. Heilablaðsblæðing vegna heilaæðamýlildissjúkdóms. Birt með leyfi neuro- pathologyweb.org. sem valda blæðingum ef þeir rofna. Meðallífslíkur þeirra sem bera stökkbreytta genið eru um 30 ár. Um það bil einn einstaklingur verður fyrir sinni fyrstu heilavefsblæðingu á hverju ári á íslandi vegna HCCAA. Engin meðferð er til við sjúkdómnum. Æðamissmíð Æðamissmíðar eru ein helsta ástæða heilavefsblæðinga í yngri aldurshópum. Einnig er vert að leita æðamissmíða hjá þeim sem ekki hafa háþrýsting og þegar blæðingarstaðurinn er óvenjuleg- ur.16 Dæmi um æðamissmíðar eru æðaflækjur (arteriovenous mal- formations) og hvernuæðaæxli (hemangious cavernoma). Blæðingartruflanir Hefðbundin blóðþynningarmeðferð (warfarín) tífaldar hættuna á heilavefsblæðingu og veldur um 10% sjálfsprottinna heilavefs- blæðinga. Aðrir þættir sem auka enn frekar blæðingarhættu hjá þeim sem eru á blóðþynningarmeðferð eru: hár aldur, háþrýst- ingur, saga um heilablóðþurrð, miklar hvítaefnisbreytingar á myndrannsóknum og INR yfir 3,0.1718 Síðasti þátturinn skiptir afar miklu máli. Við INR-gildi yfir 3,0 eykst tíðni blæðinga til muna. Blæðingar af völdum blóðþynningarlyfja eru yfirleitt stærri en 392 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.