Læknablaðið - 15.09.2013, Side 22
Y F I R L I T
Mynd 4 a og b. Sýnir hvernig blæðing í djúphnoð getur stækkað á nokkrum klukku-
stundum með tilheyrandi vernsun á klínísku ástandi sjúklings.
Einkenni eftir staðsetningu blæðingar
Blæðing í djúphnoð fbasal ganglia) og stúku fthalamust
Algengustu blæðingarstaðir eru í gráhýði (putamen)(35%), stúku
(10-15%) og rófukjarna (nucleus caudatus) (5-7%). Blæðingarnar eru
yfirleitt af völdum háþrýstings. Einkennin eru oftast lömun og
skyntap í gagnstæðri hlið líkamans. Höfuðverkur, ógleði og upp-
köst eru algeng. Þegar blæðir í stúku er skyntruflunin áberandi
mikil og felur í sér tap á öllum gerðum skyns í gagnstæðum lík-
amshelmingi.37 Málstol er algengt eftir blæðingu í vinstri stúku.
Þegar hægri stúka á í hlut sjást gjarnan einkenni á borð við gaum-
stol og skert sjúkdómsinnsæi.
Heilablaðsblæðing (lobar bleeding)
Um fjórðungur allra heilavefsblæðinga verður í heilablaði (mynd
2). Algeng einkenni eru hreyfi- eða skyntruflun í gagnstæðum
líkamshelmingi ásamt sjónsviðsskerðingu. Málstol fylgir oft
blæðingu í vinsta heilahvel en gaumstol þegar blæðingin er hægra
megin. Krampar verða hjá fjórðungi sjúklinga. Dá eða verulega
skert meðvitund er sjaldgæf vegna þess að blæðingin liggur
grunnt í heilanum. Dánartíðnin er lægri en við djúpar blæðingar.
Háþrýstingur er ekki algengasta orsök heilablaðsblæðingar. Því
getur verið nauðsynlegt að leita annarra skýringa, svo sem heila-
æðamýlildissjúkdóms, æðamissmíða eða æxla.
Blæðing í litla heila
Um 5-10% heilablæðinga verða í litla heila (mynd 5). Upphafs-
einkenni koma skyndilega með ósamhæfingu útlima (ataxia)
annarrar hliðarinnar, jafnvægistruflun og augntini (nystagmus).
Höfuðverkur, ógleði og uppköst eru algeng einkenni og hnakka-
stífni kemur fyrir.
Einkenni blæðingar í litla heila geta þróast hratt frá mjög væg-
um einkennum yfir í lífshættulegt ástand með þverrandi meðvit-
und vegna þrýstings á heilastofn og vegna vatnshöfuðs. Slík þróun
einkenna á sér yfirleitt stað á fyrstu sólarhringunum. Hér getur
skurðaðgerð bjargað lífi eins og rætt verður síðar.
Heilastofnsblæðing
Sjúklingar með heilastofnsblæðingu hafa oft svokölluð krossuð
einkenni. Annars vegar einkenni frá heilataugum þeim megin sem
blæðingin er og lömunareinkenni í útlimum gagnstæðrar hliðar.
Blæðing í brúna (pons) er algengust heilastofnsblæðinga og
stendur fyrir 6% allra heilablæðinga (mynd 6). Stærri blæðingar
Mynd 5 a sýnir blæðingu í vinstri litla heila. Mynd b er gerð eftir aðgerðþar sein
nánast allt blóðið hefur veriðfjarlægt. Eftir aðgerðina má sjá litlar loftbólur á aðgerðar-
svæðinu (svartir deplar).
Mynd 6. Tölvusneiðmynd án skuggaefnis sýnir blæðingu í brú (pons) sem er 2 cm í
stærsta þvermál.
valda dái, ferlömun, sjáöldur verða afar þröng með litla sem enga
ljóssvörun, truflun verður á öndun og púls hraður. Við minni
blæðingar eru einkennin vægari og horfurnar betri.
Sjálfsprottin blæðing í miðheila (mesencephalorí) er afar sjaldgæf.
Oftast er blæðing þar framhald blæðingar ofan frá stúkunni eða
neðan frá brúnni. Ef blæðingin er upprunnin í miðheilanum er
orsökin gjarnan æðamissmíð eða þá að blæðingarhneigð er til
staðar. Svokallað heilkenni Webers getur komið fram, sem lýsir sér
í lömun þriðju heilataugar sömu megin og blæðingin, og lömun
útlima gagnstæðrar hliðar.
Blæðing í mænukylfu er enn sjaldgæfari en miðheilablæðing.
Algengustu einkennin eru jafnvægistruflun, ósamhæfing útlima,
augntin, Horners heilkenni, kyngingarörðugleikar og tungu-
394 LÆKNAblaðið 2013/99