Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2013, Side 35

Læknablaðið - 15.09.2013, Side 35
130 hjartasjúklingar þegar verið sendir til London til aðgerðar á árinu. Furðutíðar skurðsýkingar í London urðu til að styðja málstað okkar Landspítalamanna. Þetta var raunar til stórvansa. Versta útreið fékk Karvel Pálmason alþingismaður, og lýsti hann sjúkdómsferli sínum í fjölmiðlum. Sýklarnir átu bringubein hans því nær upp til agna og hafði hann síðan afmynd- aðan brjóstkassa. Þetta varð til þess að Karvel gekkst fyrir lagasetningu á Alþingi árið 1989 sem tryggði bótarétt sjúklinga sem höfðu orðið fyrir ófyrirsjáanlegu heilsutjóni eftir læknismeðferð. Þessi lög eru stundum kölluð Lex Karvel og sagt var í gamni eða alvöru að höfundur laga- frumvarpsins hefði gert samþykkt þess að skilyrði fyrir stuðningi við þáverandi ríkisstjórn. Þrír brjóstholsskurðlæknar störfuðu við Landpítalann árið 1983 og sá fjórði var til- tækur í Svíþjóð. Talið var að fjölga þyrfti hjúkrunarfræðingum um sjö á skurðdeild- inni og bæta þar við tækjabúnaði, ef hefja ætti hjartaskurðlækningar á spítalanum. Hjartaþræðingartæki lyflækningadeildar var úrelt og raunar talin þörf á nýju tæki hvað sem öðru liði. Gjafafé var til reiðu frá Seðlabanka íslands, Minningargjafasjóði Landspítalans og Heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar stórkaupmanns fyrir stórum hluta tækjabúnaðarins. En tímarnir voru erfiðir. Gæfulítil ríkis- stjórn hrökklaðist frá völdum vorið 1983. Erlendar skuldir voru þá 60% af þjóðar- framleiðslu og greiðsluhalli ríkissjóðs tröllslegur. Þjóðarframleiðsla hafði dregist saman um 10% á hvern vinnandi mann og verðbólgan var 130%. Ekki þurfti að fara í grafgötur um að öllum tillögum um aukin útgjöld ríkissjóðs yrði mætt með varúð, svo að ekki væri meira sagt. Við Árni Kristinsson vissum að Stein- grímur Hermannsson forsætisráðherra var því ekki fylgjandi að hjartaaðgerðir UMFJÖLLUN O G GREINAR yrðu hafnar á íslandi, enda sagði hann í blaðaviðtali að hann mundi láta skera sig í Englandi, ef hann þyrfti á hjartaaðgerð að halda. Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra var í besta falli hikandi. Við Árni ákváðum því að leita stuðnings í öðrum herbúðum. Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð haustið 1983 með þátttöku 230 hjartasjúklinga og stuðningi hjartalækna. Helstu baráttumál samtakanna voru í upphafi að endurnýja hjartaþræðingar- tækin og að hjartaskurðlækningar yrðu hafnar á Landspítalanum. Samtökin beittu þegar áhrifum sínum á alþingismenn og fjölmiðla og komu á framfæri gögnum sem við höfðum tekið saman. Hjartasjúk- dómafélag íslenskra lækna undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar og Kristjáns Eyjólfssonar beindi erindi um málefnið til ráðherra og Alþingis. Við Árni Krist- insson gerðum lista yfir þingmenn sem við könnuðumst við, og var það meirihluti þingheims. Við ræddum við þá flesta og dreifðum gögnum til allra þingmanna. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, var málinu fremur hlynntur, en gat ekki gengið gegn vilja ráðherrans, húsbónda síns. Hann tjáði okkur einnig að stjórnmálamenn vantreystu íslenskum læknum til svo sérhæfðra verkefna. Ólafur Ólafsson landlæknir virtist hikandi og Björn Önundarson tryggingayfirlæknir var málinu andvígur. Undrun vakti fram- ganga embættismanns nokkurs sem átti hagsmuna að gæta. Hann beitti sér gegn hjartaskurðlækningum á íslandi og lýsti vantrú á getu íslenskra lækna á þessu sviði í blaðagreinum. Við áttum hauka í horni á Morgun- blaðinu, ritstjórana Styrmi Gunnarsson og Matthías Johannessen. Við upphaf þings haustið 1983 skrifuðu þeir nokkra öfluga leiðara í Morgunblaðið til stuðnings hjartaaðgerðum á íslandi. Haukur Bene- diktsson fyrrum forstjóri Borgarspítalans ritaði áhrifaríka grein um sama efni. Jónas Kristjánsson ritstjóri og Eiríkur Jónsson blaðamaður á DV lúskruðu á efasemda- mönnum. Á Alþingi var hart sótt að Matthíasi Bjarnasyni og kunni hann okkur Árna Kristinssyni litlar þakkir fyrir framgöng- una. Svavar Gestsson beindi fyrirspurn og gagnrýni til ráðherra og átti hann í vök að verjast. Öllum var ljóst að hjartaskurð- lækningar áttu nú sterku fylgi að fagna á Alþingi, þótt margir sjálfstæðismenn héldu sig til hlés í umræðunni af hollustu við ráðherrann. Þó lýsti Birgir Isleifur Gunnarsson stuðningi við málefnið. Aðrir öflugir stuðningsmenn voru Davíð Aðal- steinsson, Eiður Guðnason, Guðmundur Einarsson, Guðrún Agnarsdóttir, Kjartan Jóhannsson og Stefán Benediktsson. Tóm- as Árnason mælti einn gegn málinu. Ljóst var að almenningsálitið var hlynnt hjartaskurðlækningum á Islandi og svo fór að Matthías Bjarnason hét því að gangast fyrir endurnýjun hjartaþræðingar- tækjanna án tafar og skipa nýja nefnd til að gera tillögur um upphaf hjartaaðgerða. Nefndin lauk fljótt störfum og mælti með því að hjartaskurðlækningar yrðu hafnar árið 1986. Þetta gekk eftir og tókust lækn- ingarnar vel frá upphafi. Skurðsýkingar voru fátíðar. Af merkri bók Páls Sigurðssonar, Heilsa og velferð, mætti ætla að aðdragandi þessa máls hafi verið að mestu ágreiningslaus, en því fór fjarri. Ég hygg að læknar hafi sjaldan beitt Alþingi og fjölmiðla jafn- öflugum og farsælum þrýstingi, faglegu viðfangsefni til framdráttar. Vitanlega hefðu hjartaskurðlækningar hafist hér á landi fyrr eða síðar, en líklega var upphafi þeirra flýtt um nokkur ár. LÆKNAblaðið 2013/99 407

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.