Læknablaðið - 15.09.2013, Side 45
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Sérhæfð endurlífgun
Endurlífgun barna
Greining og meðferð slasaðra
Bráðalækningar utan sjúkrahúsa
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100
■ Á síðustu 5 árum
Meira en 5 ár siðan
■ Aldrei lokið námskeiði
Mynd 1. Hlutfall (%) svarenda sem Itöfðu
lokið sérhæfðum bráðanámskeiðum.
Mjbg góö
Fullnaegjandl
Nokkuö óbótavant
Verulega óbótavant
Mynd 2. Hvernig metur þú þá þjálfun sem
þú fékkst í læknadeild eða sérnámi til að sinna
vandamálum af eftirtöldum tegundum? Hltit-
fallsleg svör (%).
hjartasjúkdómum, endurlífgun og öndun-
araðstoð. Nánari greining á svörun vegna
einstakra flokka er sýnd á mynd 2. Ekki
var marktækur munur á svörum þétt-
býlis- og landsbyggðarlækna hvað varðar
þjálfun í námi til að sinna vandamálum í
þessum 9 flokkum (p=0,21-0,94).
Endurmenntun í bráðalækningum
Þegar læknar voru spurðir út í þá endur-
menntun sem þeir höfðu sótt sér eftir að
námi lauk í hinum 9 ólíku flokkum bráða-
þjónustu, töldu þeir að meðaltali í 54% til-
vika að hún hafi verið þokkaleg eða betri.
í að meðaltali 46% tilvika töldu læknar að
þeir hefðu ekki nógu vel eða með mjög
ófullnægjandi hætti getað sótt sér endur-
menntun á þessu sviði. Við mat á ólíkum
tegundum bráðatilvika var það einungis í
endurlífgun og bráðum hjartasjúkdómum
þar sem innan við fjórðungur lækna taldi
sig ekki hafa getað sinnt endurmenntun
sinni nógu vel eða með mjög ófullnægj-
andi hætti. í öðrum gerðum bráðatilvika
var hlutfall þeirra lækna sem töldu endur-
menntun sína ekki nægilega eða mjög
ófullnægjandi á bilinu 30-70%, hæst hvað
varðar fæðingar og kvensjúkdóma.
Læknar starfandi á landsbyggðinni
höfðu marktækt betur náð að sinna endur-
menntun varðandi viðbrögð við hóp-
slysum og almannavá heldur en þeir sem
starfa í þéttbýli. Höfðu 70% landsbyggðar-
lækna getað sinnt endurmenntun á þessu
sviði þokkalega eða betur á meðan það
átti einungis við um 30% þéttbýlislækna
(p<0,001). Er líklegt að þessi munur skýrist
af reglulegum flugslysaæfingum sem
haldnar hafa verið undanfarin ár víða um
land með þátttöku lækna. Þess ber þó að
geta að 56% landsbyggðarlækna telja end-
urmenntun sína á þessu sviði þokkalega
en einungis 15% telja þessum málaflokki
sinnt mjög vel eða fullnægjandi. Enn
mætti því bæta þjálfun á þessu sviði.
Við mat á helstu ástæðum þess að
heilsugæslulæknar gætu ekki sótt sér end-
urmenntun í bráðavandamálum reyndust
88% lækna telja það vera nokkuð eða
mikið vandamál að framboð á viðeigandi
námskeiðum fyrir landsbyggðarlækna sé
ekki nægilegt. Stuðningur vinnuveitanda
reyndist vera minna vandamál, 31%
svarenda töldu það þó nokkuð eða mikið
vandamál. Alls töldu 44% lækna það oft
vera vandamál að útvega afleysingu til
þess að þeir gætu sótt nauðsynleg endur-
menntunarnámskeið. Þéttbýlislæknar
höfðu marktækt oftar en landsbyggðar-
læknar átt í vandræðum með að fá kostnað
við námsleyfi greiddan af vinnuveitanda
(66% á móti 34%, p=0,01).
Áhrif bráðaþjálfunar á mönnun á læknis-
stöðum á landsbyggðinni
AIls töldu 80% lækna að skortur á þjálfun
og endurmenntun lækna til að bregðast
við slysum og bráðum veikindum ætti
þátt í að erfiðlega gangi að manna læknis-
stöður á landsbyggðinni. Þar af töldu 16%
það vera mjög mikinn þátt í vandanum,
38% talsverðan, 40% nokkurn og 6%
óverulegan. Marktækt færri landsbyggðar-
læknar töldu skort á þjálfun og endur-
menntun eiga þátt í mönnunarvanda, eða
67% á móti 88% (p=0,005). Bendir það til
þess að einhverjir læknar séu hikandi við
að takast á við það álag sem fylgir þessum
hluta starfs landsbyggðarlækna og kjósi
LÆKNAblaðið 2013/99 417