Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 25

Fréttatíminn - 19.09.2014, Page 25
Sorgin sem hvíldi yfir heimilinu þegar ég kom heim var ólýsanleg. Guðmundur Konráðsson hefur misst fjölda ástvina og átti lengi vel erfitt með að finna gleðina. Löngu seinna gerði hann sér grein fyrir að leyndar- dómurinn á bak við hamingjuna er sam- hygð og eining manna. Mynd/Hari Nýbýlavegi 12, Kópavogur facebook.com/kruderi Við eigum afmæli á morgun Í tilefni 1 árs afmælis okkar bjóðum við í kökuveislu á morgun, laugardaginn 20. sept. frá kl. 10-17. 20% afsláttur verður af súrdeigsbrauðum um helgina og kynning á glænýju vínarbrauðunum okkar. Allir hjartanlega velkomnir. Stuðningur eftir snjóflóðið Þó Guðmundur hafi öðlast þennan skilning nú var hann sannarlega ekki kominn á þennan stað þegar þriðja áfallið reið yfir. 26. október 1995, fyrir tæpum 19 árum síðan, létust 20 manns í snjóflóðinu á Flat- eyri. „Ég var þá fluttur frá Flateyri en þarna misstum við mikið af vin- um og frændfólki, bæði börn, ung- menni og fullorðna. Þetta áfall var af öðrum toga þar sem það bættist alltaf við eftir því sem dagurinn leið. Fyrst fréttum við að það hefði orðið snjóflóð. Siðan fréttum við að einhver hefði dáið. Áfallið hélt alltaf áfram að stækka.“ En Guðmundur segir að viðbrögð samfélagsins alls hafi nú verið gjörólík því sem áður var, sérstaklega ef hann ber það saman við þegar litli bróðir hans lést og fólk vissi ekki hvernig það átti að bregðast við. „Eftir snjóflóðið kom stuðningurinn frá öllu landinu, og reyndar náði hann út fyrir landstein- ana. Þá samhygð og stuðning var ótrú- lega að upplifa og sýndi mér svo vel hvað það er mikilvægt að loka ekki heldur gangast við sorginni, sitja með henni og syrgja saman.“ Þegar faðir Guðmundar lést 17. mars 2004 fann hann að samfélagið var enn tilbúnara til að tala um sorg- ina. „Enn og aftur upplifði fjölskylda mín mikinn stuðning og mér liggur við að segja að við vorum orðin svo vön að segja bless að það var bara sorg og söknuður sem var næstu árin. Engin skelfing, svartnætti eða aðrar tilfinn- ingar sem oft rísa með. Fyrir mig skipti þessi stuðningur sköpum í öllu sorgar- ferlinu. Það varð fyrir vikið ekki eins persónulegt, ef svo má að orði komast, þessi þrúgandi einvera og þyngsli sem fylgdu þegar litli bróðir minn dó. Allt var miklu opnara.“ Leyndarmálið er samhygð og eining Með dyggri leiðsögn andlegs kenn- ara hans segist Guðmundur með tím- anum hafa gert sér grein fyrir að lífið sé í raun búið til úr hugmyndum hvers og eins, hugar-myndum. „Hugmyndum um sjálfan þig, hvernig heimurinn er, hver er að brjóta lögmál guðs og hvern- ig er best að refsa honum. Þetta er samt allt blekking. Reyndar gengur það svo langt að sá sem trúir þessum hugar- myndum er í raun einnig hugmynd. Þegar ég sá sannleikann í þessu gat ég sagt með fullri vissu að ég hafði staðið við loforðið sem ég gaf bróður mínum því eina leiðin til að uppfylla loforðið var að sjá að það er enginn raunveru- legur aðskilnaður, þú og ég. Þessi heil- un sem kemur með sannri einingu ýtti mér af stað til að gera eitthvað ennþá stærra,“ segir Guðmundur en skipu- lagning fyrstu Heimsljóss messunar fyrir 5 árum var ein birtingarmynd þess hjá Guðmundi. „Nokkur ár eru síðan ég fór að taka eftir því að það var eitthvað leyndarmál falið í samhygð og einingu manna, og ég skynjaði að það var eitthvað miklu dýpra en sá heilandi kraftur sem er til staðar þegar einhverju er gefin full at- hygli. Þessi upplifun ýtti mér af stað í ferðalag þar sem ég upplifði óendan- lega fegurð, samhygð og kærleika.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is viðtal 25 Helgin 19.-21. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.