Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Síða 28

Fréttatíminn - 19.09.2014, Síða 28
Við lánum 1.500.000 kr. aukalega til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti.* Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. Húsnæðislána­ ráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda og geta því gefið þér góð ráð. Ræddu við húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi. *Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Veittur er helmingsafsláttur af lántökugjöldum til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda­ og lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign? Húsnæðislán 50% afsláttur af lántökugjöldum við kaup á fyrstu eign er veittur til áramóta E N N E M M / S ÍA / N M 6 3 9 4 4 Harður heimur í London Bellatrix var úti í London í 4 ár með hléum, en meðlimir hljóm- sveitarinnar bjuggu þar lengst í tvö ár. Hugmyndirnar voru stórar og væntingar miklar. Það þurfti sterk bein til þess að lifa af harðan heim tónlistarinnar í milljónasamfélagi. „Þetta var ógeðslega gaman. Við spiluðum stanslaust í tvö ár. Alveg gríðarleg keyrsla, sem er rosa gaman þegar maður er ungur. Allt svo nýtt, nýtt fólk og nýir staðir. Við urðum samt þreytt, og það var kannski bara það sem gerði útslagið. Við tæmdum okkur bara líkamlega og andlega. Ekki bara á harkinu heldur líka hvert á öðru. Hugtakið hljómsveit er mjög magnað. Það vilja allir eitthvað en samt líka sitthvað. Við rifumst eins og hundar og kettir en í dag erum við öll mjög góðir vinir. Það er það sem stendur upp úr. Við komumst í gegnum þetta ósködduð.“ Árið 2001 hættir Bellatrix og hópurinn tvístraðist um allar jarðir en Elíza varð eftir í London. „Ég ætlaði sko alveg að meika það sem sólólistamaður. Ég var orðin svo fræg og ætlaði sko aldeilis að láta þetta ganga upp. Svo komu fyrstu tónleikarnir og ég fékk áfall. Tónleikarnir gengu vel og fullt af fólki mætti en ég var ein. Ég fór alveg inn í mig og var 15 ára aftur. Það tók mig svolítinn tíma að byggja upp sjálfstraust og öryggi til þess að gera þetta ein.“ „Ég hætti við sólóplönin, fann að ég var ekki tilbúin og stofnaði hljómsveitina Scandinavia í sam- starfi við nokkra vini mína í Lond- on. Það var mín aðferð við að halda áfram að vinna í músík, en í sam- starfi við aðra. Það skal enginn van- meta mátt hljómsveitarsamstarfs,“ segir Elíza. „Stuðningurinn er svo mikill og traustið. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með sjálfan mig. Ég hélt að ég væri meira töff, en svo er þetta meira mál.“ Elíza kom heim árið 2006 og var í mikilli óvissu með hvað hún ætlaði og hvað hana langaði að gera. „Ég var eiginlega bara komin á það að hætta í tónlist. Langaði að gera eitthvað allt annað. Svo um leið og maður ætlar að sleppa takinu þá kemur eitthvað nýtt upp. Þá fór ég að semja lögin á fyrstu sólóplöt- una mína. Ég vildi hafa hana mjög einfalda og taka allt upp í fáum tökum og hrátt. það voru ekkert svo margir sem náðu því,“ segir Elíza og hlær. „Eftir plötuna fór ég í Listahá- skólann í kennsluréttindanám. Ég vissi voðalega lítið um það en mamma mín hafði bent mér á það. Það var rosalega gaman og ég kynntist mörgu fólki og fékk nýja sýn. Eins og bara það að nýta eitt- hvað af reynslu minni til þess að kenna, ég hafði enga trú á því að ég gæti gert það, en svo fannst mér það bara rosa gaman. Krakkarnir virðast fíla mig og ég þarf ekkert að hafa alltof mikið fyrir þessu. Eftir þetta nám fór ég til London í meistaranám í listkennsufræðum og byrjaði að kenna þar.“ Á þessum tíma hafði Elíza kynnst Gísla og stuttu seinna fór hugurinn að leita heim. „Við vorum búin að þekkjast í svolítinn tíma og unnum að annarri plötunni minni hér heima saman. Eftir að ég flutti út fór þetta að þró- ast aðeins meira og árið 2010 vorum við orðin par.“ Elíza sinnir tónmenntar- og um- sjónarkennslu í Háaleitisskóla við Ásbrú á gamla hersvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Borgar sig stundum að grínast Árið 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus og heimsbyggðin fylgdist með fréttum frá Íslandi fékk Elíza símtal frá fréttamanni Al Jazeera sjón- varpsstöðinni í Englandi og var með undarlega en skemmtilega bón til söngkonunnar. „Ég fékk símtal þegar ég var í skólanum í London frá fréttamanni sem sagðist hafa fengið ábendingu um að ég væri starfandi íslenskur tónlistarmaður í London. Hann spurði hvort ég vildi ekki koma í fréttirnar hjá þeim og hjálpa þeim að bera fram Eyjafjallajökull og ef ég væri í stuði kannski semja smá lag upp á grín. Þetta átti að vera seinna sama dag og þeir myndu senda bíl til að sækja mig og skutla heim,“ segir Elíza. „Það var það sem fékk mig til að segja já, að fá að keyra um London með einkabílstjóra, sem gerist ekki oft. Ég samdi lag á 2 mínútum og fór og flutti þetta og pældi svo ekkert meira í því. Viku seinna þegar ég var í lestinni þá er þar kona sem segir við mig að lagið hafi verið flott, svo hringir fréttamaðurinn aftur og segir mér að þessi frétt hafi verið sú vinsælasta á stöðinni frá upphafi og þeir séu búnir að sýna hana mörgum sinnum. Upp úr því fór þetta um allt internetið og fréttir birtust út um allt. New York Times, Telegraph, Huffington Post og fleiri miðlum. Svo var það breskt plötufyrirtæki sem biður mig að gefa út lagið í hvelli. Þá fórum við Gísli í studíó og gerðum lagið að 3 mínútna lagi og gáfum út næstum strax,“ segir Elíza. „Lagið seldist vel og fékk góða spilun út um allt og hefur verið not- að í heimildarmyndum og bíómynd og lifir en góðu lífi. Það borgar sig greinilega að grínast smá.“ Baráttan gengur hægt Nú hefur þú starfað í tónlist í rúm tuttugu ár, þrátt fyrir ungan aldur. Finnst þér hlutverk konunnar í tónlistarbransanum ennþá jafn lítið eða hefur þetta þróast eitthvað í jákvæða átt? „Mér finnst þetta þróast alveg rosalega hægt, ég verð bara að segja það. Ég er ekki vön því að hengja mig á leiðinlega hluti en stundum finnst mér þetta einum of þreytandi. Til dæmis þegar far- ið er yfir íslenska tónlistarsögu þá er oft konum lítið hampað. Á þeim árum sem Kolrassa vann músík- tilraunir komu fram stelpur, sem vöktu mikla athygli en var aldrei talað um. Kolrassa krókríðandi er stundum ekki nefnd á nafn, þrátt fyrir 3 plötur og miklar vinsældir. Ég held samt að þetta sé ekki meðvitað hjá körlunum en þeir hugsa þetta oftar út frá eigin upp- lifun,“ segir Elíza. „Þetta stendur þó allt saman til bóta með stofnun Kítón sem eru samtök kvenna í tónlist, sem ég styð alveg 100%“ Elíza og Gísli vinna mikið sam- an að listinni og eru með mörg verkefni fyrir erlenda aðila, þar sem þau semja lög fyrir listamenn og auglýsingar. „Þetta er bara svona heimavinna, beint frá býli. Það var meðvituð ákvörðun að flytja hingað í Hafnirnar og vinna saman heima. Þegar maður hefur búið í stórborg lengi þá eru vega- lengdir eitthvað sem maður veltir ekki fyrir sér. Ég er ekki nema 6 mínútur út í búð. Kannski verður þetta erfiðara í vetur, en þá er maður bara meira heima,“ segir Elíza alsæl á Suðurnesjunum. Næstu tónleikar Elízu verða á Airwaves, þar sem hún kemur fram á Kíton tónleikum á Bunk Bar laugardaginn 8. nóvember. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Eftir að ég flutti út fór þetta að þróast aðeins meira og árið 2010 vorum við orðin par.“ 28 viðtal Helgin 19.-21. september 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.