Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 37

Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 37
Vetrarferðir Kynningarblað Helgin 19.-21. september 2014 F jallaskíðun er íþrótt sem nýtur æ meiri vinsælda hér á landi. Að sögn Ívars Finnbogason- ar, yfirleiðsögumanns hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, er mikilvægt fyrir fólk sem stundar fjallaskíða- mennsku að sækja sér fræðslu til að auka öryggi sitt. „Fólk eyðir töluverð- um fjármunum í búnað en að sama skapi er gríðarlega mikilvægt að læra að þekkja hætturnar,“ segir hann. Almennt gengur fólk á fjöll yfir sumartímann en fer á skíði yfir vet- urinn. „Á fjallaskíðum sameinast þetta tvennt með einkar skemmti- legum og ævintýralegum hætti,“ segir Ívar. Á fjallaskíðum gengur fólk upp fjall á skíðunum. „Við lím- um skinn undir skíðin og hárin grípa í snjóinn. Þá eru bindingarn- ar stilltar þannig að þær henti til göngu. Þetta er ótrúlega þægileg og fljótleg leið til að ganga á fjöll. Svo þegar upp er komið rífum við skinnin af skíðunum og breytum bindingunum og skíðum niður.“ Hjá Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum verður boðið upp á tvenns konar námskeið fyrir fjallaskíða- fólk í vetur. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður þriggja daga námskeiðið Fre- eride. Þar verða kennd öguð vinnu- bögð við mat á snjóflóðahættu og eftir námskeiðið ættu nemendur að vera færir um að taka meðvitaðar ákvarðanir um styrk snjóþekjunnar í ferðum með sínum jafningjum og vera hæfir um að framkvæma hraða leit að gröfnum félögum. Byrjendum á fjallaskíðum stend- ur til boða sex daga námskeið á Tröllaskaga. „Námskeiðið hentar einnig vel fyrir fólk sem er þegar byrjað að stunda fjallaskíðun en vill sækja sér meiri þekkingu á íþrótt- inni og öryggismálum. Það er einn- ig kjörið tækifæri til að kynnast Tröllaskaganum undir handleiðslu reyndra leiðsögumanna.“ Ívar segir Tröllaskagann góðan stað því hækk- unin í fjöllunum passi mjög vel til fjallaskíðunar. Hópurinn Skíðagengið er fyrir vant svigskíðafólk sem langar að víkka sjóndeildarhringinn og kom- ast reglulega út fyrir troðnar brautir skíðasvæðanna undir faglegri leið- sögn. Fjallamennska Almenn fjallamennska er sex daga námskeið þar sem farið er yfir allan grunn sem fólk þarf í fjallamennsku og klifri. Að sögn Ívars er nauðsyn- legt að fólk hafi bakgrunn í úti- vist til að sækja námskeiðið. „Þar læra nemendur um almenna línu- vinnu, gerð berg- og snjótrygginga, sprungubjörgun, ísklifur, öryggi í sambandi við snjóflóð og ýlaleit, ferðamennsku á jöklum og í fjall- lendi, broddtækni, ísaxarbremsun og fleira.“ Ísklifur Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á klifurnámskeið bæði fyrir byrjendur og reynslumeiri klifrara. „Mjög algengt er að á námskeiðin komi fólk sem vill prófa ísklifur. Það hefur jafnvel verið að stunda klifur en hefur metnað til að gera meira. Oft koma líka til okkar er- lendir ferðamenn.“ Þá er einnig boðið upp á framhaldsnámskeið og er gerð krafa um að nemendur þar hafi þegar lokið byrjendanámskeiði eða hafi reynslu úr klifri. Fjallgönguhópar Fyrir fólk sem vill stunda fjallgöng- ur allt árið eru starfandi hópar eða „gengi“ hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum. Í hópunum Fjalla- gengi og Fjallafólk er þrekæfing eða fjallganga einu sinni í viku ásamt mánaðarlegum dagsferðum á hin ýmsu fjöll landsins. Í hópnum Brattgenginu er fókus- inn á klifur og fjallamennsku. „Þar kennum við helstu atriði við klifur. Byrjum einfalt og færum okkur yfir í flóknara klifur. Þar eru hlut- föll nemenda á móti kennurum eftir erfiðleikastigi þannig að stundum er einn kennari fyrir hverja tvo nem- endur. Námskeiðin hjá Brattgeng- inu hafa gefist mjög vel og sumir koma aftur og aftur og hafa gaman af því að stunda krefjandi útivist undir dyggri leiðsögn,“ segir Ívar. Unnið í samvinnu við Íslenska fjallaleiðsögumenn Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I Svo þegar upp er komið rífum við skinnin af skíðunum og breytum bindingunum og skíðum niður. Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á námskeið í fjallamennsku, klifri og fjalla- skíðun. Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson Almenn Fjallamennska er sex daga námskeið þar sem farið er yfir allan grunn sem þarf í fjalla- mennsku og klifri. Ljós- mynd/Björgvin Hilmarsson Útivist á fjöllum nýtur sífellt meiri vinsælda hjá Íslendingum og ferðamönnum sem landið heimsækja. Hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum er boðið upp á lengri og styttri námskeið og ferðir undir leiðsögn reyndra fjallagarpa. Fagmenn á fjöllum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.