Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 44

Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 44
44 ferðalög Helgin 19.-21. september 2014 S á sem er á ferðalagi í útlönd-um þegar flugfélagið fer í þrot þarf sjálfur að leggja út fyr- ir nýjum miða til að komast heim. Farþeginn getur síðar gert kröfu í þrotabú félagsins en ef ferðin ófarin er andvirði flugmiðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti aftur- kallað greiðsluna. Ferðamenn á vegum ferðaskrifstofa eru hins vegar mun betur settir ef rekstur ferðaskrifstofu stöðvast í miðri ferð. Þá á skyldutrygging ferðaskrifstofa að bæta tjón farþeganna og þeim  RegluveRk DaniR Reyna nýjaR leiðiR fyRiR flugfaRþega Vilja tryggja flugfarþega gegn gjaldþrotum Þeir sem setja saman sína eigin utanlandsferð eru mun verr settir ef flugfélög fara í þrot en viðskiptavinir ferðaskrifstofa. Í Danmörku gengur illa að jafna stöðu þessara tveggja hópa þrátt fyrir áralangar tilraunir yfirvalda. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 16BLSBÆKLINGUR STÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM ÞÚ Þ AR FT BA RA AÐ SKANNA QR KÓÐANN TIL AÐ FÁ NÝJASTA BÆKLINGIN N Í SÍM AN N ÞI NN Kynntu þér Dublin á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Dublin Haustferð 23.-26.OKTÓBER 20.–23. NÓVEMBER Verð frá aðeins 88.500 kr. er flogið heim án aukakostnaðar. Í Danmörku hafa stjórnvöld um ára- bil reynt að bæta stöðu þeirra sem aðeins kaupa flugmiða. Ástæðan er sú að síðustu ár hafa alla vega þrjú stór flugfélög farið í þrot þar í landi og fjölmargir farþegar urðu þá strandaglópar. Fá flugfélög fylgja reglunum Farþegar sem kaupa flugmiða með dönskum flugfélögum í dag eiga að hafa möguleika á að bæta sérstakri gjaldþrotatryggingu við pöntunina og er iðgjaldið 20 danskar krónur (rúmar 400 íslenskar). Þeir sem kaupa trygginguna eiga þá rétt á bótum ef rekstrarstöðvun flugfélags setur strik í ferðaplönin. Nýleg könnun á vegum danskra neytenda- yfirvalda leiddi hins vegar í ljós að aðeins á þriðjungur flugfélaganna þar í landi var með upplýsingar um trygginguna aðgengilegar á heima- síðunni sinni og bauð upp á hana í bókunarferlinu. Það eru sem sagt miklir brestir í kerfinu. Salan fer til hins opinbera Nú hafa verið lagðar fram betrum- bætur á reglunum og samkvæmt þeim eiga flugfélögin að hætta að innheimta iðgjöldin sjálf og vísa í staðinn á heimasíðu Ábyrgðasjóðs ferðamanna (Rejsegarantifonden). Þar á farþeginn að geta keypt trygg- inguna í framtíðinni. Talsmaður neytendasamtakanna Tænk í Dan- mörku segir í viðtali við Politiken að það komi ekki nægjanlega skýrt fram í nýju reglunum hvernig flug- félögin eigi að kynna trygginguna og efast því um að staða flugfarþega muni batna. Talsmaðurinn segist hafa kosið þá leið að 5 danskar krón- ur (um 100 íslenskar) yrðu lagðar ofan á alla flugmiða sem seldir væru frá Danmörku. Þar með væru allir farþegar tryggðir. Sú tillaga hlaut hins vegar ekki hljómgrunn innan nefndarinnar sem vann að nýju regl- unum. Veikir samkeppnisstöðuna Ef nýja regluverkið verður sam- þykkt munu öll f lugfélög sem fljúga meira en 25 þúsund ferðir frá Danmörku á ári þurfa að upplýsa farþega sína um gjaldþrotatrygg- inguna. Talsmenn ferðaþjónust- unnar í Danmörku benda á að þessi sérdanska leið geti veikt stöðu inn- lendra flugfélaga því þau erlendu þurfa ekki að bjóða upp á trygg- inguna. Hvorki Icelandair né WOW air fljúga til að mynda nægjanlega oft til og frá dönskum flugvöllum til að vera skylduð til að hafa trygg- inguna á boðstólum. Ekkert annað Evrópuland hefur fylgt fordæmi Danmerkur í þessum efnum. Sérstök gjaldþrotatrygging fyrir flug- farþega í Danmörku á að gera stöðu þeirra jafn góða og þeirra sem kaupa pakkaferðir ef rekstur flugfélags stöðvast. Mynd: CopenhagenMediaCenter/ Ty Stange Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.