Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 54

Fréttatíminn - 19.09.2014, Side 54
54 matur & vín Helgin 19.-21. september 2014 G réta er Baltic por-ter sem er nokkuð svipaður öðrum porterum en hann er gerj- aður með lagergeri. Það er þekkt afbrigði af porter að gerja hann með lagergeri en þessi er kannski ekki alveg jafn hefð- bundinn og við sjáum venjulega,“ segir Árni Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Árni er að ræða um Októberfestbjór Borgar brugghúss sem kallast Gréta, með vísun í Hans og Grétu. Gréta er fyrsti Baltic Porter bjórinn sem bruggmeistarar Borgar senda frá sér en í þessum bjórstíl koma heim og saman ólíkar brugghefðir Austur-Evrópu og Bretlandseyja, í dökk- um en sætum bjór. Í bragðinu er að finna súkkulaði, lakkrís og toffí allt í senn. Baltic Porter bjór- ar féllu að mestu í gleymskunnar dá á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöld en við lok kalda stríðsins og við fall járntjaldsins seint á síð- ustu öld, hófu örbrugghús á Vesturlöndum að fram- leiða bjórinn aftur. Árni hóf nýlega störf hjá Borg brugghúsi og Gréta er fyrsti bjórinn sem hann tekur þátt í að þróa frá grunni. Árni er upp- alinn hjá Ölgerðinni en hefur starfað í Noregi og í Ölvisholti. „Ég þekkti þá Borgar-menn nokkuð vel fyrir og vissi að þeir væru svipað þenkj- andi og ég. Þeir eru með skemmti- legar hugmyndir sem maður vill fá að taka þátt í að vinna með. Þetta er gott partí sem er gaman að fá að vera með í.“ Gréta er kom- in í sölu á öllum betri bjórbörum og í Fríhöfninni en kemur í sölu í Vínbúðunum um mánaðamót. Og Árni er spennt- ur fyrir fram- haldinu í Borg. „ Næstu mán - uðir munu vera mjög skemmti- legir, það verð- ur góð alda af nýjum bjórum á næstunni. Það er margt í pípunum.“  Bjór Árni LonG tiL BorGar BruGGhúss Októberfest Borgar brugghúss kallast Gréta og er porter en gerjaður með lagergeri. Þetta er fyrsti bjórinn sem Árni Long, nýr bruggmeistari í Borg, tekur þátt í þróa með félögum sínum. Bruggmeistararnir Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi. Valgeir hand- leggsbrotnaði þegar hann datt af hestbaki. Ljósmynd/Hari Tveir íslenskir graskersbjórar Nú styttist óðum í að tímabil Október- festbjóra renni upp hér á landi. Reynd- ar er hægt að næla sér í einhverja nú þegar á börum og í Fríhöfninni en sölu- tímabilið í Vínbúðunum hefst miðviku- daginn 1. október. Athygli vekur að tvö íslensk brugg- hús senda frá sér Októberfest-bjóra með graskersbragði. Ölvisholt sendir frá sér Hrekkjalóm, porterbjór þar sem notast var við grasker og nokkur krydd. Steðji verður með Októberbjór, graskersbjór sem bruggaður er úr sérstöku Red X malti og austurrískum styrian graskersfræjum. Hann er í Bock-stíl og í ætt við þýska Októberfestbjóra. Auk þess verður í boði Gréta nr. 27 frá Borg brugghúsi, Kaldi Október og tveir erlendir; Löwenbräu Oktoberfest og Samuel Adams Octoberfest. Gréta kemur með réttu stemninguna fyrir Októberfest ómissandi! ólýsanleg! ótrúleg! i i! ! ! MUNDU EFTIR APPINU! Sýningarstaðir HÁSKÓLABÍÓ, BÍÓ PARADÍS, TJARNARBÍÓ OG NORRÆNA HÚSIÐ Miðasala Upplýsingar Í TJARNABÍÓI OG Á RIFF.IS FRÁ 18. SEPT ALLAR UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS Skoðaðu sýnishorn úr myndunum á riff.is Allar myndir eru sýndar með enskum texta Tækifæri í september SIEMENS Uppþvottavél SN 45M507SK (stál) 13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing. Tækifærisverð: 144.900 kr. stgr. (Fullt verð: 179.900 kr.) SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Útdraganleg „crisper- Box“-skúffa. „lowFrost“-tækni. Stór „bigBox“-frystiskúffa. Hraðfrysting. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Tækifærisverð: 97.900 kr. stgr. (Fullt verð: 119.900 kr.) Orkuflokkur Öryggisgler Orkuflokkur

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.