Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 19.-21. september 2014 G réta er Baltic por-ter sem er nokkuð svipaður öðrum porterum en hann er gerj- aður með lagergeri. Það er þekkt afbrigði af porter að gerja hann með lagergeri en þessi er kannski ekki alveg jafn hefð- bundinn og við sjáum venjulega,“ segir Árni Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Árni er að ræða um Októberfestbjór Borgar brugghúss sem kallast Gréta, með vísun í Hans og Grétu. Gréta er fyrsti Baltic Porter bjórinn sem bruggmeistarar Borgar senda frá sér en í þessum bjórstíl koma heim og saman ólíkar brugghefðir Austur-Evrópu og Bretlandseyja, í dökk- um en sætum bjór. Í bragðinu er að finna súkkulaði, lakkrís og toffí allt í senn. Baltic Porter bjór- ar féllu að mestu í gleymskunnar dá á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöld en við lok kalda stríðsins og við fall járntjaldsins seint á síð- ustu öld, hófu örbrugghús á Vesturlöndum að fram- leiða bjórinn aftur. Árni hóf nýlega störf hjá Borg brugghúsi og Gréta er fyrsti bjórinn sem hann tekur þátt í að þróa frá grunni. Árni er upp- alinn hjá Ölgerðinni en hefur starfað í Noregi og í Ölvisholti. „Ég þekkti þá Borgar-menn nokkuð vel fyrir og vissi að þeir væru svipað þenkj- andi og ég. Þeir eru með skemmti- legar hugmyndir sem maður vill fá að taka þátt í að vinna með. Þetta er gott partí sem er gaman að fá að vera með í.“ Gréta er kom- in í sölu á öllum betri bjórbörum og í Fríhöfninni en kemur í sölu í Vínbúðunum um mánaðamót. Og Árni er spennt- ur fyrir fram- haldinu í Borg. „ Næstu mán - uðir munu vera mjög skemmti- legir, það verð- ur góð alda af nýjum bjórum á næstunni. Það er margt í pípunum.“  Bjór Árni LonG tiL BorGar BruGGhúss Októberfest Borgar brugghúss kallast Gréta og er porter en gerjaður með lagergeri. Þetta er fyrsti bjórinn sem Árni Long, nýr bruggmeistari í Borg, tekur þátt í þróa með félögum sínum. Bruggmeistararnir Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi. Valgeir hand- leggsbrotnaði þegar hann datt af hestbaki. Ljósmynd/Hari Tveir íslenskir graskersbjórar Nú styttist óðum í að tímabil Október- festbjóra renni upp hér á landi. Reynd- ar er hægt að næla sér í einhverja nú þegar á börum og í Fríhöfninni en sölu- tímabilið í Vínbúðunum hefst miðviku- daginn 1. október. Athygli vekur að tvö íslensk brugg- hús senda frá sér Októberfest-bjóra með graskersbragði. Ölvisholt sendir frá sér Hrekkjalóm, porterbjór þar sem notast var við grasker og nokkur krydd. Steðji verður með Októberbjór, graskersbjór sem bruggaður er úr sérstöku Red X malti og austurrískum styrian graskersfræjum. Hann er í Bock-stíl og í ætt við þýska Októberfestbjóra. Auk þess verður í boði Gréta nr. 27 frá Borg brugghúsi, Kaldi Október og tveir erlendir; Löwenbräu Oktoberfest og Samuel Adams Octoberfest. Gréta kemur með réttu stemninguna fyrir Októberfest ómissandi! ólýsanleg! ótrúleg! i i! ! ! MUNDU EFTIR APPINU! Sýningarstaðir HÁSKÓLABÍÓ, BÍÓ PARADÍS, TJARNARBÍÓ OG NORRÆNA HÚSIÐ Miðasala Upplýsingar Í TJARNABÍÓI OG Á RIFF.IS FRÁ 18. SEPT ALLAR UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS Skoðaðu sýnishorn úr myndunum á riff.is Allar myndir eru sýndar með enskum texta Tækifæri í september SIEMENS Uppþvottavél SN 45M507SK (stál) 13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing. Tækifærisverð: 144.900 kr. stgr. (Fullt verð: 179.900 kr.) SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Útdraganleg „crisper- Box“-skúffa. „lowFrost“-tækni. Stór „bigBox“-frystiskúffa. Hraðfrysting. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Tækifærisverð: 97.900 kr. stgr. (Fullt verð: 119.900 kr.) Orkuflokkur Öryggisgler Orkuflokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.