Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 4

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 4
RITSTJ ORNARGREIN Tímaritið ÞJÓÐLÍF hefur göngú sína með þessu hefti sem þú hefur í höndunum og það er líklegt að fyrsta spumingin sem kemur upp í huga þinn sá þessi: Er þörf á enn einu tímaritinu til viðbótar við þau sem þegar eru á markaðnum? Til hvers? Og satt að segja höfum við sem að þessu riti stöndum oft verið spurð þessara spuminga undanfarinn mánuð. Við svömm: í fyrsta lagi er óheilbrigt að öll fjöl- miðlun og upplýsingamiðlun í þjóðfélaginu safnist á fáar hendur. í þessu efni er samkeppni og fjöl- breytni nauðsynleg. Blaða- og tímaritaútgefendur hafa mismunandi áhugamál. Svo er og um einstakl- ingana í þjóðfélaginu. Við ætlum að keppa á tíma- ritamarkaðnum, ekki með eftiröpun, heldur setjum við okkur það mark að verða öðmvísi, við ætlum okkur að leggja áherslu á svið sem við teljum van- rækt, annað hvort vegna áhugaleysis annarra fjöl- miðla eða vanmáttar þeirra. ÞJÓÐLÍF mun leggja metnað sinn í að birta upp- lýsandi efni um stjómmál, efnahagsmál, félagsmál, menningarmál, listir og vísindi, auk hvers kyns af- þreyingarefnis. Við munum ganga í smiðju til sér- fræðinga á hinum ýmsu sviðum, sem munu skrifa greinar í ritið eða leggja því til ráð og ábendingar. Þannig er í þessu fyrsta tölublaði ítarlegasta grein sem birst hefur á íslensku frá sjónarhóli vísinda- manns um geimvamaáætlun Bandaríkjanna, en hana hefur dr. Hans Kr. Guðmundsson eðlisfræðingur tekið saman. En það em ekki aðeins háskólamenn sem em sérfræðingar; ungur sjómaður, sem þó hefur starfað hálfa ævi sína á sjó og þekkir starfsað- stöðu sjómanna því af langri og beiskri reynslu, gefur hrollvekjandi mynd af því hvemig öryggismál- um íslenskra sjómanna er komið í dag. ÞJÓÐLÍF á þannig ekki að vera tímarit skrifað af sérfræðingum fyrir sérfræðinga, heldur á það að miðla þekkingu frá sérfróðum mönnum til almenn- ings um efni sem almenning varðar miklu. Markmið okkar er upplýsing og skoðanaskipti byggð á upp- lýsingum. ÞJÓÐLÍF dregur ekki taum eins stjóm- málahóps eða skoðanahóps fremiu: en annars. Að stofnun þess stendur hins vegar félagshyggjufólk úr flestum stjómmálaflokkum landsins eða utan þeirra og sjálfsagt setur það mark sitt á efnisval okkar. ÞJÓÐLÍF er þó ekki málgagn í hefðbtmdnum skiln- ingi þess orðs, ekki vettvangur fyrir predikara. Við viljum hins vegar auðvelda lesendum að kryfja og skilja innviði þess sérkennilega samfélags sem við lifum í. Það er tilgangurinn. Jón Guðni Kristjánsson. ÞJÓÐLÍF Tímaritið Þjóðlíf. 1. tölublað, 1. árgangur. Útgefandi: Félagsútgáfan hf., Laugavegi 18A, sími 621880 Ritstjóri: Jón Guðni Kristjánsson. Framkvæmdastjóri: ólafur ólafsson. Auglýsingastjóri: Áslaug Jóhannesdóttir. Ljósmyndir: Oddur Ólafsson Prófarkalestur: Berglind Gunnarsdóttir og Hildur Finnsdóttir. Hönnun og Útlit: Bjöm Br. Bjömsson. Umbrot: Jóhannes Eiríksson. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. Tímaritiö Þjóðlíf kemur út sex sinnum á ári. Verð í áskrift fyrir þrjú tölublöö kr. 490,- Verö í lausasölu kr. 179,- Sérfræðilegir ráöunautar: Efnahagsmál, stjórnmál, sagnfræði: Birgir Ámason, Gísh Gunnarsson, Magnús Ól- afsson, Svanur Kristjánsson. Orku- og iðn- aðarmál: Finnbogi Jónsson. Húsnæöismál: Guðni Jóhannesson, Ingi Valur Jóhannes- son. Líffræöi, líftækni: Jakob Kristinsson, úlfar Antonsson. Eölisfræöi, efnistækni: Hans Kr. Guðmundsson. Jarðfræði: Sig- urður Steinþórsson. Læknisfræöi, heil- brigðismál: Helgi Kristbjamarson, Helgi Valdimarsson. Tónlist: Aagot Óskarsdótt- ir, Andrea Jónsdóttir, Tómas R. Einars- son. Bókmenntir: Ámi Sigurjónsson, Þor- valdur Kristinsson. LeikhÚS: Hlín Agnars- dóttir. Ráðunautamir bera enga ábyrgð á efni og framsetningu nema sérstaklega sé til þeirra vitnað eða þeir skrifi undir nafni. 4 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.