Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 7

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 7
Svavar Gestsson eftir stormasamt ár: Fram til ársins í ár sýndu fjölmiðlar innri málum Alþýðubandalagsins lítinn áhuga. Meðan átök og mannaskipti áttu sér stað í Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum fyrir opnum tjöldum gátu al- mennir blaðalesendur og fjölmiðlaneytendur vart fengið aðra hugmynd en þá, að innan Alþýðubanda- lagsins ríkti friður og eining og formaður flokksins, Svavar Gestsson, væri óumdeildur leiðtogi hans. En snemma ársins 1985 var eins og flóðbylgja brysti. Allt í einu var Alþýðubandalagið komið undir smásjá fjöl- miðlanna. Skyndilega varð opinber djúpstæður ágrein- ingur flokksmanna um menn, stefnu og starfshætti. Það þarf ekki að rifja upp fyrir áhugamönnum um stjórnmál grein Svans Kristjánssonar í Mannlífi, skýrslu hinnar svokölluðu mæðranefndar og skýrslu starfsháttanefndar, sem birt var í blöðum skömmu fyrir nýafstaðinn landsfund flokksins og landsfundur- inn gerði raunar að sinni ályktun. Fyrir landsfundinn ræddu menn urn það hvort Alþýðubandalagið myndi lifa af eða hvort klofningur yrði þar endanlega stað- festur og Alþýðubandalagið í sinni núverandi mynd heyrði sögunni til. Harkaleg átök formanns flokksins og nýkjörins varaformanns unt stöðu formanns út- gáfufélags Þjóðviljans nokkrum dögum fyrir lands- fundinn hljómuðu í eyrum margra sem forspil að Sálumessu yfir jarðneskum leyfum Alþýðubanda- lagsins. En flokkurinn klofnaði ekki. „Alþýðubandalagið hefur byrjað nýtt líf,“ segir Svavar Gestsson og bætir því við að enginn annar íslenskur stjórnmálaflokkur hefði staðið af sér það óveður sem geisað hefur innan Alþýðubandalagsins síðustu mánuði. En hver er staða hans sjálfs eftir þennan landsfund, hvers konar flokkur er Alþýðubandalagið og að hverju stefnir það? Hvern- ig lítur sú ríkisstjórn út, sem Svavar Gestsson vill helst sjá komast á laggirnar á Islandi? Er landsfundurinn endanleg staðfesting þess að Alþýðubandalagið sé krataflokkur af skandinavískri og vesturevrópskri gerð og Svavar Gestsson krataforingi? PJÓÐLIF 7

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.