Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 17
úrvalsskáldverka. Hér aö framan var
miimst á verk af þessum toga, sem út
komu í fyrra, og það er fagnaöarefni aö
þessi þróun heldur áfram.
Mál og menning gefur nú út fyrsta
skáldverkið frá Tyrklandi sem gefið er
út á íslensku, skáldsöguna Memed mjói
eftir Yashar Kemaí. Kemal er víðfrægur
höfundur, sem hefur verið þýddur á
fjölda tungumála. Mál og menning gef-
ur einnig út bókina Ástkona franska
liðsforingjans eftir John Fowles í þýð-
ingu Magnúsar Rafnssonar. Þetta er víð-
kunn saga og kvikmynd gerð eftir
henni hefur nýlega verið sýnd hér-
lendis.
Setberg gefur út skáldsögu Finnans
Antti Tuuri, Dagrn í Austurbotni, en fyrir
hana hlaut hann bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í fyrravetur og veitti
þeim viðtöku í Háskólabíói. Njörður
Njarðvík þýddi bókina.
Af jarðarför Landsmóðurirmar gömlu
nefnist skáldsaga kólumbíska nóbels-
verðlaunahöfundarins Gabriel García
Márquez sem Forlagið gefur út í þýð-
ingu Þorgeirs Þorgeúrssonar. Guðberg-
ur Bergsson hefur sem kunnugt er þýtt
margar bækur þessa höfundar á ís-
lensku, og þótt Þorgeir hafi nú tekið við,
hefur Guðbergur ekki sagt skilið við
þýðingar sínar á suður-amerískum bók-
menntum. Forlagið gefur út þýðingu
hans á skáldsögu eftir argentínskan rit-
höfund, Emesto Sabato, og nefnist
sagan Göngin í þýðingunni. Bækur eftir
þennan höfund hafa ekki áður verið
þýddar á íslensku, en hann mun vera
raunvísindamaður að mennt og hafa
starfað sem slíkur áður en hann sneri
sér að ritstörfum. Hann hlaut virtustu
bókmenntaverðlaun spænskumælandi
þjóða, Cervantes-verðlaunin, á síðasta
ári.
Hjá nýju forlagi, Nótt, koma einvörð-
ungu út þýddar skáldsögur. Af þeim má
nefna skáldsögu bandaríska rithöfund-
arins Norman Mailers, sem í íslenskri
þýðingu Hjartar Pálssonar hefur hlotið
heitið Hörkutól stíga ekki dans, en
sagan kom út í Bandaríkjunum í fyrra
og var þá valin fimmta besta skáldsaga
ársins þar í landi. Ennfremur gefur Nótt
út skáldsögu eftir Doris Lessing, Mirm-
ingar eirmar sem eftir lifði, sem er nokk-
urs konar vísindaskáldsaga er gerist að
loknu kjamorkustríði. Loks má geta
þess að Almenna bókafélagið gefur út
skáldsögu Kurt Vonneguts, Guðlaun
herra Rosewater eða Perlur fyrir svín í
þýðingu Sveinbjöms I. Baldvinssonar.
Saga
Vilmundar
Aðdáendur ævisagna þurfa ekki að
fara í jólaköttinn í ár; framhöld af ævi-
sögum sem urðu ofarlega á sölulista í
fyrra koma út nú, svo sem ævisaga
Guðmundar Kjæmested skipherra og
Eysteins Jónssonar fyrrverandi ráð-
herra. En fjölmargar nýjar bætast við.
Jón Ormur Halldórsson fyrrum að-
stoðarráðherra hefur skrifað stjómmála-
sögu Vilmundar heitins Gylfasonar, fyrr-
um alþingismanns, ráðherra, skálds og
pólitísks hugsuðar, sem þrátt fyrir stutt-
an feril hefur skilið eftir sig dýpri spor í
íslenskum stjómmálum en margur
sem „sjötugur hjarði" á alþingi. Jón Orm-
ur þekkti gjörla til Vilmundar, enda
gegndi hann ábyrgðarstöðu í stjómmál-
um um það leyti sem Vilmundur var á
hápunkti ferils síns; er hann átti í Al-
þýðublaðsmálunum frægu, laut í lægra
haldi í valdabaráttu innan Alþýðuflokks-
ins, stofnaði Bandalag jafnaðarmanna
og vann kosningasigttr skömmu fyrir
dauða sinn vorið 1983. Hér er því á
ferðinni forvitnileg samtímasaga og út-
tekt á einum áhrifamesta einstaklingi í
stjómmálabaráttu síðustu ára. Saga Vil-
mundar nefnist Löglegt en siðlaust og
kemur út hjá Bókhlöðunni. Hér er senni-
lega komin metsölubókin í ár.
Það mætti annars hafa mörg orð um
ævisagnaritun íslendinga og hlutverk
hennar. Ævisögur stjómmálamanna
sem sestir em í helgan stein, hafa verið
áberandi ttndanfarin ár. Hér er oft um
gott afþreyingarlesefni að ræða, sem
svalar í leiðinni einhverju af óbilandi
forvitni landans um persónuhagi
manna, eins og viðtalahringekja blaða
og tímarita vitnar best um. Þessar ævi-
sögur em einatt í besta falli vitnisburður
um hvemig þjóðmálaskörungamir sjá
atburði og eigin hlutdeild í þeim eftir á,
en gagnrýnin umfjöllun er sárasjaldgæf
og heimildir oft lítt kannaðar nema þær
sem vitna um ágæti söguhetjunnar. Af-
leiðingin er sú að lítill fengur verður í
þessum ritum þegar pólitísk saga tutt-
ugustu aldarinnar verður skráð. Und-
antekningar má þó vissulega finna, til
dæmis ævisögu Ólafs Thors sem Matt-
hías Johannessen skráði.
Flestar ævisögur íslenskra stjóm-
málamanna vitna um þá tilhneigingu að
hefja þá á stall, pússa af þeim mannlega
bresti, stinga mistökum þeirra undir
stól. Fæstum stjómmálamönnum er
sýnd sú virðing að vega og meta starf
þeirra í gagnrýnu ljósi. Slíkt ættu hins
vegar stjómmálamenn að þola ef stærð
þeirra er raunverulega sú sem oftast er
látið að liggja í ævisögum þeirra. Hinn
hvítþvegni stjómmálaengill á lítið erindi
við almenning annað en að blekkja,
koma þeirri hugmynd inn hjá almenn-
ingi að allt væri betra ef stjómmála-
skörunga fyrri tíma nyti við. Og sjálfsagt
eiga íslendingar eftir að segja eftir
nokkra áratugi: - Það var annað þegar
þeir vom í fullu fjöri, Þorsteinn, Stein-
grímur, Svavar og Jón Baldvin. Þá vom
skörungar á þingi. Það er annað en
liðleskjumar í dag.
En þrátt fyrir þetta em áhugaverðar
ævisögur á markaðnum í dag og má
þar nefna ævisögu Aðalheiðar Bjam-
freðsdóttur, Karvels Ögmundssonar út-
gerðarmanns og svo auðvitað sögu Kjar-
vals eftir Indriða G. Þá kemur út einkar
áhugaverð bók um líf og list Jóhannesar
Geirs listmálara eftir þá Sigurjón Bjöms-
son og Aðalstein Ingólfsson. Og enn má
nefna til endurminningar þeirra skáld-
bræðra Einars Braga og Hannesar Sig-
fússonar.
Bókaútgáfa vor og
haust
Er það óbreytanlegt að bókaútgáfa á
íslandi miðist svo að segja öll við einn
mánuð? Má ekki nýta tækni og fjármuni
betur með því að dreifa henni yfir árið?
Eyjólfur Sigurðsson sagðist vænta
mikilla breytinga í þessu efni þegar á
næsta ári. Hann sagðist vita til þess að
fjölmargir útgefendur stefndu að útgáfu
kilja á næsta vori. Hugmyndin er að
kanna hvort landsmenn vilji ekki kaupa
bækur í auknum mæli til eigin nota, en
nú em þær í 80% tilvika keyptar til
gjafa. Ef vel tekst til verður hér um að
ræða hreina viðbót við þá útgáfu sem
nú er stað í landinu.
,3ókin á í mikilli samkeppni við aðra
miðla, sjónvarp og myndbönd, og við
ætlum ekki að tapa því stríði," sagði
Eyjólfur og kvaðst raunar ekki hafa
neinar áhyggjur af afdrifum bókarinnar.
En hvað kosta jólabækumar í ár?
,3ækur hafa hækkað í takt við fram-
færsluvísitölu og alls ekki umfram það,“
sagði Eyjólfur. Það þýðir að verð þorra
bóka verður á bilinu milli 700 og 1700
krónur, eftir stærð þeirra og gerð.
ÞJÓÐLÍF 17