Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 24

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 24
Eitt lítið árásardæmi ► Sovétríkin eru talin eiga 1400 langdrægar kastflaugar á landi. Ef hver um sig bæri 10 kjama- odda, myndi allsherjarárás fela í sér 14000 kjarnorkusprengjur. Fyrsta vamarlagið eyðilegði 1260 flaugar (90%) og eftir væru 140 flaugar með 1400 odda. ► Annað vamarlagið fengi 1400 kjamaodda til meðferðar. Ef hverjum oddi fylgdu 10 villu- hlutir, þyrfti vömin að greina 15400 hluti. Ef þetta vamarlag gæti eytt 1260 oddum (90%) myndu 140 kjamaoddar ná inn í lofthjúpinn. ► Síðasta vamarlagið fengi í besta falli 140 odda til eyðingar. Ef hægt er að eyða 126 oddum (90%), þá falla 14 kjamorku- sprengjur á skotmörk sín ein- hvers staðar í Bandaríkjunum. Hver þessara sprengja hefði lík- lega að minnsta kosti tuttugufald- an sprengimátt á við sprengj- umar, sem sprengdar vom yfir Hiroshima og Nagasaki. 14 bandarískar stórborgir gætu því þurrkast út þrátt fyrir vamarkerfi sem er 99.9% þétt. í þessu árásardæmi er gert ráð fyrir því að hver sovésk flaug beri 10 kjamaodda, sem aðeins nýjustu gerðir SS-18 flauganna gera. Að meðaltali munu vera 3.5 oddar í sov- ésku flaugunum. Ekki er í dæminu tekið tillit til annarra árásarvopna Sovétríkjanna, sem einnig eiga 940 langdrægar kafbátaflaugar, 290 kjamorkusprengjur í langdrægum flugvélum, auk um 440 meðaldrægra flauga sem beint er að Evrópu. Töl- umar eiga við árslok 1983. Þegar geimvamakerfið gæti hugs- anlega orðið að veruleika á fyrstu áratugum næstu aldar verða kerfis- hönnuðimir að reikna með um það bil tvöföldum fjölda sovéskra flauga ef þeim heldur áfram að fjölga í sama takti og nú. mega auðvitað ekki týnast við það að einhver hlekkurinn bregðist. Gögnin þarf því að geyma samtímis í mörgum stöðvum. Úrvinnsla gagnanna frá hinum ýmsu skynjurum yrði í reynd miklu erfiðari en gagnasöfnunin sjálf. Hugsum okkur til dæmis að þrír skynjarar sendi samtímis inn upplýsingar um fjölda árásarhluta á einhverjum stað. Einn segir hlutina vera þrjá, annar að þeir séu sex og hirrn þriðji níu. Hvaða tala er þá rétt? Sér einhver skynjarinn of fáa eða of marga hluti? Em þeir allir jafn áreiðanlegir? Sjá skynjaramir kannski ekki sömu hlutina og em árásarhlutimir þá 18 í allt? Hug- búnaður stjómkerfisins verður að vera reiðubúinn að mæta svona tilvikum, og stærsti vandinn verður að bregðast við á réttan hátt. Hraðinn í allri meðferð upplýsinga þarf að vera öllu meiri en stór tölvusam- skiptakerfi geta arrnað í dag. Stórt bankatölvunet mun til dæmis anna minna en 1000 viðskiptaaðgerðum á sekúndu en geimvarnatölvan þarf að vinna tífalt hraðar. Veröur aldrei treystandi Gagnrýnendur geimvarnaáætlunar- innar halda því fram að áreiðanlegur hugbúnaður til að stjóma vamarkerfinu geti aldrei orðið að veruleika. David L. Pamas, prófessor í tölvuvísindum við Viktoríuháskóla í Bresku Kólumbíu og ráðgjafi Rannsóknastofu sjóhersms, sagði sig í júní síðastliðnum úr þeirri nefnd geimvamaáætlunarinnar sem fjallar um „tölvutækni við ormstustjóm- un“. Hann sagði af því tilefni: „Ég hef ekki trú á því að frekari vinna nefnd- arinnar verði til gagns og ég get ekki með góðri samvisku þegið laun fyrir gagnslaus störf." Hann sagði ennfremur að „vegna þess hve kröfumar til kerfis- ins em gífurlegar og hve ómögulegt verður að prófa það, munum við aldrei geta treyst því að ætlunarverkið hafi tekist." Og líklega verður aldrei hægt að treysta geimvarnakerfinu. Helstu ástæð- ur þess em: • Kerfið er svo stórt að hugbúnaðurinn verður morandi í villum. • Raunveruleg prófun hugbúnaðarins er ekki möguleg nema í kjamorku- stríði. Miklar líkur em því á að villur birtist á örlagasttmd. Sú tækni sem nú er notuð til þess að leita uppi villur í forritum er ekki talin geta náð fullkomnum árangri ef fjöldi lína í forriti fer mikið yfir 500 línur. Stærri forrit em yfirleitt notuð með þeim villum sem sleppa í gegnum villu- leit og prófanir og þær leiðréttar eftir því sem þær koma í ljós. Forritin til stjómunar geimvamanna munu verða upp á milljónir lína. Eflaust munu fara fram miklar prófan- ir á hugbúnaðinum með ýmiss konar hermilíkönum, sem líkja eftir árás. Til þess að slík hermilíkön geti líkt eftir raunveruleikanum vantar ýmis gögn og forsendur. Til dæmis em ekki til gögn um kjamorkusprengingar í geimnum, enda em þær ekki leyfðar samkvæmt samningi stórveldanna frá 1963. Kerfið mun þó líklega þurfa að vinna undir því álagi að kjamorkusprengjur springi í háloftunum meðan starf þess er í há- marki. Rafsegulhögg, sem slík spreng- ing í háloftunum sendú frá sér, getur slegið út og eyðilagt rafeindabúnað í gervihnöttum ekki síður en á jörðu niðri. Árásaraðili á auðvitað margar leiðú til þess að tmfla vamarkerfið í starfi. Hér skulu nokkrar slíkar taldar: • Mögulegt er talið að stytta lyftiskeiðið þannig að árásarflaug verði skemur en eina mínútu að fara út úr loft- hjúpnum. • Skjóta má gömlum, úreltum flaugttm upp samhliða árásarflaugunum til þess að vamarkerfið þurfi að fást við fleiri árásarhluti. • Hugsanlega mun það kosta minna fyrú sóknaraðilann að fjölga árásar- vopnum en það kostar vömina að auka getu sína til samræmis. • Sprengja má kjamorkusprengju í há- loftunum rétt áður en aðalárásinni er hrundið af stað. Við það skellur raf- segulhögg og sterk hitageislun á vamarkerfið og viðkvæmú skynjarar gætu fengið „ofbirtu í augun.“ Árásar- flaugamar gætu síðan laumast fram- hjá skaðlítilli vöm. • Auðvitað má beina vopnum að kerf- inu sjálfu, svo sem sprengiflaugum frá gervihnöttum, leysigeislum og ekki síst dreifa möl og grjóti á brautú vamarvopnanna. Það er álit margra að alltaf verði auð- veldara að eyðileggja vamarkerfið en þau árásarvopn, sem það á að verjast. Ekkert stríð án vopna Þótt stjómkerfið sé mikilvægt þá verður stríð ekki háð án vopna, hvort heldur er til vamar eða sóknar. Flest þeirra vopna, sem koma fyrú í hug- 24 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.