Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 28

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 28
megavött eftir því hvemig kerfiö er haimað. • Fari kerfiö í viðbragðsstöðu eykst aflþörfin upp í 2-20 megavött um óákveðinn tíma. • Ef til árásar kemur verður aflþörfin tugir gigavatta um nokkurra mínútna skeið. Vopnatæknin þarf einnig aðgang að háspenntu afli, 100 kílóvoltum, og háum straumstyrk, 1000-3000 amperum. Geimtæknin getur nú gefið um 10 am- pera straum og 300 volta spennu. Orku- nýtni á þyngd aflgjafa er í dag talin um 0.005 kílóvött á kg en samkvæmt óskum stjömustríðsmanna er þörf á 3 kíló- vöttum á kg. Það er því enn mjög langt í land að aflgjafatæknin geti annað kröf- um geimvamaáætlunarinnar. Vörn til sóknar Hér að framan hefur verið greint frá meginatriðum þeirra hugmynda sem opinberar em um geimvamaáætlun Bandaríkjanna, öðm nafni stjömustríð- ið. Það dylst trúlega engum hvílíkum kröfum þarf að mæta til þess að komast í námunda við að láta þær vonir ræt- ast sem Reagan gaf bandarísku þjóðinni og bandamönnum hennar. Ennfremur er ljóst hvert regingap er frá stöðu tækni- nnar í dag yfir í raunverulegt vamark- erfi. Fréttir, sem nú berast af rannsókn- um og þróunarstarfi vísindamanna í há- skólum, stofnunum og fyrirtækjum, segja þó árangur vera framar öllum vonum. Það má því telja líklegt að ein- hver þeirra vopna, sem em á döfinni, verði að veruleika, enda er ekki verið að sækja á mið óþekktra náttúrulög- mála, heldur einungis að þróa nýja tækni byggða á gömlum lögmálum, sem teygð em til hins ítrasta. Vopnin duga hins vegar skammt ef samhæfingin og stjómunin er ekki í lagi og þar virðist kraftaverka þörf. Stjómkerfinu, sem lýst er hér að fram- an, mun aldrei verða treystandi. Líklega munu flestir sem til þekkja gera sér grein fyrir þessu. Forystumenn geún- vamaáætlunarinnar láta sér m.a. um munn fara að kerfið geti þjónað tilgangi sínum þótt það verði aldrei ömggt, m.a. með því að mgla Sovétmenn í ríminu svo að þeir viti aldrei hvaða flaugar muni komast í gegn. Ljóst er því að draumsýn Reagans um fullkomið öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gegn kjamorkuvopnum verður aldrei að veruleika. Forystumenn geimvamaáætlunarinn- ar segja oft að sovéskar geimvama- rannsóknir séu í fullum gangi og Sovét- menn standi Bandaríkjamönnum þar síst að baki. Því miður em upplýsingar um stöðu mála í Sovétríkjunum af skomum skammti. Sovétmenn hafa lengi átt mjög hæfa vísindamenn og hafa gegnt forystuhlutverki á ýmsum sviðum vísinda og tækni svo sem áður var getið um agnageislatæknina. Það er því ekki ólíklegt að þeir standi Banda- ríkjamönnum framar í þróun einstakra vopnagerða. Þeir munu hins vegar vera mörgum árum á eftir Bandaríkja- mönnum í rafeinda- og tölvutækni. Geimvamakerfi í líkingu við það, sem hér hefur verið lýst, á því væntanlega miklu lengra í land austan hafs en vestan. Ekki er erfitt að líta á geimvamakerfi Bandaríkjanna frá sjónarhóli Sovét- manna sem sóknarvopn frekar en vam- arkerfi. Ef geimvamakerfið dugar til einhvers, þá er það góður bakhjarl fyrir sóknaraðila, sem hyggst gera árás að fyrra bragði. Þótt kerfinu verði aldrei treystandi til að veijast allsheijarárás 1400 flauga eða fleiri, þá er vel hugsan- legt að það geti varist þeim flaugum, sem slyppu óskaddaðar úr fyrstu árás- inni. Sovétmenn hafa því mætt geimvama- áætluninni með harðri andstöðu og ekki er líklegt að hún muni stuðla að afvopn- un. Eina raunhæfa leiðin til afvopnunar er fækkun kjamorkuvopna. Hvort kjam- orkustórveldið um sig getur auðveld- lega tekið fyrsta skrefið án uggs um eigin hag, svo margföld er ógnin á báða bóga. Geimvamaáætlun Bandaríkjanna er ekki skref til afvopnunar, heldur í þveröfuga átt. Vígbúnaðarkapphlaupið færist út í geiminn og búast má við að Sovétríkin fjölgi frekar kjamorku- flaugum en fækki til þess að gera vöm- inni erfiðara um vik. Reagan dregur heldur ekki dul á það í ræðu sinni, sem fyrr var vitnað í, að halda þurfi kjam- orkufælingunni stöðugt við, endumýja langdrægar flaugar og bæta hefðbund- inn vopnabúnað. Kjamorkuvopnakapphlaupið hefur nú staðið í fjóra áratugi. Geimvamaáætl- unin býður okkur upp á 30-40 ára áframhaldandi kapphlaup uns öllum þáttum kerfisins hefur verið komið fyrir. Mannleg ákvarðanataka er útilok- uð til þess að viðbragð kerfisins verði nógu snöggt, ef boð berst um árás. Kerfið verður ennfremur morandi í vill- um, og því er ekki ólíklegt að einhvem tíma á þeim tíma sem um er rætt fari kerfið sjálfkrafa í gang á röngum for- sendum og kalli yfir okkur ragnarök. Vísindin efla . . . ? Geimvamaáætlun Bandaríkjanna er fyrst um sinn aðeins rannsókna- og þró- imarverkefni, í þeim tilgangi að meta Áætlaður kostnaður vegna geimvarna- áætlunarinnar til Tölumar eru milljónir dollara. TÆICNISVIÐ 1985 1986 1987 1988 1989 1990 heild Skynjun og gagnasöfnun 546 1386 1875 2538 3065 3614 13024 Orku- og agna- geislatækni 376 966 1196 1435 1677 1903 7553 Árekstravopna- tækni 256 860 1239 1480 1675 1975 7485 Kerfístækni og orustustjómun 99 243 273 303 358 445 1721 Eyðingarmáttur lífslíkur og 112 258 317 400 514 700 2301 lykiltæknisvið Heildarupphæð 1397 3722 4908 6166 7300 8652 32012 Tölumar eiga við verkefni á vegum vamarmálaráðuneytisins. Verkefni á vegum orkumálaráðuneytis em ekki meðtalin. Tölur ársins 1985 em raunverulegar fjárveitingar, tölur ársins 1986 em tillögur, aðrar tölur em áætlaðar. í heildartölum em innifaldar fjárveitingar til almennrar stjómunar. Taflan er fengin úr heimild (1). 28 ÞJOÐLIF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.