Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 29

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 29
raunverulega möguleika geimvama- kerfis. í töflunni hér á síðunni sést hvemig þeim milljörðum dollara sem áætlað er að verja í verkefnið er skipt á milli sviða og ára áður en taka á ákvörð- un um uppsetningu kerfisins. Þessir peningar em kærkomnir fyrir marga vísindamenn í háskólum og stofnunum sem sífellt em á höttunum eftir fé til að sinna hugðarefnum sínum í hinni eilífu þekkingarleit. Ég hef heyrt vísinda- menn segja sem svo að það skipti ekki máli hvort peningaflæðið frá opinber- um aðilum er merkt geimvömum eins og nú, eða orkutækni eins og var fyrir um áratugi, í kjölfar orkukreppunnar. Það er oft hægt að sveigja verkefnislý- singar og verkefnaval örlítið í átt að því sem forskriftin segir og fá fjárveitingar til grundvallarrannsókna án þess að hafa áhyggjur af því hvemig niðurstöð- umar em síðan notaðar. Hins vegar fer þeim vísindamönnum fjölgandi, sem hafa lýst því opinberlega yfir að þeir muni aldrei taka við peningum, sem merktir em geimvamaáætluninni, vegna þess siðleysis sem felist í for- sendum þessara fjárveitinga. Fyrirtæki í hátækniiðnaði, svo sem geimtækni, tölvu- og rafeindatækni, sjá sér einnig leik á borði að ná góðum verkefnasamningum við Bandaríkja- stjóm, og efla með því vöxt sinn og viðgang. Bandamönnum í NATÓ hefur ennfremur verið boðið að taka þátt í framgangi áætlunarinnar og hafa há- tæknifyrirtæki í Evrópu mörg lýst yfir áhuga á að krækja í sinn hlut af heildinni. Þegar þetta er ritað hefur breska ríkisstjómin þegar lýst sig reiðu- búna og fréttir berast af því að vestur- þýska ríkisstjómin muni taka svipaða ákvörðun. Mitterrand, Frakklandsfor- seti hefur reynt að ná samstöðu meðal Vestur-Evrópuríkja um sameiginlegt átak í hátækniiðnaði án tengsla við víg- búnaðarþróun. Átakið, sem kallað er Eureka, er hugsað sem tilraun til þess að halda í við þá þróun sem á sér stað í bandarískum hátækniiðnaði vegna geimvamaverkefnanna. Undirtektir annarra ríkja virðast vera dræmar og vafasamt hvað úr verður. Það er oft fært geimvamaáætluninni til framdráttar að hún hleypi af stað tækniframförum á öllum öðrum sviðum og færi þjóðfélaginu hátækni á silfurfati til friðsamlegra nota. Oft er m.a. í því sambandi bent á fordæmi geimferða- áætlunar Bandaríkjanna, sem náði há- punkti með fyrsta karlinum á tunglinu í lok sjöunda áratugarins. Það er vissu- lega rétt að ákafinn í rannsóknum og tækniþróun er hvað mestur á stríðstím- um og í öðrum tilvikum, þegar unnið er að skammtímamarkmiði með svo til ótakmörkuðum fjárveitingum. Hitt gleymist oft, hve miklu hraðar þjóðir heimsins yrðu þessarar velferðar að- njótandi, ef sömu fjárveitingar lægju á lausu eingöngu til almenningsheilla. Geimvamaáætlun Bandaríkjanna er því ein sú ótrúlegasta sóun á hugviti og fjármagni, sem nokkum tíma hefur átt sér stað. Einnig má benda á að frjáls samskipti vísindamanna eiga við ramman reip að draga þegar rannsóknir tengdar her- tækni eiga í hlut, jafnvel þótt um hreinar grundvallarrannsóknir sé að ræða. Mik- ilvægar vísindaniðurstöður eru geymd- ar á bak við lás og slá trúnaðarstimpils- ins af ótta við óvininn. Bandarískir vís- indamenn eru mjög uggandi yfir þeirri þróun sem fylgt hefur í kjölfar geimvamaverkefnanna. Fundum og ráðstefnum, sem áður voru opnar öllum vísindamönnum, hefur verið lokað al- veg eða að hluta fyrir erlendum gestum. Einnig em uppi hugmyndir um að hleypa ekki erlendum stúdentum og vísindamönnum að vissum búnaði, svo sem hinum svokölluðu ofurtölvum. Það er því augljóst að fijálsri hugmyndaþró- un vísindanna er þröngur stakkur skorinn með geimvarnaáætluninni. Framtíðarvelferð íslensku þjóðarinn- ar mun í ríkum mæli byggjast á ný- sköpun í iðnaði og þá sérstaklega á hátæknisviðum eins og líftækni, efnis- tækni og upplýsingatækni. í því sam- bandi hefur verið nefnt að nýta megi hemaðarlegt mikilvægi landsins og veru erlends herliðs til þess að flytja inn hátækniþekkingu. íslendingar gætu ef- laust hagnast á því efnislega að byggja upp hátækniiðnað í samvinnu við er- lenda aðila, með verkefnum sem tengj- ast geimvamaáætluninni. Það er hins vegar von höfundar að þjóðin og kjömir fulltrúar hennar á Alþingi og í ríkis- stjóm beri gæfu til þess að byggja upp íslenska atvinnuvegi á siðferðilega traustari grundvelli en vígvélasmíði. Heimildir Stuðst var við eftirfarandi aðalheimildir: (1) Star Wars, SDI: The Grand Experiment, greinaflokkur í tímaritinu IEEE Spect- rum, sept. 198S. (2) Directed Energy Missile Defense in Space, OTA background paper, eftir Ashton B. Carter, apríl 1984. (3) The Arms Race and Arms Control, The Shorter SIPRI yearbook, Taylor & Fran- cis, London 1984. Dæmi um mann- leg mistök að er eiginlega ófrávíkjanlegt lögmál að tölvuforrit innihalda vill- ur, og séu þau stór getur verið erfitt að komast fyrir þær fyrr en þær gefa sig til kyrrna þegar síst skyldi. Þessar villur eru af mörgum toga, forritarinn gettu misritað eða forritið verið byggt á röngum forsendum. í tímaritinu New Scientist 10. febrúar 1983 (s.353) er sagt frá eftir- farandi atviki úr stríði Breta og Arg- entínumanna um Falklandseyjar. Nokkmm breskum orrustuskipum var sökkt með argentínskum „Exo- cet“-flugskeytum. Skipin voru búin tölvustýrðum vamarbúnaði, sem haldið var að hefði ekki getað séð skeytin sem skriðu við yfirborð sjáv- ar, og því ekki komið við vömum. Nokkmm mánuðum seinna kom hins vegar í ljós að vamarbúnaður- inn hafði vissulega séð flugskeytin og stjómtölvan meira að segja talið þau réttilega vera af gerðinni „Exo- cet“. Tölvan hafði hinsvegar tekið þá ákvörðun samkvæmt forriti sínu að „Exocet“-flugskeytin, sem em frönsk að uppruna, væm vinveittar flaugar og því látið þau afskiptalaus. í tímaritinu Nature 27. júní 1985 (s.702) er greint frá því þegar leysi- geisla var beint að speglum í glugga geimfeijunnar Discovery frá fjalls- tindi á Hawaiieyjum viku áður. Fyrs- ta tilraunin misheppnaðist þannig að leysigeislinn lenti á öfugri hlið feij- unnar. Villan var leiðrétt og allt tókst vel í annarri tilraun. Hver var þá villan? Opinber skýring er sú að stjómtölva um borð í feijunni hafi óvart verið forrituð með enska mílu sem lengdareiningu í stað sjómílu, eins og átti að vera. Vonandi kemur geimvamakerfið ekki til með að ruglast á fetum og metrum. ÞJÓÐLÍF 29

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.