Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 35

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 35
Það hefði sjálfsagt engan órað fyrir því, þegar Kjarval var að sniglast í Holtunum forðum tíð, að þær ferðir hans gætu einn góðan veðurdag haft áhrif á menningarsögulegar rannsóknir vísindamanna á manngerðum hellum í Rangarþingi. Það er skemmtileg tilvOjun á hundrað ára ártíð hans, að enn skuli rísa úr fymdinni verk þessa sérstæða manns sem skóp einhver dýrmætustu menningarverðmæti sem okkar litla þjóð hefur af að státa. En hvemig komust þau Hallgerður og Ami á snoðir um teikningar Kjarvals? Löngu gleymdar glerplötur í kassa „Við vorum lengi búin að eltast við tvær Kjarvalsmyndir sem við fréttum að Kjarval hefði launað næturgreiðann með í Ási,“ segir Hallgerður. Þau Ámi töldu að myndimar gætu gefið einhverja vísbendingu um það sem í hellinum væri að finna. Þar sem eftirgrennslan þeirra bar ekki árangur - fólkið flutt frá Ási og Kjarvalsmálverkin týnd - þá létu þau kyrrt liggja, en rituðu grein í Árbók fomleifafélagsins 1982 um athuganir sínar á Skollhólahelli, þar sem minnst var á myndimar týndu. Eftir að sú grein birtist tóku hjólin hinsvegar að snúast. Skömmu síðar fengu þau ábendingu frá konu sem kvaðst muna eftir gömlum ljósmyndaplötum í fórum eins ættingja Einars Benediktssonar, en þær vom sagðar ljósmyndir af teikningum Kjarvals. Hallgerður tók þegar að grennslast fyrir um plötumar og nokkru síðar bárust henni í hendur 35 ljósmyndaplötur af svartkrítarteikningum Kjarvals úr hellunum, þ.á m. úr Áshelli. Ljósmyndimar báru þess vott að Kjarval hafði verið framkvæmdasamari við iðju sína en þau Ámi og Hallgerður töldu upphaflega. Hann hafði auk þess komið víðar við en í Áshelli. Hófst nú leit að frummyndunum. Sú leit bar hinsvegar ekki árangur fyrr en tveimur árum seinna. Þá fundust frummyndimar í föggum látins Krossmark í Árbæjarhelli. Þar og I helli að Gegnishólum í Flóa hafa fundist sérstök krossmörk sem hvergi annars staðar eru þekkt hérlendis. Þau samanstanda af stórum krossi með minni krossum, sínum undir hvorum armi. Kjarval hefur sést yfir annan minni krossinn, enda er hann orðinn mjög máður. Rúnir í Áshelli. Kjarval hefur tvíteiknað rúnirnar. Á efri myndinni eru þær á skyggðum fleti, en að neðan á óskyggðum fleti. Enn sem komið er hefur engum tekist að ráða í þessar rúnir. ÞJÓÐLÍF 35

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.