Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 36

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 36
„í Árbæjarhelli í Holtum hef ég fundið glöggvastar og merkilegastar rúnir, mjög blandaðar afbökuðu rómversku letri,“ skrifaði Einar Benediktsson. Hér gefur að líta nokkrar ristur úr hellinum. tengdamanns Einars Benediktssonar, en úr dánarbúi þess sama manns höfðu ljósmyndaplötumar komið til ættingja Einars á sínum tíma. Einar gaf það eitt sinn í skyn að hann væri með ritverk í smíðum um keltneska byggð hér á landi. Það verk kom aldrei fyrir sjónir almennings og handrit að því hefur aldrei fundist. En hugsanlega hefur hann ætlað myndum Kjarvals þar stað. „Kjarval virðist ekki hafa séð öll þau tákn sem Einar kom auga á í veggristum hellanna,“ segir Ami. „Hann sá þó eitt í Fjóshellinum á Ægissíðu sem Einar sá ekki; hann sá papann sjálfan," bætir harrn við kímandi. „En það er líklegra að hugarflug málarans hafi skapað þá mynd úr skuggabrigðum á bergveggjunum en að hellisbúar hafi klappað hann út.“ Hálftröllin orðin að pöpum En hvað er þá raunverulega vitað um þessa hella og hvaða ályktanir má draga afþeim minjum sem þar hafa fundist? „Við álítum að frá upphafi íslandsbyggðar hafi menn verið að gera þessa hella. Þeir yngstu eru frá fyrri hluta þessarar aldar,“ segja þau Hallgerður og Ámi. „í hellunum hafa óneitanlega fundist fomleg myndverk og tákn, en okkur hefur reynst erfitt að ráða í þau. Aldursgreiningar á þessum minjum eru mjög erfiðar viðfangs. Hellarrúr hafa verið notaðir til ýmissa hluta í gegnum tíðina og þannig er vel hklegt að máðst hafi út einhverjar minjar um eldri tíð. En á meðan ekki finnast áþreifanlegir hlutir sem benda til búsetu papa, þá verða allar sagnir um samfélag þeirra hér þjóðsagnakenndar," segir Ámi. „Menn draga almennt ekki í efa að papar hafi komið til íslands. Spumingin er um það hvort hér hafi verið um mikla keltneska byggð að ræða fyrir landnám eða hvort hér vom eingöngu örfáir einsetumenn sem áttu lítið af jarðneskum eignum og skildu því ekkert eftir sig,“ bætir hann við. „Það má segja að hugmyndir um keltneska byggð á íslandi fyrir landnám hafi í seinni tíð orðið svo vinsælar, að menn hafa jafnvel farið að heimfæra allt mögulegt upp á þá hugmynd. Þannig hafa hálftröll og huldufólk, sem lifað hefur í þjóðsögum, orðið að pöpum og papafjölskyldum í munnmælum á þessari öld.“ Þið hallist þá ekki að papahugmyndinni? „Við höfnum henni ekki, enda getum við það ekki. En það er erfitt að segja nokkuð ákveðið um aldur þeirra hella sem nú eru uppistandandi. Þar ægir saman minjum um ýmis tímabil og margvíslega notkun sem erfitt er að ráða í. Hinsvegar eru öðru hverju að finnast hellar sem hafa lokast fyrir margt löngu síðan, t.d. í jarðskjálftum, og víða eru sagnir um að sandsteinshólar séu holir að innan. Við bindum vonir við að finna kannske helli, sem hefur verið lokaður um aldir, með minjum sem þægilegt er að aldursgreina. Ég held að það séu góðar líkur á að frnna slíkan helli. Og ekki væri verra ef hann hefði verið lokaður í meira en 1100 ár.“ Þar til þeim Hallgerði og Áma tekst að grafa upp slíkan helli verður almenningur að velkjast í vafa um hvort hér geti í einhveijum tilfellum verið um forsögulegar minjar að ræða. Hver veit nema enn eigi eftir að finnast menningarsögulegar minjar sem varpað geta ljósi á þann leyndardóm eða orðið til þess að mönnum takist að ráða þær óskiljanlegu rúnir sem hafa valdið heilabrotum fræðimanna. Þjóðminjasafnið hefur nú fengið teikningar Kjarvals til varðveislu í þeirri von að einhvemtíma murú þær þjóna hlutverki sínu sem ljós og skýr heimild um siði og lífshætti hellisbúanna á Suðurlandi. 36 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.