Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 39
Ráðherranum hefði hins vegar átt að vera málið ktinnugra. Það hafði árangurslaust verið reynt að útskýra það fyrir honum og hans ráðuneyti. í heil þijú ár hefur Þor- gils Axelsson tæknifræðingur talað fyrir daufum eyrum embættis- mannakerfisins um Bókun A-188 og þýðingu þess fyrir íslenskt efnahagslíf að íslendingar skuli hafa hagað sér í viðskiptum innanlands og utan eins og hún væri ekki til. Bókun A-188 fjallar um hvemig verðtryggja skuli verk- samninga og er alþjóðleg viðmiðun þar um. Þorgils telur að um 10% af öllum erlendum skuldum íslendinga vegna virkjana stafi af röngum útreikningum verðbóta, svipað gildi um samninga við erlendar skipasmíðastöðvar um smíði togara og annarra fiskiskipa. Og hann heldur því fram að innlendir verk- takar í byggingariðnaði hafi með röng- um verðbótareikningum hirt stórfé af húsbyggjendum, fé sem engin verð- mæti standa á bak við og fer út í verð- lagið sem verðlausar krónur, þar sem það virkar eins og eldsneyti fyrir inn- lenda verðbólgu. Þorgils Axelsson samdi árið 1981 við verktaka um að byggja fyrir sig íbúð í raðhúsi. Samningsupphæðin var 750 þúsund krónur. Þegar íbúðin var tilbúin undir tréverk ári síðar voru 750 þúsund ^3 rundvöllur Bókunar A-188 er þessi: Aðilar inna af hendi gagnkvæmar skyldur. Bað þýðir m.a. að þeir deila með sér allri áhættu vegna verðbreytinga og hagnaði ef hann verður. Verkkaupandi greiðir ekki allar kostnaðarhækkanir sem verða ásamningstíma, hann greiðir aðeins helming þeirra á móti verkseljanda... Bókun A-188 er lögð til grund vallar í verksamningum víða um lönd - en ekki þegar íslenska ríkið á í hlut. krónumar verðbættar orðnar 971.645 krónur og sams konar íbúð, sem verk- takmn hafði sjálfur í smiðum hinum megin við götuna, var seld fyrir þá upp- hæð. En Þorgils var ekki krafinn um þessa upphæð fyrir sína íbúð, heldur 1.019.122 krónur. Því hvað eru verðbætur? Hvað eru menn að gera þegar þeir gera verð- tryggða samninga? Þeir eru að tryggja sér að kostnaðarhækkanir á samnings- tímanum vegna erlendra vörukaupa verði bættar og sömuleiðis launahækk- anir innanlands. Annað á verðtryggður Þ etta er einíaldlega svindl. Svona er búið að okra á fólki í 20 ár á þann hátt sem verstu okrarar einir geta. Bað er búið að gera þetta að svo flóknum málum að venjulegt fólkerhrætt við þau. „Ég neitaði að greiða þessar 47.477 krónur, sem þama vom umfram, og það fór fyrir dómstóla," segir Þorgils. „Og ég settist niður og fór að reyna að átta mig á þessu dæmi. Hvemig stóð á því að íbúðin stóð ekki lengur undir þeim veðum sem þurfti? Af hveiju þurfti ég að fá lánað veð fyrir þeim lánum sem íbúðin átti að standa undir? Ég velti þessu máli lengi fyrir mér. Ég er menntaður tæknifræðingur og kann burðarþolsreikninga og ég sagði sem svo: Það hlýtur að vera hægt að setja upp jöfnu þar sem dæmið er sett fram á einfaldan hátt. Og það er auðvit- að hægt. Annars vegar tekur þú stofn- skuldina, sem í mínu dæmi var 750 þúsund, og verðbætir hana. Hins vegar tekur þú afborganú og verðbætur sem þú greiðir á ákveðnu tímabili og leggur saman, og þá áttu að fá út sömu upp- hæðina; höfuðstólinn verðbættan. Ekki krónu meira en það. samningur ekki að ná utan um. Þessar hækkanir fylgja ekki gengi. Þetta er verðmyndun í vísitölu. Ef þú teiknar þetta upp í línurit, þá færð þú ekki línu á milli tveggja gengispunkta. Hún er meðaltalshækkun kostnaðar á milli gengispunkta. Þessu er hægt að slá al- veg föstu og þarf ekki mikinn reikn- ingshaus til. En veistu hvemig þetta er gert hér? Það er reiknuð út línuleg vísi- tala, sem er fengin þannig að tekin er prósentuhækkun á milli vísitölutímabila og deilt í hana með dagafjölda, og þá kemur út prósentuhækkun á hvem dag. Og prósentuhækkun á dag, margfölduð með dagafjölda fram að afborgun, það er vaxtahækkun á afborgunina en ekki verðbætur. Um vexti og verðbætur gild- ir sinn hver stærðfræðilegi útreikning- urinn og leiðir til ólíkrar niðurstöðu. Svona samningur er hávaxtasamning- ur en ekki gengistryggður samningur eða vísitölusamningur með verðtrygg- ÞJÓÐLÍF 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.