Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 46

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 46
Þ essi 10% veröa stór upphæö þegar allur verktakabranskinn á íslandi er skoöaöur. Og þau veröa líka stór upphæö þegar allar erlendar skuldir íslendinga vegna virkjana og vegna togarasmíöa erlendis koma inn í dæmiö. En það fór að rofa til hjá ansi mörgum þegar þeir uppgötvuðu að ég var að fara með rétt mál. Ekki bara skoðað út frá mínum hagsmunum, heldur einrtig almannahagsmunum, hagsmunum ríkis- ins og - gáðu að því — líka hagsmun- um verktaka og byggingamanna. Því auðvitað eru þeir að grafa undan sjálf- um sér með þeim vinnubrögðum sem þeir hafa viðhaft. Það setur þá sjálfa á hausinn að blóðmjólka viðskiptavirti sína svo að þeir geti ekki lengur keypt þjónusm þeirra. Hvemig er ekki komið fyrir byggingariðnaðinum í dag? Það hefur glatt mig mikið að ýmsir kollegar mínir, tæknifræðingar og verk- fræðingar, eru sammála mér. Þáð eru menn sem eru ekki áhangandi hags- munasamtökunum, en era reyndir í svona viðskiptum. En hagsmunasam- tökin snerast gegn mér af öllu sínu afli. Og það er leitt til þess að vita að þar er enginn í forsvari sem veit yfir höfuð hvað verðtrygging er. Þeir era að ætlast til að einn aðili „ræni“ út úr bönkum peningum fyrir tvo. Og húsbyggjendum fækkar um helming. Málið snýst um þetta, hvorki meira né minna. Bókun A-188 verði leidd í lög Ég flutti erindi um Bókun A-188 á vegum Lögvemdar um daginn og í til- efni þess var stutt viðtal við mig í kvöld- fréttum útvarpsins. Þetta sama kvöld fór ég að heimsækja gamlan vin minn sem rekur fyrirtæki og þarf að gera verk- samninga við erlenda aðila. Harrn sagði við mig: Veistu það Þorgils, að Bókun A-188 er lífæðin í mínu fyrirtæki. Hún er forsenda þess að það geti borið sig. Og harrn sagði mér að hann hefði verið að semja við franskt fyrirtæki og Frakk- amir hefðu verið mjög erfiðir í samning- um. Þeir vissu að íslendingar kunnu ekki að gera verðtryggða samninga og ætluðu að notfæra sér það. En þessi vinur minn þekkti Bókun A-188 og tók ekki í mál að semja á öðram grundvelli. Og hann fékk sitt í gegn. Þetta gerist á einkamarkaðnum þar sem menn era með sitt eigið fé í áhættu. En hjá ríkinu hafa menn hingað til kært sig kollótta." Þorgils segir að það sé sín skoðun að alþrngi eigi að leiða í lög að allir verð- tryggðir samningar verði gerðir á grundvelli Bóktmar A-188. Þannig geti íslendingar best haldið utan um gjald- eyri sirrn. Hann segir ennfremur að hann telji að hugsanlega megi skerpa bókunina á þann veg að hún dragi úr kostnaðarmyndun út í verðlag. Hann bendir á að í Svíþjóð séu ákvæði í lögum um að þegar verðstöðvtm sé í gildi sé komið í veg fyrir hækkun kostn- aðar í vísitölu. Hér hafi engin slík ákvæði verið í gildi þrátt fyrir að launa- hækkanir hafi verið bannaðar. „Svíamir gera sér grein fyrir því að ef eitt er tekið úr sambandi, þá verður að dempa hitt niður um leið. En líttu á hvemig lánskjaravísitalan er reiknuð hér. Lánskjaravísitalan tekur bara mið af nývirði. Hún tekur ekki mið af öðra í þjóðfélaginu, sem verðmæti era í, að- eins af nývirði. Og þegar þú býrð til eintómt nývirði til framreiknings á al- mennum verðmætum þjóðarinnar, hvar kemur þá mismunurinn á afskrifhmum og núvirðinu fram? Hvers vegna vex í sundur byggingarkostnaður og nýverð á húsum annars vegar og framboð á gömlum eignum hins vegar? Vegna þess að virðingin á vísitölunni er snar- vitlaus. Þessu þarf að mæta með ein- hverju formi af verðraunvöxtum. Ég er ekki á móti raunvöxtum, ég geri mér grein fyrir því að menn þurfa að fá rentu fyrir sína peninga. Ég vil bara að verðmyndunin í þjóðfélagmu verði mæld rétt. Verksmiðjan ósamkeppnisfær frá fyrsta degi Ég skal skýra þetta með ljósu dæmi. Segjum að ákveðið sé að byggja sjúkra- hús, segjum á Vopnafirði, og byggingin skuli fara fram í einum áfanga og varið sé til hennar 150 milljónum á fjárlögum. Gefum okkur að verðbólgan verði 45% á byggmgartímanum. Framkvæmdin kostar sem sagt 150 milljónir að við- bættum 45%, sem er verðbólgan. Nú greiðir ríkissjóður hærri verðbætur en það og fjárlögin ná ekki utan um greiðsluna. Það þarf aukafjárveitingu. Þannig er fjárlagagerðin vitlaus vegna þess að greiðsluforsendumar era á allt annan veg en verðmyndunin segir til um. Það má setja upp arrnað dæmi. Segj- um að þýskt fyrirtæki ákveði að byggja súkkulaðiverksmiðju og fái til þess sænskan verktaka. Framleiðslan er hugsuð fyrir danskan markað. Auðvitað semja aðilar á grandvelli Bókunar A- 188. Á sama tíma er annað sænskt fyrir- tæki fengið til að byggja nákvæmlega sams konar verksmiðju á íslandi. Og nú vitum við hvemig íslendingar semja. Þegar þessar tvær verksmiðjur era til- búnar hafa íslendingar greitt fyrir sína verksmiðju hærra verð en sem svarar verðmæti hennar. Þar af leiðandi er íslenska verksmiðjan ósamkeppnisfær við þá þýsku frá þeim degi sem hún tekur til starfa. Öll þessi vitleysa veldur því að við búum við hávexti. Núna greiði ég 150 þúsund krónur í vexti á mánuði vegna reksturs á mínu fyrirtæki. Ef ég ætti peningana, sem ég er með í rekstrin- um, gæti ég tvöfaldað launin við stúlk- umar sem ég hef í vinnu. Ef vextir væra lægri, væri maður fljótari að greiða upp skuldimar og gæti látið starfsfólkið njóta góðs af. Ég myndi ekki sjá eftir peningum til þess, en ég sé eftir að greiða þá í óraunhæfa vexti. Þetta leiðir m.a. til þess að við erum láglaunaþjóð, fjármagnskostnður bæði fyrirtækja og einstaklinga er svo mikill að það er ekki hægt að greiða fólkinu sóma- samleg laun. En þetta hafa þeir ekki ennþá skilið í Seðlabankanum." Alþingismenn munu fá Bókun A-188 til umfjöllunar nú í desember, en Stefán Benediktsson mun um þessar mundú: vera að undirbúa lagafrumvarp um verðtryggingarmál og kemur því brátt í ljós hvort þingmenn telja ástæðu til að breyta til og fara að dæmi fjölmargra annarra þjóða varðandi vinnubrögð við verðbótaútreikninga vegna verksamn- inga. Embættismannakerfið hefur einn- ig tekið við sér og mun málið vera þar mikið til umræðu. Það er meira að segja liðin tíð að utanríkisráðuneytið neiti mönnum um að útvega þeim þau gögn Samemuðu þjóðanna sem málið varðar. Þorgils Axelsson sér því kannske fram á að fá um síðir laun fyrir þrjósku sína. „Ef þú gætir sýnt mér fram á að það hefði tilgang að taka Esjuna og moka henni burt með teskeið, þá mundi ég gera það,“ segir hann við undirritað- an þegar við kveðjumst. 46 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.