Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 50

Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 50
stæði. Tíndi sprek og sló saman tinnu. Þegar eldtungumar dönsuðu órólegar í myrkrinu fann hann til hungurs og tók fram fugl sem hann hafði skotið með ör fyrr um daginn. Makindalega, einsog í hálfgerðri leiðslu, byrjaði hann að reita fuglinn. Hann starði framfyrir sig, niður á bakkann og út fyrir árflauminn. Jafn og þungur niður árinnar og sífelldur sönglandi lífvera skógarins skerpti skynfæri hans. Það var sem hann sæi í gegnum svörðinn, sem þó var smámsaman að hyljast myrkri. Hann sá glóa í gullbrúnan leir og fann á sér að þama var það, sem hann hafði verið að leita að. Svengdin var rokin út í veður og vind og fuglinn löngu gleymdur. Hann hraðaði sér niður að bakkanum og byrjaði að róta í jarðveginn með bitvopninu. Það tók hann dágóða stund að komast í gegnum grassvörðinn og niður á leir- lagið, þvi það var nokkuð djúpt á það, en erfiðið hafði borgað sig og minnstu munaði að hann hrópaði upp yfir sig af gleði. Leirinn var fastur fyrir og virtist búinn þeim eigin- leikum, sem hann hafði vonast til. Hann losaði varlega um litinn klump, tók hann upp og hnoðaði í lófum sér, mótaði hann og kreisti svo leirinn þrýstist út á milli fingranna, þefaði af honum og stakk htlum bita upp í sig. Tuggði. Það fór ekkert á milh mála. Þetta var efniviðurinn, sem hann hafði lagt svo mikið á sig að finna. Þá heyrði hann aht í einu þmsk að baki sér. Áður en honum tókst að líta við fann hann fyrir æpandi sársauka í hægra fæti. Fann tennur sökkva á kaf í holdið, svo dofnaði allur fóturinn upp. Hann gerði sér strax grein fyrir hvað gerst hafði og þar sem hann var enn með sveðjuna reiddi hann hana til höggs. Hausinn af stórum höggormi dinglaði á tönnunum í læri Óra en skrokkur kvikindisins gekk í krampakenndum bylgjum við hhð hans. Óra tókst að losa tennumar úr sárinu og einhvemveginn gat hann skriðið upp að eldinum áður en það leið yfir hann. Einhvemtímann seinna raknaði Óri aftur við sér. Allt var huhð móðu og sársaukinn nísti inn í merg. Kollurinn var undarlega tómur, einsog hann hefði sofið í marga sólar- hringa. Hann vissi varla hver hann var og í hvaða erinda- gjörðum hann var þar sem hann var. Hæg gola lék um andlit hans og skjannabjört sólin skar í augun þegar hann reyndi að opna þau. Allt í einu fann hann að einhver tók um hægri fót hans og nuddaði einhverju á helaumt lærið. Hann kveinkaði sér en veran, sem hjúkraði honum, sagði ekki orð. Þá fóm atburðimir að rifjast upp fyrir honum: ferðin gegnum skóginn, ijóðrið, eldurinn, fuglinn, sem átti að steikja, að ógleymdum leimum. Hann minntist högg- ormsins. Sá fyrir sér hausinn dingla fastan í lærinu og krampakennd flog líkama ormsins, sem áreiðanlega hafði verið margra metra langur og harrn undraðist að hann væri enn á lífi. Ef hann þá var það. Svo tók móðunni að létta. Grænt laufþakið bærðist í golunni. Ljósaspil. Skuggar léku sér á andliti hans. Grænn og blár veruleiki. Sársauki í læri. Óri reyndi að rísa upp við dogg. Hver hafði hjúkrað honum? Enginn Dísi gat hafa elt hann. En hver var það þá? Hann reyndi af öllum mætti að setjast upp, en var of máttfarinn. Áreynslan var honum um megn og hann hné út af. Hvarf inn í mglingslega atburðarás sóttheitra drauma. Hann hrökk upp af svefninum. í svitakófi. Það var komið myrktur. Eldur logaði í hlóðum við hlið hans. Hann verkjaði í fótinn en sársaukinn var ekki jafn óbærilegur. Það sat mannvera við eldinn. Hún var með krosslagða fættir, studdi olnboga á hné og hvíldi höfuðið á handleggj- tmum. Dökkur hárflókinn hrundi niður axlir hennar og huldi kálfana. Hún virtist sofa. Óri virti hana skelkaður fyrir sér. Þetta var Víti. Væri hann ekki svona magnvana hefði hann tekið til fótanna og látið sig hverfa. En hann var enn of máttfarinn til að rísa á fætur, hvað þá að komast undan á flótta. Óttinn vék þó fljótt fyrir annarri tilfinningu. Sú var ekki síður sterk. Listamenn em að eðlisfari forvitnir. Það er eðli listarinnar. Að uppgötva nýja þætti í umhverfinu. Leita uppi nýja sjónarhóla. Hnýsast í það sem flestum öðrum er huhð. Og sé það jafnframt forboðið er ekki að sökum að spyrja. Beygurinn hvarf, en löngunin til að vúrða veruna, sem hafði hjúkrað honum og sennilega bjargaði lífi hans, hertók hann. Þetta var stúlka á svipuðu reki og hann sjálfur. í daufum bjarmanum frá logunum sá hann móta fyrir útlínum hennar. Hún var nakin utan lendaskýlu, en shkur var siður með Vítum. Dísar bám klæði, sem huldu líkamann að hnjákoh- um. Sennilega hafði hann dottað, því næst þegar hann hvarfl- aði augum í átt að hlóðunum, var enginn þar. Karutski hafði hann dreymt stúlkima. Draumur og veruleiki runnu út í eitt. Hver veit hvar mörkin em? Einhver hafði samt hjúkrað honum. Það hafði eldað af degi. Bjartsýnisraddú: smáfugla leyst af hólmi svartsýnisvæl næturdýra. Verkurmn var að mestu horfinn en fóturinn var dofinn. Máttvana. Einsog liflaust slytti lauslega tengt við hkamann. Arrnar verkur gerði vari við sig. Sultarverkur. Hann var glorhungraður. Þmsk. Það var stúlkan. Hún kraup við hlóðimar, blés í glæðumar og kastaði þurm spreki á eldinn. Hún var hraust- leg. Dökk á hörund. Hún glóði. Það var sem eldttmgumar sleiktu hörund hennar og í bakgmnni bærðist grænt lauftjald. Hugur hans starfaði. Sótthitúm var ekki að fuhu horfinn og hann kynti undir. í kohinum sauð og bullaði. Flöktandi form fuðmðu upp. Inn í þessu báli hertist óljós hugljómun og tók á sig fastmótaða mynd. Óri hrökk upp við að stúlkan færði honum súpuskál. Heitt jurtaseyðið hríslaðist um hmi hans og fyhti hann nýjum þrótti. Þannig hófst þetta ótrúlega ástarævintýri; ástarævintýri, sem gekk þvert á aUar viðteknar venjur; já, í augum Dísa og augum Víta var þetta ævintýri óhugsandi, ernsog þama hefðu tvær tegundir dýra makast. Þetta vom sifjaspeU, sem hvorki Dísar né Vítar gátu talað um. Þagnarmúr var hlaðinn og ævintýrið múrað inn í gleymskumyrkri. Þrátt fyrir það var þetta upphafið að endalokum Dísa og Víta. Það er hstsköpun Óra að þakka að saga þessi hefur varðveist. í verkum sínum segir hann sögu Óra og Elju, en svo hét stúlkan af ættum Víta, sem bjargaði hfi hans, hjúkraði honum og nærði og varð að lokum ástkona hans og hfsföm- nautur, samherji í útskúfunúmi. Þau vom fijósöm. 50 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.