Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 51

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 51
FJOLMIÐLUN Ljósvakinn opnaður um áramót Nú er ekki nema tæpur mánuður þar til ný útvarpslög taka gildi. Þá verður útvarpsrekstur gefinn „frjáls" öllum þeim sem vilja spreyta sig og hafa tiltrú þeirra sem halda um lánsfé og auglýs- ingar í landinu. Þótt ekki sé langt þang- að til lögin komast til framkvæmda er enn flest óljóst um hvaða raunveruleg áhrif þau munu hafa á ástandið á ljós- vakanum. Ástæðan fyrir þessari óvissu er fyrst og fremst sú að nýju útvarpslögin eru rammalöggjöf sem ekki kveður á um smáatriði í framkvæmdinni. Það er ráð- herra að setja reglugerð um þau. Auk þess eru lögin að margra dómi afar hroðvirknisleg og iha samin sbr. grein sem Eiður Guðnason alþingismaður rit- aði í DV stuttu eftir að þau voru sam- þykkt sl. vor. Reglugerð tilbúin fyrir jól Þegar lög eru óljós og illa samin verð- ur reglugerðin, sem þau kalla á, þeim mun mikilvægari og vald ráðherra og annarra, sem veljast til að framfylgja lögunum, því meira. Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyt- inu segir að nú sé unnið að því að semja reglugerðina. Að því vinnur fjögurra manna hópur undir stjóm Knúts og bjóst hann við því að reglugerðin yrði tilbúin fyrir jól. Knútur varðist alira frétta af einstök- um ákvæðum reglugerðarinnar. Á hon- um var þó helst að skilja að enn ætti eftir að taka ákvarðanir um ýmsa þætti. Nýju útvarpslögin eru um margt óljós og því veltur mikið á samningu reglugerðar og starfi útvarpsréttarnefndar Þar er kannski stærsta málið hvort farið verður eftir þeim hugmyndum Áma Johnsens og fleiri þingmanna að skylda allar útvarpsstöðvar og þar með Ríkisút- varpið til að setja íslenskan texta við allt erlent efni sem þær flytja eða í það minnsta að þýða það jafnóðum munn- lega. Ástkæra ylhýra Þetta er ákvæði sem mun m.a. hafa þau áhrif að Bjami Felixson verður að skrúfa niður í vinum sínum hjá evrópsk- um sjónvarpsstöðvum og lýsa kapp- leikjum sjálfur. En slíkt ákvæði mun líka hafa mikil áhrif á þá sem hafa hugsað sér að taka við sendingum frá erlendum gervihnöttum og miðla þeim um þráð. Þegar er vitað um a.m.k. eitt fyrirtæki sem stofnað hefur verið um slíkan rekst- ur, íslenska kapalsjónvarpið sem Jón Óttar Ragnarsson og fleiri hafa sett á laggimar utan um sendingar hnattarins Sky Channel. Verði sjónvarpsstöðvar skyldaðar til að þýða allt efni gæti það haft áhrif á rekstur stöðva af því tagi sem Rolf Johansen og Jón Ragnarsson hafa boðað, þ.e. stöðvar sem kaupa mestallt efni sitt tilbúið á spólum er- lendis frá. Vísast mun þó tæknin og framfarim- ar gera þetta ákvæði óframkvæmanlegt innan skamms. í Bandaríkjunum og víðar hafa rutt sér til rúms sjónvarps- hnettir sem dreifa efninu beint og ótrufl- uðu. Það er beinlínis ómögulegt að hindra fólk í að taka við útsendingum þeirra nema með umsvifamiklum lög- regluaðgerðum. Slíkir hnettú: munu áreiðanlega emnig svífa yfir höfðum okkar Evrópubúa þegar fram líða stundir og þá þýðúr lítið að ræða um íslenskan texta. Valdamikil nefnd Annað mál og óútkljáð er tilhögun auglýsinga í sjónvarpi. Þær reglur gilda um ríkissjónvarpið að óleyfilegt er að rjúfa útsendingar með auglýsingainn- skotum (þótt það hafi raunar verið gert á dögunum þegar sýnt var frá krýningu fegurðardrottningar heimsms í Lon- don). Auglýsingar eiga að vera á milli þátta og skýrt afmarkaðar frá dagskrá- refni. Nýju lögin úuúhalda ekkert slíkt ákvæði heldur er það falið útvarps- réttamefnd að semja reglur um til- högum auglýsmga. Að vísu ber henni að hafa hliðsjón af reglum RÚV. Þegar reglugerðin hefur verið samin er næsta skrefið að kjósa útvarpsréttar- nefnd, en samkvæmt lögunum eiga sæti í henni sjö menn kosnir af Alþrngi. Sú nefnd mun fá mikil völd því henni er ekki aðeins ætlað að úthluta leyfum til útvarpsrekstrar heldur einnig að semja reglur um fjölmarga þætti rekstrarins; auglýsmgar, fjármál, auglýsmgataxta og fleira. Auk þess er það hlutverk nefnd- arirmar að fylgjast með því að reglumar séu haldnar og gera viðeigandi ráðstaf- anir ef þær eru brotnar. Ekki fyrr en í vor Búast má við því að þessi nefnd verði kjörin strax eftir að þing kemur saman að loknu jólaleyfi, þ.e. í byrjun febrúar. Þá á nefndin eftúr að semja sér starfs- reglur áður en hún getur farið að úthluta leyfum. Áhugamönnum um útvarps- rekstur verður því ekki að þeirri ósk smni að skrúfa frá tækjum sínum á ný- ársnótt eins og sumir þeirra hafa látið sig dreyma um. Það verður varla fyrr en með vorinu sem fyrsm stöðvamar geta farið af stað. Knútur Hallsson sagði að margú: hefðu sýnt útvarpsrekstri áhuga og sent ráðuneytmu umsóknir. Auk þeirra sem að framan eru nefndir, má telja víst að ísfilm hefji útsendingar um leið og leyfi fæst. Þá hafa BSRB og ASÍ látið í ljósi áhuga á útvarpsrekstri, e.t.v. í samein- mgu og jafnvel í samvinnu við SÍS sem enn hefur þó ekki tekið ákvörðun um það hvort hefja skuli samstarf. Og vafa- laust munu ýmsú smærri aðilar vilja spreyta sig þótt óvíst sé hversu lengi slíkar túraunú muni lifa. Félagshyggjufólk hlýtur að fylgjast með þessari þróun af áhuga og halda öllum dynun opnum fyrir hugsanlegum útvarpsrekstri. Við þurfum í það minnsta að ræða málin. Þröstur Haraldsson ÞJÓÐLÍF 51

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.