Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 53

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 53
Grenndarútvarp Grenndarútvarp hefur einnig þarrn möguleika að nálgast hlustendur sína á annan hátt, veita þeim meiri beina aðild að dagskrárgerð. Þannig má til að mynda vel hugsa sér að nemendum framhaldsskóla yrði veitt tilsögn í út- varpsþáttagerð og skólamir á svæðinu sæju síðan til skiptis um ákveðna þætti í útvarpinu. Hið sama má segja um bamaútvarp. Samstarf við bamaskóla kemur einnig mjög vel tO greina. í hveiju byggðarlagi glíma íbúamir við margvísleg sameiginleg úrlausnar- efni og áhugamál sem hingað tO hafa ekki verið talin fjölmiðlamatur, en hafa öU skOyrði tO að vera það í grenndar- útvarpi. í sjálfu orðinu grenndarútvarp felst sá skilningur að það sé útvarpið í grennd- inni, útvarp í grennd við hlustandann. Þetta þýðú: um leið að fréttamenn og aðrir starfsmenn útvarpsms eiga að vera tíðir gestir á samkomum og vinnu- stöðum á svæðinu. Útvarpshlustendur hafa væntanlega heyrt hvemig frétta- menn Ríkisútvarpsins hafa með blönd- uðum þætti eftir hádegi á laugardögum hrint náskyldri hugmynd í framkvæmd með miklum ágætum. Þá em frétta- menn á vettvangi þar sem ýmsar sam- komur fara fram, ræða við fólk um mál- efni sem það hefur kunnugleika á og fleira í þeim dúr. Enginn vafi er á að í þeirri nánd, sem hér hefur verið lýst í örfáum orðum, eru tOvistarmöguleikar grenndarútvarps fólgnir. Á þessu sviði eiga landsútvarp eða aðrar fjarlægar stöðvar ekki sam- keppnismöguleika. En það er einnig nauðsynlegt að átta sig á að grenndar- stöðvamar eiga enga samkeppnis- möguleika á fjoldamörgum öðrum svið- um. Má þar nefna erlendar fréttir, beinar útsendingar erlendis frá, upp- tökur á stórkonsertum o.fl.o.fl. Lítil ágóöavon Flest bendir tO þess að hin nýju út- varpslög geti valdið umtalsverðum breytingum á fjölmiðlun á íslandi. Sumúr hafa vOjað slá því föstu að mikO byltrng sé í aðsigi. Vel má svo vera. Ýmsúr eru að minnsta kosti bjartsýnir á að nýjar útvarpsstöðvar verði beúOmis gróða- vegur. Þannig lætur íslenska útvarps- félagið h/f nú það boð út ganga að vænt- anlegir hluthafar geti vænst 22,24% arðs af hlutafé sínu. Slíkar fullyrðmgar eru í meira lagi hæpnar og alveg sérstaklega þegar engar upplýsingar fylgja með um út- sendingartíma, samsetningu dagskrár og fjölda starfsmanna. Miklu nær sanni er, að hægt sé að reka mynduga út- varpsstöð, sem sendir út 12-16 tíma á dag, nokkum vegúm hallalaust. Enda sé svo vel vandað tO dagskrár að álit- legur hópur hlustenda geri það að sjálf- sagðri venju í daglegu amstri sínu að hlusta á stöðina. TO þess að svo megi verða, þarf stöðin að vera allt í senn: sambands- og samtalsvettvangur fólks, með margbreytOegu efni, hún þarf að eiga fjölmennan hóp áhugasamra ern- staklinga sem vOja leggja henni lið og starfa við hana um lengri eða skemmri tíma. Og síðast en ekki síst: Hún þarf að vera í nánd við hlustendur sína. Hún þarf að vera þeirra stöð. hágé. ÞJÓÐLÍF 53

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.