Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 54
SJOMAÐUR
smwvffifi sjUcfa)
ÞTOÐFELAGSíílGr
Pétur Jörundsson er 29 ára sjómaður.
Árið 1972, þegar hann var 15 ára
gamall, fór hann fyrst á togara, einn af
gömlu síðutogurunum. Hann kláraði svo
gagnfræðaprófið sitt en hefur síðan
verið sjómaður, aðallega á
skuttogurum, allt til dagsins 3. október
1984 að hann varð fyrir alvarlegu slysi
um borð í togaranum Sveinborgu GK.
Þetta slys olli þáttaskilum í lífi hans; í
17 daga lá hann á gjörgæsludeild, á
spítala í mánuð til viðbótar og eftir það
flutti hann heim til móður sinnar. Hann
er óvinnufær enn þann dag í dag, meira
en ári síðar, en hefur þó síður en svo átt
náðuga daga því að hann hefur þurft að
heyja baráttu sína við „kerfið“ á þann
veg sem þeir einir skilja sem hafa
gengið í gegnum sömu reynslu: — Leita
á náðir stéttarfélagsins, fara í
Tryggingarstofnun, ganga á eftir
útgerðarmanni „sem ekur um á finum
Benz en á aldrei aur“, fá sér lögfræðing
o.s.frv.