Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 58

Þjóðlíf - 01.12.1985, Síða 58
þess að hann er undir miklu álagi, alveg gifurlega miklu álagi. Sumir eru alveg hreint ótrúlegir, en það er bara ekki tími til að spekúlera. Þegar vaktinni er lokið og spennunni í það skiptið, þá fara menn að reyna að dempa sig niður og hvíla sig en það gengur nú misjafn- lega hjá mönnum, ærið misjafnlega." Færeyingar nota toppstykkið til að hugsa með því Nú hefur þú unnið í öðru landi, Fær- eyjum, er sami mórall þar? „Nei, það er svoleiðis allt, allt annað. Færeyskir sjómenn nota toppstykkið til að hugsa með því. Ég var t.d. á fær- eyskum línubátum í eitt og háilft ár og í fyrsta túmum mínum, þá kom upp flækjulína svokölluð en þá flækjast tvær línur saman. Þegar þetta gerðist var drátturinn samstundis stoppaður, menn fóru inn í borðsal, fengu sér kaffisopa eða te og ræddu málið, hvemig ætti að bregðast við þessum vanda, þangað til komið var niður á bestu lausnina. Þetta kom mér svo á óvart því að eftir öll mín ár á íslenskum fiskiskipum hafði ég aldrei upplifað neitt þessu líkt. Á ís- lensku skipi? Þeir hefðu þjösnast á þessu helvítis drasli þar til það hefði annaðhvort slitnað eða skipið sokkið, bara artnaðhvort eða, það er reglan sem gildir á íslenskum fiskiskipum - annaðhvort eða. Heilbrigð skynsemi kemst ekkert að.“ Þarf mannslíf til aö vekja menn til umhugsunar Finnst þér þá meiri virðingborin fyrir þorskinum en marmslífinu? ,Já, aflanum hiklaust. Ég skal nefna þér dæmi um skipstjóra, aflakóng ár eftir ár á skuttogara, sem búinn er að missa 11 menn. Það er litið upp tO þessa manns; hann á örugglega eftir að fá orðu og þá verður ekki minnst á manns- lífin sem þetta kostaði. Þau verða gleymd og grafin í öllum þorskinum. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um virðinguna sem borin er fyrir lífi íslenskra sjómanna?" Er þá ekkert gert til að koma í veg fyrir slys um borð? „Það er nú kannski of mikið sagt. Þessi karl sem ég var að enda við að segja þér frá er kannski ekki alveg dæmigerður. Ég get sagt þér frá öðrum skipstjóra á skuttogara sem varð fyrir því að missa mann niður skutrennuna. Eftir það skipaði hann áhöfn sinni ævin- lega að nota hjálma og líflínur og við- hafa aðrar öryggisráðstafanir sem máli skiptu. En að það skuli þurfa mannslíf tO að vekja menn tO meðvitundar um slysa- hættur, það er óhugnanlegt. Ég get líka sagt þér sögu af háseta sem fékk stáOúgu í hausinn fyrir fjórum árum með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði. Hann hefur ekki tekið af sér hjálminn síðan, ég held hann sofi með hann. Af hverju þurfa menn alltaf að reka sig á áður en þeir fara að gera varúðarráðstafanir? „Það er of seint að grípa um rassinn eftir að búið er að gera í buxumar," eins og kerlingin sagði.“ Bjarghringarnir línulausir Hvað er t.d. gert til að vama þvi að menn taki fyrir borð niður skutrennuna? „Það er í fyrsta lagi skutrennulokinn sem lokast meðan verið er að toga en eins og ég sagði er hættan mest meðan verið er að kasta og hífa inn. í öðru lagi mæla reglur um vinnuöryggi á fiski- skipum svo fyrir að beggja vegna skut- rennu skuli vera strekktur vír í seO- ingarhæð sem líflína öryggisbelta getur leikið auðveldlega á. Þessi vír er alls staðar fyrir hendi einfaldlega vegna þess að hann kom með skipunum. En skipin eru misgömul og ástand víranna er eftir því. Hins vegar eru líflínur og öryggisbelti undantekning um borð í skuttogurum og sömuleiðis hjálmar. Kunningi minn einn var á togara í sex mánuði. Hann sá þrjá hjálma um borð og það var bara einn maður sem notaði hjálm. Belti sá hann aldrei notuð en hann taldi að eitt belti væri tO en engin líflína. Af þessum sökum eru tveir bjarghringir, sem hanga á jámstatífi við hleragálga beggja vegna rennunnar, venjulega það eina sem tO bjargar er, fari maður niður rennuna. Við þessa bjarghringi á að vera fest tryggOega lína og einnig sjálfkveikjandi ljós þegar í sjóinn er komið. Bjarghringina sér maður yfirleitt um borð en í flestum tOfeOum línulausa því að línan er gjam- an skorin af og notuð tO annarra hluta. Ég hef aldrei séð þessa bjarghringi með ljósi eins og á að vera. En þar fyrir utan em möguleikar á björgun litlir sem engir eftir að maður hefur fallið í sjóinn aftan við skip vegna sogkrafts frá skrúf- unni.“ Pú nefndir áðan slys á tám og fótum, nota menn aldrei stígvél með stáltá? „Nei, ég hef aldrei séð öryggisstígvél með stáltá. Stígvél sem send em um borð, t.d. frá Sjóklæðagerðinni, em bara venjuleg vaðstígvél, alveg óvarin, en það er mjög algengt að fá eitthvað á lappimar." Aldrei upplifað björgunaræfingu „Það em mörg fleiri öryggisatriði í ólestri. Menn verða að finna það út sjálfir hvar slökkvitæki em og ég hef aldrei orðið var við að áhafnir fengju leiðsögn í meðferð slökkvitækja. Um borð í einum togara, sem ég veit um, var aðeins eitt reykköfunartæki tO. Þeg- ar stýrimaður var spurður hvers vegna bara eitt, var svarið: „Er það ekki fjand- ans nóg.“ Ég er búinn að vera hálfa ævina á sjó en ég hef aldrei upplifað björgunaræf- ingu. Öryggisbelti og líflínur sem eiga að vera um borð í hverju skipi hef ég aldrei séð nema á sýningum hjá Slysa- vamarfélaginu. Á einum togara, sem ég var á, var neyðarútgangur fyrir skip- verja millidekks fremst í ganginum. Þetta var lúga hátt í loftgangi en það var enginn stigi eða þrep sem lágu að henni. Það var að vísu bandspotti en honum var vafið utan um handfang lúg- unnar, þannig að það hefði þurft sjálfan Tarsan tO að prOa upp að lúgunni og krafta í kögglum tO að opna hana við þessi skOyrði. Öryggi um borð í skuttogurum hefur þó aukist að því leyti að björgunarbún- aður hefur aukist á síðari árum, t.d. með tilkomu gúmmíbjörgunarbáta, hylkja- bátanna svoköOuðu, sem ekki vom á síðutogurunum. Það sem mér finnst hins vegar ábótavant við þá er að þessir bátar em yfirleitt hangandi utan á brúar- væng á skuttogurum. Nú em stóm skut- togaramir býsna langir og ef maður er aftast á einum slíkum, þá er það fjári löng leið að ná tO bátsins uppi á brúar- væng.“ í eina tíð var algengt að heyra um menn sem höfðu fallið milh skips og bryggju og drukknað. Heyrir þetta sögunni til? „Viðkomandi hafnaryfirvöld skaffa venjulega landgang og hann er yfirleitt tryggur. Ég er ansi hræddur um að hann væri dálítið úr sér genginn, ef hann væri geymdir um borð, vegna lítOs viðhalds. Hins vegar er algengt að engar tröppur séu yfir borðstokka fiskiskipa sem liggja hvert utan á öðm. Þar em því margar dauðagOdrumar og margir sem hafa endað ævina þar sem þeir vora að klöngrast á mOli skipa." 58 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.