Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 59

Þjóðlíf - 01.12.1985, Page 59
Þriggja túra strákarnir Hvers konar upplýsingum eiga sjómerm aðgang að um öryggis- og aðbúnaðarmál um borð, sérstaklega viðvaningar? Fá merm nauðsynlega starfsþjálfun? „Um borð í hveijum togara er til sjó- mannaalmanak sem er gefið út árlega. Þar eru m.a. upplýsingar um alla þessa þætti, t.d. eru sjólogin þama. Þetta sjómannaalmanak er geymt í brúnni og jú, jú, manni er yfirleitt heimilt að kíkja í það en maður verður að biðja um það því að skipstjórinn á þetta almanak. Um borð í hverjum einasta togara er tafla frá Slysavamarfélagi íslands um hvemig á að losa björgunarbáta og eins hvemig menn eiga að raða sér niður í bátana. Þessi tafla hangir yfirleitt í borðsalnum; það er mjög gott. Ég get hins vegar ekki sagt að ég hafi orðið var viðleitni, hvorki af hálfu Slysa- vamarfélagsins, Siglingamálastofnunar né sjómannasamtakanna og hvað þá útgerðarmanna, til að miðla fræðslu um vinnuvemd eða sem sagt, aðgerðir til að tryggja heilsu manna og öryggi til sjós. Sú fræðsla sem veitt hefur verið er einkum um björgunarbáta, frágang í lest en síðast en ekki síst um vinnslu á fiski. Það er miklu meira til af fræðsluefni um vinnslu og meðferð sjávarafurða en um öryggi og heilsu sjómanna. Úr því þú nefnir viðvaningana, þá vil ég nefna eitt atriði sem án efa er ein helsta ástæðan bak við hin tíðu slys. Hæfum og vönum sjómönnum fer nefnilega hríðfækkandi vegna launamála. Það má skipta hásetum í tvo hópa: Annars vegar eru menn sem eru að koma um borð í fyrsta skipti og em bara viðvaningar, þriggja túra strákar sem við köllum. Hins vegar eru það hásetar sem orðnir eru netamenn og það er kúnst að verða góður netamaður. En launamunurinn á milli þessara tveggja hópa er aðeins 1000 krónur á hvem túr sem þýðir auðvitað að netamaðurinn vill frekar vera hjá fjölskyldu sinni í landi og vinna á netaverkstæði og fá ágæt meðallaun, heldur en að vinna tvöfalda vinnu, bæði fyrir sjálfan sig og viðvaninginn og horfa síðan upp á það að viðvaningurinn fái svo til sömu laun. Launamálin stuðla með öðrum orðum að því að setja vana menn í land og í staðinn fáum við þriggja túra strákana og þar af leiðandi höfum við aldrei nauðsynlegan kjama um borð sem hægt er að veita rétta starfsþjálfun m.a. Togvírsspil. I því hangir toghleri, algeng þyngd 1.750 kg. Pétursegir þettaspil vera rétt staðsett; aftarlega á vinnudekki. Algengast er að sjá þessi spil fremst á dekkinu sem eykur hættuna fyrir þá sem þar vinna, t.d. ef vír slitnar. Þessi staðsetning er að sögn Péturs undantekning á ískenskum togurum. Varabobbingar í grind. Hér er tryggilega frá öllu gengið og bobbingarnir m.a. bundnir með keðjum. Þessu er oft mjög ábótavant á íslenskum togurum og mörg slys verða á þann hátt að menn slasast á fótum við það að bobbingarnir velta á þá vegna lélegs frágangs. Hér er löglegur skutrennuloki uppi. Hann er settur niður með vökvakerfi við hífingu og er þá rennan opin aftur úr. Lokinn minnkar hættuna á að brot taki menn af dekki. Reglugerð um að svona lokar skuli vera um borð í skuttogurum er tiltölulega nýtilkomin. Áður var rennunni gjarna lokað með nokkurs konar vængjahurð sem var gagnslaus að sögn Péturs og yfirleitt höfð opin heilu túrana. ÞJÓÐLÍF 59

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.